Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 36
7. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR20 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur Háholt 14, Mosfellsbær Sími: 588 5530 • berg@berg.is www.berg.is Fax: 588 5540 Pétur Pétursson lögg. fasteignasali Petur@berg.is OPIÐ HÚS Opið hús Engjavegi 12 í Mosfellbæ miðvikudaginn 7. mars. Kl. 17.30 til 18.00 Afar vel staðsett 233,3 fm. einbýli á tveimur hæðum. Þar af er bílskúr 43 fm. Flott útsýni og stór eignarlóð. Gott viðhald. Komið er inn í anddyri með flísum á gólfi. Rúmgott hol með eikarparketi. Baðherbergi með flísum á gólfi. Herbergi með eikarparketi og skápum. Stórt herbergi með góðum skápum. Rúmgóð og björt stofa með eikarparketi á gólfi. Útgengt úr stofu út á lóð. Sólpallur með heitum potti. Nýtt gróðurhús. Þriðja herbergið er með parketi á gólfi. Rúmgott eldhús með korkflísum á gólfi. Borðkrókur. Neðri hæð. Mjög rúmgott þvottahús. Stórt herbergi með plastparketi á gólfi. Rúmgóður 2-3 bíla bílskúr. Mikið geymslupláss. Yfir húsinu er kalt geymsluloft vel einangrað. Þetta er mikil eign með frábæra staðsetningu í grónu umhverfi. Sölumaður Berg ehf tekur á móti gestum. Auglýsing um deiliskipulag hesthúsabyggðar í Grindavíkurbæ Breytingar á deiliskipulagsáætlun fyrir Hesthúsabyggð. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við Aðalskipulag Grinda- víkur 2010-2030 sem auglýst var skv. 18. gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997 á tímabilinu frá 9. apríl til 23. maí 2011 og samþykkt af bæjarstjórn 26. október 2011. Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Grindavíkurbær hér með kynningu á tillögu að breyttu deiliskipulagi hesthúsahverfis. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir hesthúsabyggð. Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð. Þar er kveðið á um öll atriði deiliskipulags í samræmi við skipulagslög og skipulagsreglugerð, s.s. byggingarreiti, nýtingarhlutfall, hæð húsa, útfærslu opinna svæða o.s.frv. Við gerð tillögunnar hefur verið leitast við að viðhalda þeim ákvæðum sem voru hluti af upphaflegu skipulagi frá 2006 en auk þess er nú komið fyrir aðstöðu fyrir hestaleigu, stækkun lóðar fyrir félagsheimili / reiðhöll. Deiliskipul- agsskilmálar eru gerðir ýtarlegri til að samræma og bæta umgengni um skipulagssvæðið. Stækkun svæðis er 7.175 m². Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, frá 7. mars 2012 til og með 18. apríl 2012. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega á bæjarskrifstofurnar til skipulags- og umhverfissviðs eða á netfangið ingvar@ grindavik.is, eigi síðar en 18. apríl 2012. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Ingvar Þór Gunnlaugsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. spjall, 6. ógrynni, 8. hyggja, 9. umrót, 11. ekki, 12. svölun, 14. gáleysi, 16. átt, 17. einkar, 18. jafnvel, 20. tvíhljóði, 21. pappírsblað. LÓÐRÉTT 1. íþrótt, 3. ólæti, 4. aflaga, 5. nágranni, 7. flúðir, 10. sólunda, 13. kvk nafn, 15. spírun, 16. er, 19. til. LAUSN LÁRÉTT: 2. rabb, 6. of, 8. trú, 9. los, 11. ei, 12. fróun, 14. vangá, 16. sa, 17. all, 18. eða, 20. au, 21. miði. LÓÐRÉTT: 1. golf, 3. at, 4. brengla, 5. búi, 7. forvaði, 10. sóa, 13. una, 15. álun, 16. sem, 19. að. Frábær leikur í dag strákar! Þið svitnuðuð blóði á vellinum! Og þar hafið þið það, maður uppsker eins og maður sáir, drengir. Þannig ganga hlutirnir fyrir sig! Fyndið! Í mínu liði er framherji sem var að láta skipta um mjaðmakúlu og hreyfir sig því ekki fyrr en hann fær boltann í fæturnar! Og í sama liði er markmaður sem getur varla gripið utan um hurðarhún! Gætum við þá farið á leiki með ykkur og séð hvernig á ekki að spila fótbolta? Jaaa... þið gætuð kannski lært eitt og annað um tæklingar! Beina fótunum í hnéhæð andstæð- ingsins! Við kunnum hana einmitt! Frábært pabbi! Hversu frábær er þessi bústaður? M-A-M-M-A! Palli! reyndu nú að vera jákvæður! Hann er alveg eins og ég man eftir honum! Vertu jákvæður í þetta eina skipti! jákvæður! Kamarinn er nákvæmlega eins og í gamla daga! ERTU STURLAÐUR?! Hvernig hljómar þetta: Khonfnor, hermaður plánetunnar Mmorpg, leitar að gyðju frá fimmtu leið X til eyða ævinni með honum í hliðarheimi fjögur. Enga furðufugla. Reikningur... Reikningur... Ruslpóstur... Ru... Hvað er að? Hver dó? Verra. Þarf Hannes að mæta til tannlæknis.? Haltu mér! Það er í tísku að endurnýta og endur-vinna. Gera upp hús á sniðugan og hag- kvæman hátt, jafnvel lífrænan. Það er í tísku að leggja bílnum og ganga eða hjóla. Sumir ganga svo langt að selja bílinn og tala um frelsun frá oki bensínreiknings- ins. Þetta sé ekkert mál, maður þurfi bara að skipuleggja sig, leggja tímanlega af stað. Þeir sem frelsast hvað harðast breiða út boðskapinn og verður mikið í mun að frelsa fleiri. Bíllaus dagur, tökum strætó, hjólum í vinnuna og brennum kaloríum í leiðinni. HÆTTUM líka allri heimtufrekju og temjum okkur nægjusemi áður en við drekkjum jörðinni í drasli sem við hættum að nota, bara af því okkur langar í nýtt. Hvað á það að þýða að henda strá- heilum eldhúsinnréttingum eins og snarbilað fólk? Kaupa sjónvörp á stærð við auglýsingaskilti verslunarmiðstöðvar þegar gamla 14 tommu túban skilar myndinni alveg eins inn í augun á okkur? ÉG GET sjálf hrif- ist af þessum boðskap. Finnst frábært að endur- nýta hluti, jahérna! Að hugsa sér alla fjársjóðina sem leynast í geymslum, hlutir „með sál“. Alveg hreint fáránlegt að sóa peningum í nýtt og nýtt þegar gamalt dugir allt eins vel. Þá skammast ég mín fyrir allan óþarfann sem ég á og bæli niður löngunina í nýja eldhús- ið sem ólmast innan í mér. Segi engum frá skónum sem ég keypti í haust sem enn eru með verðmiðanum á. ÉG SÉ líka í hyllingum hvernig kaloríurnar fjúka „þegar“ ég sel bílinn og fer allra minna ferða gangandi, hvernig þrekið eykst og heilbrigðið skín af mér. Frábært að vera laus við bensínreikninginn, hvað þá tryggingarnar, dæsi ég á göngunni. Það hlýtur hver einasti maður að sjá að þetta er eina vitið! Snýst bara um skipulag, leggja tímanlega af stað. Nú, ef ég verð sein fyrir fæ ég bara far hjá einhverjum – sem á bíl! ÞEGAR kemur að því að setja upp eldhús- innréttingu á vegg án þess að fara út í búð verð ég líka að treysta því að einhver hendi, einmitt þá, stráheilli innréttingu á haugana. Ég hef himin höndum tekið, ekki gæti ég notað hana ef eigandinn væri að henda innréttingunni vegna þess að hún er ónýt! ÉG ER ekki viss um að ég gæti nokkurn tímann haldið úti endurnýtanlega og bíl- lausa lífsstílnum, nema einmitt fyrir þá sem gera það ekki. Nýtt og endurnýtt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.