Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 31
7MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2012 FRÉTTASKÝRING Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is F lutningafyrirtæki á Ís- landi, bæði í lofti og á legi, bera sig vel þrátt fyrir að töluverðar hækkanir hafi orðið á olíuverði síðustu mánuði. Vari þetta tímabil hás olíuverðs lengi leitar það þó óhjá- kvæmilega út í verðlagið. Helstu flutningafyrirtækjum landsins má í raun skipta í tvennt. Annars vegar í skipaflutninga- fyrirtækin Eimskip og Samskip sem stunda einnig landflutninga og hins vegar í flugfélögin Icelandair og Iceland Express auk WOW Air sem hefur starfsemi í sumar. Skipaflutningafélög á borð við Eimskip og Samskip eru að hluta varin fyrir sveiflum í olíuverði. Inni í kaupsamningum um flutn- inga er kveðið á um svokallað olíujöfnunargjald. Hækki verð á olíu á milli þess tíma þegar samn- ingur er gerður og þess tíma þegar flutningur fer fram, fer verðhækk- unin inn í verðið fyrir flutninginn. Skipafélögin tvö sjá líka um landflutninga undir nöfnum Flytj- anda og Landflutninga Samskip. Olíuverðshækkanir hafa meiri áhrif á landflutningana en skipa- flutninga þar sem ólíkt bensíni leggur hið opinbera ekki sérstak- ar álögur á skipaolíu, aðrar en kolefnisgjald. „Við rukkum sem sagt okkar viðskiptavini fyrir slíkar hækkan- ir sem þeir svo aftur rukka neyt- endur fyrir. Til skamms tíma hafa olíuverðshækkanir því kannski ekki mikil áhrif á okkur en þær Bera sig vel þrátt fyrir hátt olíuverð Flutningafyrirtæki hafa enn lítið fundið fyrir háu olíuverði. Þó er ljóst að haldi olíuverð áfram að hækka verða fyrirtækin að lokum að hækka gjaldskrár sínar. Skipaflutningafélögin eru til skamms tíma varin fyrir olíuverðshækkunum og hjá flugfélögunum er næg eftirspurn. SÍFELLT HÆRRI TÖLUR Heimsmarkaðsverð olíu hefur hækkað talsvert frá áramótum. Þá hefur gengisveiking krónunnar ýkt hækkanirnar hér innanlands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON hafa vitaskuld áhrif á samfélagið og sérstaklega mikil á eyju eins og Íslandi“ segir Ólafur William Hand, markaðsstjóri Eimskipa. Ólafur segir Eimskip þó enn ekki hafa orðið vart við minnkandi eftirspurn. „Það skýrist kannski að hluta af því að flutningar dróg- ust gríðarlega saman eftir banka- hrunið 2008. Við fórum ár og jafn- vel áratugi aftur í tímann þegar kemur að innflutningi til lands- ins. Þótt við séum smám saman að krafsa það til baka þá er innflutn- ingur enn miklu minni. Það má því kannski segja að hefði hrunið 2008 ekki orðið værum við ef til vill að fá talsverðan skell núna. En þar sem áfram þarf að flytja inn nauð- synjavörur þá hefur þetta enn haft lítil áhrif,“ segir Ólafur. Flugvélaeldsneyti er stór kostn- aðarliður hjá flugfélögum landsins og geta skammtímasveiflur haft nokkur áhrif á afkomu þeirra. Þannig kom í fram í uppgjöri Ice- landair Group fyrir fjórða árs- fjórðung síðasta árs að kostnað- ur fyrirtækisins vegna eldsneyt- is hefði aukist um 5,8 milljarða á fjórðungnum miðað við sama fjórðung 2010. EBITDA félagsins var 10,4 milljarðar á fjórðungnum. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir að þrátt fyrir þetta hafi fyrirtækið verið að vaxa; auka sætaframboð og ná fram betri sætanýtingu. Heimir Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Iceland Express, segir ljóst að langvarandi hátt eldsneyt- isverð muni að lokum fara inn í miðaverð. Bókanastaða fyrirtæk- isins sé hins vegar góð, þá njóti það þess að vera með sparneyt- nar flugvélar auk þess sem gert ráð fyrir háu olíuverði í verðlagn- ingu fyrirtækisins. HEIMSMARKAÐSVERÐ OLÍU OG BENSÍNVERÐ Á ÍSLANDI SÍÐUSTU ÁR Heimildir: Seðlabankinn, Seiður ehf, Viðskiptaráð og Xignite í gegnum Datamarket 300 250 200 150 100 Bensínverð á Íslandi 1. 1. 20 08 1. 4. 20 08 1. 7. 20 08 1. 10 .2 00 8 1. 1. 20 09 1. 4. 20 09 1. 7. 20 09 1. 10 .2 00 9 1. 1. 20 10 1. 4. 20 10 1. 7. 20 10 1. 10 .2 01 0 1. 1. 20 11 1. 4. 20 11 1. 7. 20 11 1. 10 .2 01 1 ■ BENSÍNVERÐ Á ÍSLANDI Á FÖSTU VERÐLAGI ■ BENSÍNVERÐ Á ÍSLANDI Í KRÓNUM Heimild: Hagstofan í gegnum Datamarket 150 120 90 60 30 Alþjóðlegt olíuverð 1. 1. 20 08 1. 4. 20 08 1. 7. 20 08 1. 10 .2 00 8 1. 1. 20 09 1. 4. 20 09 1. 7. 20 09 1. 10 .2 00 9 1. 1. 20 10 1. 4. 20 10 1. 7. 20 10 1. 10 .2 01 0 1. 1. 20 11 1. 4. 20 11 1. 7. 20 11 1. 10 .2 01 1 ■ FJÖLDI USD FYRIR FAT AF BRENT-OLÍU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.