Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 14
14 7. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR Það er ásetningur stjórnvalda að hækka orkuverðið í land- inu. Þetta kemur fram í grein Oddnýjar G. Harðardóttur fjár- málaráðherra og starfandi iðnað- arráðherra föstudaginn 2. mars sl. Grein ráðherrans er svar við grein sem ég hafði skrifað í blaðið deginum áður, þar sem ég vakti einmitt athygli á því að fram- undan væru mjög miklar hækk- anir á orkuverði til almennings og atvinnulífs. Tvöföldun á orku- verði á næstu tveimur áratugum, sem myndi valda 50% hækkun orkuverðs hjá almennum notend- um, að óbreyttu. Hvatti ég þar til umræðu um málið. Reynt að finna blóraböggul Ráðherrann reynir að klína þess- ari stefnumörkun um tvöföldun orkuverðsins, á löggjöf sem var samþykkt árið 2003! Það er nú býsna langsótt. Um þá löggjöf hefur margt verið sagt; sumt gott og annað miður. Þar hefur hæst borið sú ákvörðun sem lögin fólu í sér að aðskilja sérleyfis- og samkeppnistarfsemi, til þess að stuðla að samkeppni í sölu og vinnslu. Sú ákvörðun hefur mjög verið gagnrýnd. Það var því mikill fengur að því að iðn- aðarráðuneytið fékk Hagfræði- stofnun Háskóla Íslands til þess að taka þessi mál út. Meðal ann- ars voru skoðuð áhrif laganna frá árinu 2003 sem ráðherra gerir að umtalsefni í grein sinni, á verð- lag raforku. Raforkuverðið hefur lækkað frá setningu laganna frá 2003 Í niðurstöðum Hagfræðistofnun- ar segir orðrétt að samanburður á verðþróun á tímabilinu 2005 til 2010 bendi „til þess að ávinningur hafi verið af því að búa til sam- keppnisvænni umgjörð raforku- mála með aðskilnaði sérleyfis- og samkeppnisreksturs. Ávinning- urinn er hvað skýrastur hjá þeim fyrirtækjum og samtökum sem boðið hafa út raforkukaup fyrir umbjóðendur sína.“ Það skýtur því óneitanlega skökku við þegar starfandi iðn- aðarráðherra reynir að búa til afsökun fyrir ásetningi stjórn- valda um stórhækkun raforku- verðs með skírskotun til þess- arar tíu ára gömlu ákvörðunar. Hefði sú löggjöf verið gerandinn í málinu hefði mátt vænta þess að áhrifa hennar hefði gætt nú þegar svo um munaði, tæpum áratug síðar. En hver er reynsl- an? Því svarar Hagfræðistofn- un einnig í skýrslunni sem vikið er að hér að ofan. Svar stofnun- arinnar er mjög afdráttarlaust: „Raforkuverð hækkaði um 20% á tímabilinu 2005-2010, en verð- lag hækkaði almennt um 50% á sama tíma. Þar af leiðandi lækk- aði raunverð raforku.“ Svo einfalt er það. Á árunum eftir hin umdeildu raforkulög lækkaði verðið að raungildi. Hætt er því við að stjórnvöld verði að leita í aðrar smiðjur, en löggjöfina frá 2003, til þess að útskýra ásetning sinn um stór- hækkun orkuverðs. Hækkun orkuverðs er pólitísk stefnumörkun Stefna stjórnvalda um stórhækk- un orkuverðs er einfaldlega póli- tísk ákvörðun. Í hana glitti í þeirri nýju orkustefnu sem kynnt var á Alþingi með sérstakri skýrslu. Þar eru færð rök fyrir því að almenn- ingi sé fyrir bestu að borga hærra orkuverð. Ráðherrann sagði þetta síðan með skýrari hætti í svari við fyrirspurn minni á Alþingi mánu- daginn 27. febrúar og áréttar það svo enn í greininni í Fréttablaðinu sl. föstudag. Þannig er einfaldlega staðan og svona er raunveruleik- inn. Stjórnvöld geta því ekki flúið á bak við tæplega áratugar gamla löggjöf. Þau geta ráðið þessari stefnu í gegn um eignarhald sitt á Landsvirkjun. Og nú virðist hún smám saman koma í ljós. Ákvörðun um að snúa af þeirri braut sem allir stjórnmálaflokk- ar hafa staðið að um að reyna að halda orkuverði í skefjum og láta almenning og atvinnulíf njóta þess. Snúið af fyrri braut Rétt eins og tölurnar úr skýrslu Hagfræðistofnunar sýna okkur, þá hefur sú stefna ríkt að gæta hófs í verðlagningu á raforku til almenns atvinnulífs og heimil- anna. Raunlækkun raforkuverðs- ins sem rakin er hér að ofan segir okkur það, þó flestum þyki okkur nóg um orkureikningana þegar þeir birtast um hver mánaða- mót. Nú virðist hins vegar ætlun- in að snúa af þessari braut. Tvö- falda skal nú orkuverðið á næstu 20 árum, sækja þannig meira fé í vasa almennings og atvinnulífs og færa þá fjármuni til ríkisins. Þannig munu notendur ekki njóta lengur lágs raforkuverðs með beinum hætti. Það mun því ekki stuðla að betri lífskjörum almenn- ings, né heldur stuðla að atvinnu- uppbyggingu á fjölþættum svið- um, eins og hefur orðið raunin síðustu áratugi. Ávinningurinn á að lenda í fjárhirslum ríkisins, samkvæmt hinni boðuðu stefnu. Það mun svo ráðast af pólitískum áherslum hverju sinni hvernig þeim fjármunum verði varið. Það er um þessi grundvallarvið- horf sem deilan um nýja stefnu við verðlagningu raforkunnar snýst. Þetta er ekki tíu ára gam- all ágreiningur um lagasetningu frá því í byrjun aldarinnar. Þetta er ágreiningur um stefnumót- un sem er að eiga sér stað núna þessi dægrin; hægt og hljótt, en markvisst og örugglega. Það er um þessi grundvallarviðhorf sem umræðan snýst. Nú eru áróðursmeistarar í opinberri umræðu komnir á flug með umræðuna um það hvort þeir sem ekki hafi staðið í skilum með ónýta og ólöglega lánasamn- inga njóti ekki sömu kjara og þeir sem höfðu nægilega háar tekjur til að standa straum af ólöglegri stökkbreytingu lánsins og ólög- legum afturvirkum útreikning- um. Þá er einnig spurt hvort ekki hafi verið óábyrgt að hætta að greiða af þessum lánum eða að hvetja til þess að því væri hætt. Þegar slík afvegaleidd umræða fer af stað þá er nauðsynlegt að staldra við og endurhugsa aðeins og velta fyrir sér um hvað er spurt og síðan um hvað er ekki spurt. Þeir sem spyrja þess- ara spurninga spyrja til dæmis ekki um það hvort það geti tal- ist óábyrgt af bankastofnunum og stjórnvöldum að hafa lánað með ólöglegum hætti, eiga síðan samráð um að reikna afturvirka hærri vexti á lánin þegar þau dæmast ólögleg og sömu aðil- ar haldi síðan áfram samráðinu þegar afturvirknin dæmist ólög- leg líka. Þá er heldur ekki spurt hvort það geti talist óábyrgt af Alþingi að láta lög taka gildi sem ekki eru samþykkt með skýrum meirihluta þingsins og miklar efa- semdir eru um. Samráð stjórn- valda og banka heldur áfram núna í kjölfar nýfallins hæstaréttar- dóms um gengistryggð lán og er skömm að því. Þeir vissu að lánastarfsemin var ólögleg Þá er heldur ekki spurt hvort það geti talist óábyrgt af Samtök- um fjármálafyrirtækja, Versl- unarráði Íslands og Samtökum atvinnulífsins að gera umsagnir um frumvörp sem eru að verða að lögum og láta vita af því að ef lögin verði samþykkt þá verði óheimilt að lána gengistryggð lán en láta síðan ekki vita af því eða kæra það til lögreglu þegar bank- ar hefjast síðan handa við það stuttu eftir að hin umræddu lög taka gildi að lána gengistryggð lán. Eins er það látið ógert að spyrja hvort það geti talist óábyrgt að vaxtavaxtareikna lán þegar engin stoð er fyrir því í lögum. Síðast en ekki síst er ekki spurt að því hvort það geti talist óábyrgt að vörslu- svipta og bjóða upp heimili fólks í þúsundavís á grundvelli ólög- legra lána og ólöglegra útreikn- inga í stað þess að geyma allar slíkar aðfarir þar til leyst hefur verið úr óvissunni fyrir dómstól- um. Nei, allt þetta er látið ósagt í umræðunni um hvort það telj- ist óábyrgt að hafa hætt að greiða af þessum ólöglegu gjörningum öllum saman og hvort þeir sem eru í slíkum vanskilum eigi nokk- uð að njóta sömu kjara og þeir sem greiddu allan tímann af lánunum. Þá er vert að snúa sér að verka- lýðsbaráttunni og réttindum vinn- andi fólks. Þegar brotið er á fólki og það leitar eftir réttarbótum og/ eða kjarabótum á vinnumarkaði, þá eru það talin sjálfsögð réttindi fólks að leggja niður störf til að ná fram sínum baráttumálum. Getur það þá talist óábyrgt? Vanskil fjármálafyrirtækja Í þessu óábyrga samhengi er vert að spyrja að því sem snýr að van- skilum fjármálafyrirtækja gagn- vart viðskiptavinum sínum. Var það ekki óábyrgt af fjármála- fyrirtækjum að stofna til van- skila með lögmætar endurkröfur fjölda viðskiptavina fyrir stórum fjárhæðum sem þeir hafa í reynd átt inni vegna oftekinna afborg- ana þeirra? Jafnframt hvort hægt sé að tala um vanskil þegar við- skiptavinur heldur eftir greiðslu gagnvart vanskilafyrirtækinu, þegar það hefur sjálft farið inn á reikning viðskiptavinarins og ráðstafað innstæðum þaðan upp í hinar ólögmætu kröfur í full- komnu heimildarleysi? Loks hvort það teljist ábyrgt af Fjármálaeftir- litinu að leyfa starfsemi vanskila- fyrirtækja á íslenskum fjármála- markaði? Það er ekki nema einfalt skilgreiningaratriði að banki telst ógjaldfær um leið og hann stendur ekki í skilum með skuldbindingar sínar og ber þá að svipta hann starfsleyfi samstundis, frá þessu eru engar undantekningar leyfi- legar í bankastarfsemi. Ég verð að segja að frá mínum bæjardyrum séð er þessi afvega- leidda umræða á algerum villi- götum og samfélagið okkar í mik- illi hættu ef þær spurningar sem hér eru upptaldar komi ekki fyrr í röðinni heldur en hin fyrsta um þá sem voru í vanskilum. Ég hef í það minnsta miklar áhyggjur af slíku samfélagi og slíkri umræðu. Tvöfalda skal nú orkuverðið á næstu 20 árum, sækja þannig meira fé í vasa al- mennings og atvinnulífs og færa þá fjár- muni til ríkisins. Þannig munu notendur ekki njóta lengur lágs raforkuverðs með beinum hætti. Samráð stjórn- valda og banka heldur áfram núna í kjölfar nýfallins hæsta- réttardóms um gengis- tryggð lán og er skömm að því. Pólitískur ásetningur um að hækka orkuverðið Fullkomlega óábyrg vanskilaumræða Karen Halldórsdóttir skrifar í Fréttablaðið og ræðir þar við- talstíma bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fram að þeim tíma þegar 20 mán- aða meirihlutinn tók við í Kópa- vogi stóð bæjarbúum til boða að ná tali af hverjum bæjarfulltrúa tvisvar á ári í klukkustund í senn. Þessir tímar voru fremur illa nýtt- ir þrátt fyrir að hafa verið auglýst- ir nokkuð reglulega í ljósvaka- og prentmiðlum. Á síðasta kjörtíma- bili mættu t.d. til undirritaðrar 5 bæjarbúar – í það heila. Bæjarbúar sem þurfa að ná tali af bæjarfulltrúum einfald- lega senda þeim tölvupóst eða slá á þráðinn, við erum öll í síma- skránni. Oftar en ekki óska bæj- arbúar eftir því að fá að hitta okkur vegna tiltekinna mála og veit ég ekki til annars en það sé auðsótt mál, a.m.k. höfum við í Samfylkingunni aldrei vísað nokkrum manni á dyr. Eftir kosningar 2010 var ákveðið að leggja af þessa reglulegu fund- artíma bæjarfulltrúa og þess í stað bjóða hverjum og einum bæjarfull- trúa að ráða því með hvaða hætti hann helst vildi vera í samskiptum við bæjarbúa. Þar gátu menn valið hvort þeir höfðu reglulega viðtals- tíma eða ekki. Undirrituð hefur t.d. verið með vikulega viðtalstíma sem kynntir eru á heimasíðu bæj- arins og hefur það ekkert breyst þótt ég gegni nú ekki formennsku í bæjarráði lengur. Aðgengi bæjar- búa í Kópavogi að bæjarfulltrúum er afar gott og veit ég ekki annað en við öll séum boðin og búin að hitta bæjarbúa sé þess óskað, nú eða svara símanum liggi einhverj- um eitthvað á hjarta. Það heyrðist heldur ekki múkk í Karen eða odd- vita Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma þegar þetta var lagt af. Það að Karen skuli nú gera að yrkisefni sínu umræður um reglu- lega fundartíma bæjarstjórnar lýsir frekar mikilli málefnafátækt. Auk þess kýs hún að stilla málinu þannig upp að gagnrýni okkar á þetta fyrirkomulag sé vegna þess að við „nennum ekki“ að hitta bæjarbúa og þar veit hún auðvitað miklu betur. Hafsteinn Karlsson gerði góð- látlegt grín að þessu afturhvarfi til fortíðar. Einkum vegna þess að nýr meirihluti keppist nú við að afnema allar þær stjórnsýsluum- bætur sem fyrri meirihluti réðist í á 20 mánaða tímabili. Þar ætla þeir að fjölga nefndum bæjar- ins og þenja út stjórnsýsluna svo allt verði eins og það var þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk- ur fóru síðast frá völdum. Okkur finnst það auðvitað dapurleg stað- reynd að nú skuli menn keppast við að innleiða gamaldags stjórn- sýslu að nýju í Kópavogi. Viðtalstímar – gamaldags eða ekki? siminn.is/vefverslun Vantar þig tösk u eða hlíf utan um sí mann? Stjórnmál Guðríður Arnardóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi Fjármál Andrea J. Ólafsdóttir formaður stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna Orkumál Einar K. Guðfinnsson alþingismaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.