Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 7. mars 2012 13 Það var frá upphafi ljóst að það yrði erfitt fyrir nokkra ráð- herra vinstri grænna að taka þátt í því ferli sem Alþingi samþykkti þegar ákveðið var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ýmsir biðleikir voru leiknir til að tefja ferlið og þeir voru umbornir af samstarfsflokknum enda mátti ekki raska lífi ríkisstjórnarinnar. Gekk friðþægingin í garð VG svo langt að sjálfur forsætisráðherr- ann gat ekki í blaðagrein viður- kennt að umsóknarferli væri í gangi heldur var tiplað á tánum í kringum málið og sagt að verið væri að kanna kosti og galla aðildar. Þetta var síðan leiðrétt af utanríkisráðherra. Tveir ráðherrar ríkisstjórnar- innar og vinstri grænna hafa hins vegar nýlega snúið við blaðinu og lýst því yfir að flýta eigi viðræð- um og kjósa fyrir næstu kosn- ingar um samning. Nú á að haska sér. Gott og vel. Flýtum okkur hægt Ef við gefum okkur það að mark- mið samningaviðræðnanna sé að ná sem hagfelldustum samningi fyrir Ísland, þannig að niður- staðan verði raunverulegur val- kostur fyrir þjóðina, eru þetta ekki beint gáfulegar yfirlýsing- ar. Látum vera að þarna eru á ferð fulltrúar þess flokks sem lítt hefur liðkað fyrir viðræðun- um. Hitt er alvarlegra að menn ætli nú í skyndi, vegna yfirvof- andi kosningabaráttu, að þrýsta á um að ljúka samningaviðræðum um mikilvægustu hagsmunamál Íslendinga á svo skömmum tíma. Í einfeldni minni hélt ég að hægt væri, eftir allt sem á undan er gengið, að sameina krafta stjórn- málamanna til að ná sem best- um samningum fyrir Íslendinga, óháð skoðunum þeirra á Evrópu- sambandinu. Allt tal um hraðferð er ekki í samræmi við það mark- mið. Sjálf hef ég sagt að þetta ferli muni taka tíma og reyna á þjóðar sálina. Þess vegna var ég á sínum tíma talsmaður þess að efnt yrði til tveggja þjóðar- atkvæðagreiðslna í málinu, að þjóðin hefði jafnt upphafs- sem lokaorðið. Ekki voru allir í fyrstu ýkja hrifnir af þeirri leið en það breyttist og varð síðar stefna flokksins. Þessi tillaga okkar sjálfstæðismanna var hins vegar felld á Alþingi. Það hefði betur ekki orðið, en ef og hefði dugar okkur skammt við lausn viðfangs- efna dagsins í dag. Ekki í þessu máli frekar en öðrum. Skortur á pólitísku baklandi Staðan er nefnilega sú að þótt samninganefndin sé ágætlega mönnuð og sinni sínu verki af samviskusemi þá hefur hún ekki það pólitíska bakland sem nauð- synlegt er til að fylgja umsóknar- ferlinu eftir. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá tel ég ljóst að samningar muni ekki nást fyrir næstu alþingiskosningar ef eðli- lega er staðið að málum. Það verður því að flytja umsóknar- ferlið á milli kjörtímabila, nema menn telji það boðlegt að kasta til hendinni og ljúka samningum óháð niðurstöðu. Þessar skyndi- legu hraðferðarhugmyndir bera keim taugaveiklunar og ætlaðar til flokkspólitísks heimabrúks fremur en að ljúka viðkvæmu, pólitísku máli með skynsamleg- um hætti. Því um það snýst þetta – að ná einhverri skynsemi í nið- urstöðuna. Hvernig á að færa málið á milli kosninga? En hvernig er þá best að færa aðildarviðræðurnar á milli kosn- inga? Tveir kostir blasa við. Annars vegar að samið verði um málið í stjórnarmyndunar- viðræðum að loknum kosningum. Hins vegar að þjóðin kjósi sam- hliða alþingiskosningum um það hvort halda eigi aðildarviðræðum áfram. Ég er sjálf þeirrar skoðun- ar að halda eigi viðræðum áfram og að menn sýni metnað og festu í yfirstandandi viðræðum þann- ig að ná megi hagfelldum samn- ingi fyrir land og þjóð. Þjóðin fær síðan tækifæri til að segja skoð- un sína á samningnum. Að hafna honum eða samþykkja. Sá val- kostur sem lagður er fyrir Íslend- inga verður hins vegar að byggja á bestu mögulegu niðurstöðu en ekki bara „einhverri niðurstöðu“ líkt og nú virðist eiga að leggja fyrir þjóðina þegar stjórnarskrá landsins er annars vegar. Staðreynd er að samningaferlið hefur verið undirorpið óeiningu innan núverandi ríkisstjórnar sem tafið hefur viðræður, sama hvað hver segir. Að ná hagfelldri samningsniðurstöðu mun taka drjúgan tíma. Því er farsælla í þessari stöðu að þjóðin segi til um framhald viðræðna samhliða þingkosningum í stað þess að umsóknarferlið verði notað sem skiptimynt við gerð stjórnarsátt- mála næstu ríkisstjórnar. Slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu á ekki, eins og sumir hafa lagt til, að blanda saman við forsetakosning- ar sem þá færu að snúast meira um ESB en hvernig forseta við Íslendingar viljum til næstu ára. Best færi á því að Íslendingar gætu strax í haust kosið til nýs þings fyrir margra hluta sakir og gæfist samhliða færi á að segja skoðun sína á framhaldi samn- ingaviðræðna. Best færi á því að Íslendingar gætu strax í haust kosið til nýs þings ... Framundan er tími aðalfunda og kjör stjórna fyrirtækja og eftir tæp tvö ár eða í september 2013 taka gildi ný lög sem kveða á um að hlutfall hvors kyns verði aldrei lægra en 40% í stjórnum stærri hlutafélaga. Þetta á við um öll fyrirtæki með fleiri en 50 starfsmenn. Það var umdeilt hvort það þyrfti löggjöf til að knýja fram jákvæðar breytingar í þessa átt. Staðreyndin er aftur á móti sú að viðhorfin eru að breytast og flest- ir eru nú sammála um að auka þurfti þátt kvenna í stjórnun fyr- irtækja og nýta þannig mikilvæga starfskrafta og þekkingu þeirra sem eru helmingur þjóðarinnar. Á Viðskiptaþingi þann 15. febrúar jókst hlutur kvenna í stjórn Viðskiptaráðs milli aðal- funda. Í fráfarandi stjórn voru konur 33% af aðalstjórnarmönn- um. Nú nemur hlutfall kvenna í aðalstjórn um 37%. Heiðursfélagar Viðskiptaráðs Á afar vel heppnuðu Viðskipta- þingi voru fimm karlar, fyrr- um formenn og velunnarar Við- skiptaráðs, sæmdir nafnbótinni Heiðursfélagi Viðskiptaráðs. Þeir voru; Davíð Scheving Thor- steinsson, Haraldur Sveins- son, Hjalti Geir Kristjánsson, Jóhann J. Ólafsson og Ragnar S. Halldórsson. Heiðursfélagi Við- skiptaráðs er sæmdarheiti sem veitt er mönnum er hafa lagt sér- staklega mikið af mörkum í þágu viðskiptafrelsis og framfara í atvinnulífinu. Þeir félagar áttu þetta svo sannarlega skilið og ég fann það á fundinum að þeir mátu það mikils að fá þessa viðurkenn- ingu. Katrín Pétursdóttir, for- stjóri Lýsis, tilkynnti um útnefn- inguna og sagði m.a: „Á langri sögu Viðskiptaráðs hefur margt áunnist. Gildin hafa ávallt verið þau sömu og eiga ekki síður við í dag en fyrir 95 árum þegar ráðið var stofnað. Og það vill stundum gleymast, svona í svartnættishjali og skrítinni pólítík, að sú umgjörð atvinnulífs sem við höfum byggt hér á Íslandi hefur skapað okkur afar góð lífskjör. Þetta er hins vegar allt mannanna verk og þeir eru margir sem lagt hafa hönd plóg og búið okkur sem á eftir ganga frjósaman jarðveg til rækt- unar“ Þeir sem hlutu sæmdarheitið Heiðursfélagi Viðskiptaráðs Íslands að þessu sinni voru ein- göngu karlar. Þegar þeir voru í forystu í viðskiptalífinu var það nánast undantekning að konur væru þar í hópnum. Þetta sýnir þá miklu breytingu sem orðið hefur á kynjahlutföllum í atvinnu- lífinu undanfarna 2-3 áratugi. Þurfum að leggja áherslu á góða stjórnarhætti Þann 8. mars næstkomandi verð- ur morgunverðarfundur á Grand Hóteli þar sem rætt verður um bætta stjórnarhætti með tilliti til kynjahlutfalls í stjórnum fyrir- tækja. Það er einmitt gott að ræða þetta nú þegar aðalfundatíminn er hafinn og mikilvægt að hvetja eigendur fyrirtækja og aðra þá sem geta haft áhrif á stjórnarkjör að huga að góðum stjórnarháttum og kynjahlutfalli í stjórnum fyrir- tækja auk annarra þátta, svo sem varðandi þverfaglega breidd og aldursdreifingu, sem skiptir máli. Háskólinn í Reykjavík hefur innan Opna háskólans verið undanfarin ár með námskeið undir heitinu „Ábyrgð og árang- ur stjórnarmanna“, sem er mik- ilvægur undirbúningur fyrir alla stjórnarmenn. Í þessu sam- bandi má benda á leiðbeining- ar um góða stjórnarhætti fyrir- tækja og þar má meðal annars líta til leiðbeininga OECD, Við- skiptaráðs Íslands, Kauphallar Íslands og Samtaka atvinnulífs- ins um stjórnarhætti fyrirtækja. Þá ætti einnig að horfa til leið- beininga um stjórnarhætti opin- berra fyrirtækja sem gefin hafa verið út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq OMX Ísland og Samtök- um atvinnulífsins og reglna ASÍ um samfélagslega ábyrgar fjár- festingar. Þeir sem eru í forystu í íslensku atvinnulífi verða að byggja upp trúverðugleika á ný. Heiðursfélagar í atvinnulífssam- tökum eftir aldarfjórðung verða vonandi konur og karlar í réttum hlutföllum. Aðalatriðið er samt að við höfum hæft fólk til að leiða fyrirtæki okkar í atvinnulífinu og ekki síður í stjórnmálum. Áhrif kvenna í atvinnulífinu eru að aukast Sameinumst um skynsamlega niðurstöðu ESB-aðild Þorgerður K. Gunnarsdóttir alþingismaður Atvinnulíf Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri hjá HR og stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Viðbygging/ stækkun á verslun Fiskikóngurinn ehf kt 440110-0100, óskar tilboða í viðbyggingu að Sogavegi 3. Um er að ræða stækkun uppá c.a 160 fm með kjallara. Allar teikningar og samþykki á stækkun liggja fyrir og hægt er að hefja framkvæmdir strax. Verklokum skal lokið 1. júní 2012. Tilboðshöfum er bent á að senda tilboðin á kristjan@ fiskikongurinn.is eða skila þeim inn í verslun okkar, Fiskikóngurinn Sogavegi 3, 108 Reykjavík, eigi síðar en 12. mars 2012. Tilboðsgögn má nálgast með því að senda tölvupóst á kristjan@fiskikongurinn.is eða í síma 896 0602 Kristján Berg. Tilboð óskast 525 8000 www.bilaland.is KLETTHÁLSI 11 og EIRHÖFÐA VIÐ ERUM Á TVEIMUR STÖÐUM: (Bílakjarninn) E N N E M M / S ÍA / N M 5 10 0 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.