Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 7. mars 2012 23 siminn.is/vefverslun 25% afsláttur af GSM aukahl utum í verslunum Sí mans og á siminn.is Bækur ★★★ ★★ Veiðimennirnir Jussi Adler-Olsen Þýðing: Hilmar Hilmarsson Vaka-Helgafell Jussi Adler Olsen er hratt rísandi stjarna í danska krimmaheiminum og eftir lestur á Veiðimönnunum er auðvelt að skilja hvers vegna. Sagan er lipurlega skrifuð, spennandi og mannleg og lögreglumaðurinn í forgrunni, Carl Mörck, er aldeilis yndislega ómögu- legt eintak, eins og lífseigir skáldaðir lögreglumenn gjarnan eru. Plott sögunnar er dálítið langsótt og í fyrstu á les- andinn erfitt með að kyngja því að þetta gæti verið danskur raunveruleiki dagsins í dag, en ef horft er framhjá því hefur sagan alla kosti sem prýða mega einn krimma: Skemmtilega absúrd lögregluteymi sem rannsakar málið, djöfullega þenkjandi glæpa- menn sem einskis svífast, leyndardómsfulla konu sem lengi framan af er erfitt að átta sig á hvort er ofsótt fórnarlamb eða primus motor í hinum hrotta- legu glæpum sem staðið hafa yfir áratugum saman án þess að upp kæmist. Fyrst og síðast er það þó yfirmaður deildar Q hjá dönsku ríkislögreglunni, hinn mislyndi Carl Mörck, sem heldur lesandanum við efnið. Hér er komin persóna sem auðveldlega er hægt að sjá fyrir sér að verði viðlíka uppáhald krimmalesandi Norðurlanda- búa og þeir forverar hans Wallander og Erlendur. Sérlundaður, brotinn og beyglaður, kynferðislega sveltur og eftir því upp- stökkur sprettur hann ljós- lifandi upp af síðum bókar- innar og kemur sér fyrir við hjartarætur lesandans, sem vart getur beðið eftir næstu sögu af eltingaleik hans við danska glæpa- menn. Aðrar persónur bók- arinnar eru einnig eftir- minnilegar, einkum útigangskonan Kimmie sem á sér bæði skuggalega og sára fortíð sem hlýtur að snerta hvern þann sem les. Assad aðstoðarmaður Mörcks og Rose ritari eru einnig skýrt dregnar og skemmtilegar persónur en aðeins of nálægt marg- tuggnum klisjum til að vera alveg sannfærandi. Sagan er skemmtilega skrifuð og mjög vel byggð, smáskammtalækningarnar í upplýsingaflæði eru úthugsaðar og alltaf í nákvæmlega réttu magni þannig að lesandinn er knúinn til að lesa áfram til að fá fleiri bita í púsluspilið og sjá heildarmyndina. Þýðing Hilmars Hilmarssonar er í flesta staði prýðileg. Rennur vel og er mestan part á eðlilegu íslensku máli. Einstaka hráþýðingarglappaskot hefur þó komist í gegn, eins og þegar sagt er að maður svitni undir handleggjunum, en miðað við það sem viðgengst í þýðingum þessa dagana er auðvelt að líta fram hjá því. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Vel skrifaður og spennandi krimmi með óvæntri fléttu. Carl Mörck er arftaki Wallanders og Erlendar. Útigangs-Jóna og sérarnir Öld fram af öld hafa Íslendingar spunnið þráð, prjónað, ofið og saumað út. Svo er enn. Sýning sem Textilfélag Íslands er með á Korpúlfsstöðum gefur mynd af þeirri breidd sem þráðlistir á Íslandi spanna um þessar mundir. Þar getur að líta prjónahönnun, fatahönnun, veflistaverk, tauþrykk og þæfingu. Einnig útsaum, pappírsverk, ljós- myndaverk og margs konar óhefðbundin þráðlistaverk unnin í blandaðri tækni. Sýnendur eru 40, eða um helming- ur félaga í Textilfélagi Íslands. Sýningin er opin frá klukkan 14 til 18 fimmtudaga til sunnudaga. Hún er í stóra salnum á 2. hæð á Korpúlfsstöðum og stendur til 25. mars. Aðgangur er ókeypis. - gun Þráðlistin á djúpar rætur í landinu Á KORPÚLFSSTÖÐUM Þóra Björk Schram gerði lampana, svörtu kjólarnir í bakgrunni eru eftir Rósu Helgadóttur. M YN D /K R ISTVEIG H A LLD Ó R SD Ó TTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.