Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 22
„Námskeiðið var á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar og hluti af alþýðlegri námskeiðaröð þar sem tónlist er kynnt frá ýmsum hliðum,“ upplýsir Helga en með þeim Jóni Þorsteini var Ásgeir S. Sigurðsson harm- óníkusafnari á Ísafirði. Hann tók með sér sýnis- horn úr safni sínu, bandóneon og aldagamla díatón- íska harmóníku. „Svo tók hann eina harmóníku í sundur til að leyfa fólki að sjá hvernig hún lítur út að innan,” lýsir Helga glaðlega Helga segir fólk almennt vanmeta möguleika harmóníkunnar. „Við byrjuðum námskeiðið á því að spila týpískt harmóníkulag við söng Sveins Enoks Jóhanssonar en það lýsti vel þeirri ímynd sem flest- ir hafa af harmóníkunni,“ segir Helga en í fram- haldinu töluðu þau um harmóníkuna, sögu hennar og uppruna, hvernig hún er samsett og hvernig hún virkar. Einnig fjölluðu þau um hlutverk harmón- íkunnar fyrr og nú og hvernig tónlist var leikin á hana á mismunandi tímum. „Inn á milli spiluðum við svo tóndæmi en á harmóníku er hægt að leika alls konar tónlist, allt frá gömlu dönsunum og klass- ískri tónlist til þjóðlaga- og balkantónlistar,“ segir Helga og játar að jafnvel popptónlist megi spila á harmóníku þó þau hafi ekki haft um það tóndæmi á námskeiðinu. Helga Kristbjörg er fædd og uppalin á Ísafirði og því var henni ljúft og skylt að kynna harmóníkuna fyrir bæjarbúum. Hún segir áhuga þeirra Jóns Þorsteins hafa vaknað þarna á því að kynna harm- óníkuna enn frekar fyrir fólki og tekur fram að þau séu mjög opin fyrir því að halda fleiri slík námskeið ef áhugi er á. solveig@frettabladid.is Helga og Jón Þorsteinn vilja gjarnan kynna heillandi heim harmóníkunnar fyrir landanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Framhald af forsíðu www.baendaferdir.is s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Á bökkum Dónár 12. - 21. júní Travel Agency Rým ingar sala Allra síðasti dagur. Allar vörur á 1000 kr. Lokum kl. 18:00 Alla virka daga kl. 18.00 Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ „Við ákváðum að ganga í þenn- an fjallgönguhóp hjá Ferðafélagi Íslands þótt við hefðum litla reynslu á þessu sviði. Fjallaferð- irnar eru nokkurn veginn um hverja helgi og er gengið á eitt fjall í nágrenni höfuðborgarinnar í hvert sinn. Veðrið hefur engin áhrif á þennan hóp,“ segir Þórir. Hann telur þó betra að eiga rétta búnaðinn því oft er mjög kalt í veðri. „Við fórum á Kerhólakamb fyrir rúmum tveimur vikum í kulda og stórhríð, efst uppi. Ætli það hafi ekki verið erfiðasta ferðin til þessa,“ segir Þórir. Um síðustu helgi var farið á Stóra-Meitil en næst er það Geita- fell. „Við byrjuðum á lágum fjöll- um en svo hafa þau farið hækk- andi. Maður þarf að taka þetta alvarlega og gott er að stunda lík- amsrækt á milli ferða. Við vorum ekki í góðu formi í upphafi en höfum tekið okkar tak og stundum nú bæði líkamsrækt. Að taka þátt í þessu verkefni er liður í því að hvetja sjálfan sig. Vinafólk okkar hnippti í okkur með þetta og svo eru nokkrir í þessum hópi sem við þekktum svo þetta er góður félagsskapur. Um 140 manns skráðu sig til þátttöku í upphafi,“ segir Þórir. Betri líðan „Mér fannst vera kominn tími til að hreyfa mig,“ segir Þórir og bætir því við að hann finni mik- inn mun á sér frá áramótum. „Ég er líkamlega hraustari og er að ná upp þreki auk þess að vera úthaldsmeiri. Ég hef spilað fót- bolta einu sinni í viku í nokkur ár og finn að þessi aukna hreyfing hjálpar mér í boltanum. Maður er fyrst og fremst að styrkja sig lík- amlega og það hefur síðan áhrif á sálartetrið og líðan á alla kanta. Þetta er líka rosalega skemmti- legt. Páll Ásgeir Ásgeirsson fer fyrir hópi fararstjóra í þessum ferðum og hefur haldið úti fés- bókarsíðu þar sem menn skiptast á upplýsingum og myndum. Í maí verður síðan farið upp á Hvanna- dalshnúk sem verður töluverð hækkun,“ segir Þórir. Andlega krefjandi starf Þórir er í andlega krefjandi starfi hjá Rauða krossinum og þar hafa menn áhyggjur af hungursneyð- inni í Afríku. „Við erum með aðstoð í Sómalíu þar sem er hrika- legt ástand. Síðan er í uppsiglingu hungursneyð í vestanverðri Afr- íku, sunnan við Sahara-eyðimörk- ina. Þar hafa orðið uppskerubrest- ir og vopnuð átök eiga sér stað. Þess utan höfum við sent föt til Hvíta-Rússlands þar sem gífurleg frost hafa verið. Við höfum þegar sent tvo fjörutíu feta gáma með fatnaði. Einnig höfum við verið að þjálfa fólk fyrir náttúruhamfarir hér á landi. Það þarf til dæmis að skipuleggja hjálparaðstoð við Ísland utanlands frá ef til mik- illa hamfara kæmi. Við þurfum sem sagt að búast við því versta en vonast svo til þess að ekkert gerist,“ segir Þórir Guðmundsson. elin@frettabladid.is Upp á fjöll um hverja helgi Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálparstarfssviðs Rauða krossins, og eiginkona hans, Steinunn Arn- þrúður Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Biskupsstofu, ákváðu um áramótin að ganga á 52 fjöll á árinu. Þórir og eiginkona hans, Adda Steina, á Stóra-Meitli ásamt fleirum úr fjallgönguhópnum. Framleiðsla á Chevrolet Volt verður stöðvuð í fimm vikur. Ástæðan er sú að óseldir nýir Volt-bílar hafa hrannast upp. Þó jókst salan um 60 prósent í febrúar en hún hafði áður nánast stöðvast vegna atviks sem kom upp í kjölfar árekstrarprófunar bílsins þar sem kviknaði í rafgeymi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.