Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 16
7. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR16 timamot@frettabladid.is „Sögufélag er útgáfufélag sem hefur í 110 ár haft það markmið að gefa út bækur og rit um sögu Íslands. Útgáfan hefur gengið upp og niður í áranna rás en við erum mjög stolt af því sem eftir okkur liggur,“ segir Guðni Th. Jóhann- esson, forseti Sögufélagsins sem í dag fagnar 110 ára afmæli. Ekki er ætl- unin að efna til hátíðarhalda í tilefni afmælisins en félagið ætlar þó að nota tækifærið og kynna nýjungar í starfi félagsins. „Í tilefni afmælisins hefur Sögu- félagið afráðið að setja öll tölublöð Sögu til ársins 2006 á vefinn timarit. is. Það er rúm hálf öld síðan Saga hóf göngu sína. Nú þegar tímaritið verður aðgengilegt á netinu verður notagildi greina sem í því er að finna meira því hægt verður að leita í þeim eftir leit- arorðum,“ segir Guðni. Þess má geta að nýverið flutti Sögufélagið skrif- stofu sína. Hún hefur um árabil verið til húsa í Fischersundi í miðbæ Reykja- víkur en nýverið var ákveðið að leigja út húsnæði félagsins og hefur það flutt aðstöðu sína í Skeifuna og verður með sameiginlega afgreiðslu með Hinu íslenska bókmenntafélagi. „Þegar félagið var stofnað var mikið og náið samráð við félagið þannig að það fer vel á þessari samvinnu.“ Eins og áður sagði er rauði þráður- inn í starfsemi Sögufélagsins útgáfa bóka og Sögu. Nýjasta bók félagsins er bók Páls Björnssonar, Jón forseti allur?, sem kom út fyrir jólin. „Hún hreppti Hin íslensku bókmenntaverð- laun í flokki fræðibóka, sem er mik- ill heiður fyrir Pál og vonandi fyrir félagið. Við reynum ætíð að vanda til verka en bækurnar sem við gefum út vekja mismikla athygli. Þær fræði- legri ná kannski síður til almennings en eru engu að síður afar mikilvægar,“ segir Guðni. Viðfangsefni rannsókna sagnfræðinga eru margvísleg og segir Guðni þau hafa orðið mun fjölbreyti- legri á síðustu árum en áður tíðkaðist. „Þegar félagið var stofnað voru sagan og sjálfstæðisbaráttan samof- in, tilgangur sögunnar var að efla ætt- jarðarást með þjóðinni. Nú er horft víðar yfir sviðið og menn farnir að beina sjónum að fleiri hópum en áður tíðkaðist. Efahyggjan er líka meiri, sagnfræðingar efast meira um mögu- leikann á því að hægt sé að segja í eitt skipti fyrir öll frá því sem raunveru- lega gerðist, menn gera sér grein fyrir að sjónarhorn sagnfræðingsins skiptir máli.“ Fjölbreytilegar greinar í tímaritinu Sögu bera grósku í sagnfræði vitni en félagar í Sögufélaginu fá ritið auk þess að fá afslátt af bókum félagsins. „Allt áhugafólk um liðna tíð er velkomið í Sögufélag og þar að auki má kannski segja að það sé siðferðisleg skylda menntaðra sagnfræðinga að vera í félaginu,“ segir Guðni að lokum. sigridur@frettabladid.is SÖGUFÉLAGIÐ: NÝ HEIMASÍÐA Í TILEFNI 110 ÁRA AFMÆLIS VIÐ ERUM MJÖG STOLT AF ÞVÍ SEM EFTIR OKKUR LIGGUR GUÐNI TH. JÓHANNESSON Forseti Sögufélags segir fagnaðarefni að eldri árgangar Sögu, tímarits félagsins, séu orðnir aðgengilegir á vefnum timarit.is. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON RACHEL WEISZ leikkona á afmæli í dag. „Ég tel ekki að sálufélagi manns þurfi að hafa sömu stjórnmálaskoðanir og maður sjálfur.“ Lagið „We Are the World“ var gefið út þennan dag árið 1985 eða fyrir 27 árum. Ágóði af laginu rann til fórnarlamba hungursneyðar í Afríku en það var söngvarinn Harry Belafonte sem var lykilmaður í að bandarískir tónlistarmenn tækju sig saman og gæfu vinnu sína fyrir gott málefni, líkt og breskir kollegar þeirra höfðu gert nokkrum mánuðum fyrr með laginu Do They Know It‘s Christmas. Höfund- ar lagsins voru þeir Michael Jackson og Lionel Richie, upptökum stjórnuðu Quincy Jones og Michael Omartian og helstu poppstjörnur Bandaríkjanna fluttu lagið á þeim tíma. Smáskífan með laginu seldist í 20 milljónum eintaka en innan við þrjátíu smáskífur hafa selst í svo stóru upp- lagi. ÞETTA GERÐIST: 7. MARS 1985 „We Are the World“ gefið út Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, mágur og barnabarn, Guðbjörn Karlsson læknir, lést miðvikudaginn 29. febrúar í Colorado, Bandaríkjunum. Hann verður jarðsettur í Bandaríkjunum laugardaginn 10. mars. Minningarathöfn fer fram síðar á Íslandi. Julia Woods Karlsson Nika Karlsson Anya Karlsson Karl Ásmundsson Bergþóra Guðbjörnsdóttir Karl Rúnar Karlsson Caitlin Dulac Jóhann Ásmundsson Guðbjörn Guðjónsson Ásmundur Bjarnason Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Eiríkur Egill Jónsson stýrimaður, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík 26. febrúar, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 9. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnaskóla sjómanna. Guðlaug S. Eiríksdóttir Elo Gartmann Jón Ágúst Eiríksson Elísabet Magnúsdóttir Sigurbjörn Eiríksson Elva Kristjánsdóttir Helga Eiríksdóttir Einar Bjarnason afabörn og langafabörn. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR 70 ára afmæli Lára M. Gísladóttir Í dag, miðvikudaginn 7. mars, verður Lára M. Gísladóttir, varaformaður Thorvaldsensfélagsins, sjötug. Af því tilefni verður fjölskyldan með opið hús í Víkingsheimilinu, Traðar- landi 1, Reykjavík, í dag frá kl. 18.00 til 20.00. Fjölskyldan væntir þess að fá að sjá sem flesta af vinum Láru og fjölskyldunnar. Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Kristins Gíslasonar kennara, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 22. febrúar, fer fram frá Áskirkju mánudaginn 12. mars kl. 13.00. Jakob Líndal Kristinsson Kristín Gísladóttir Halldóra Kristinsdóttir Þorkell Traustason Gísli Kristinsson Bjarney Sigvaldadóttir Jónína Vala Kristinsdóttir Gylfi Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn. Robert (Rab) Christie Grettisgötu 43 A, varð bráðkvaddur á heimili sínu 28. febrúar sl. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 8. mars kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á MS-félagið. Fyrir hönd aðstandenda, Grainne Morris og Anne Hutchinson Móðir okkar, Guðrún Ólafsdóttir frá Efra-Lóni, Skálagerði 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum 2. mars. Sigríður Sigurðardóttir Þóra G. Sigurðardóttir Jónína Stefanía Sigurðardóttir Ólöf Unnur Sigurðardóttir Anna Björk Sigurðardóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.