Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 4
7. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR4 GENGIÐ 06.03.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 227,6375 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,73 126,33 198,3 199,26 165,2 166,12 22,219 22,349 22,173 22,303 18,594 18,702 1,5523 1,5613 193,57 194,73 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Ætlar þú að breyta um lífsstíl? Heilsulausnir henta einstaklingum sem glíma við offitu, hjartasjúkdóma og/eða sykursýki. Hefst 12. mars Kynningarfundur í kvöld 7. mars kl. 20:00 Allir velkomnir Á BJÖRGUNARÆFINGU Öryggismál sjó- manna hafa verið mikið í deiglunni að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÖRYGGISMÁL Landssambandi smá- bátaeigenda (LS) hefur verið greint frá þeirri skoðun innanrík- isráðherra að skylt verði að hafa björgunarbúninga um borð í smá- bátum. Nú er aðeins skylt að hafa vinnuflotgalla um borð í bátun- um, en mikill munur er á þessum björgunartækjum. Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri LS, greindi frá þessu á félagsfundi í Kletti – félagi smá- bátaeigenda fyrir stuttu, eins og kemur fram á heimasíðu LS. Erni var greint frá skoðun ráðherra á fundi í ráðuneytinu. Örn fékk þær upplýsingar á fundinum að fyrirhuguð breyt- ing á reglum yrði unnin í nánu samráði við LS og sérfræðinga Siglingastofnunar. - shá Ráðherra vill aukið öryggi: Björgunarbún- inga í alla báta VIÐSKIPTI Neytendastofa hefur sektað Eymundsson, Krónuna, Nettó, Office 1 og Hagkaup um hálfa milljón króna hvern rekstr- araðila vegna tilboða á bókum. Neytendastofa fór fram á að fyrirtækin sönnuðu að tilboðs- bækur sem seldar voru fyrir jól hafi verið seldar á því verði sem auglýst var sem fyrra verð. Nettó, Office 1 og Krónan gátu ekki sýnt fram á að bækurnar hefðu verið seldar á fyrra verði. Og þótt Hagkaup og Eymundsson hafi getað það taldi Neytendastofa tilboð þeirra ekki fela í sér raun- verulega verðlækkun og að fyrir- tækin hafi blekkt neytendur með villandi upplýsingum um verð- lækkunina. - óká Fimm borga 500 þúsund: Sektað vegna jólabókatilboða JÓLABÆKUR Neytendastofa segir fólk hafa verið blekkt fyrir jól með villandi upp- lýsingum um verð bóka. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Skipað í stöðu prófessors Guðmundur Hálfdanarson sagn- fræðingur hefur verið skipaður í prófessorsstöðu við Háskóla Íslands sem tengd er nafni Jóns Sigurðssonar. Alþingi samþykkti á hátíðarþingfundi 15. júní 2011 tillögu um að stofna stöðuna, en í fyrra voru 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Guð- mundur tekur við starfinu 1. apríl. MENNTAMÁL Ný lögreglustöð opnuð Lögreglan á Suðurnesjum hefur opnað nýja hverfislögreglustöð á Ásbrú. Viðvera verður þar eftir hádegi. Stöðin var opnuð formlega á laugar- daginn og var íbúum í hverfinu boðið að kynna sér starfsemi lögreglunnar. LÖGREGLUMÁL Meiri umferð en í fyrra Umferð á höfuðborgarsvæðinu var 2,5 prósentum meiri nú en í fyrra samkvæmt tölum Vegagerðarinnar. Mest jókst umferðin um Hafnar- fjarðarveg, en þar jókst hún um 4,3 prósent milli ára. SAMGÖNGUMÁL DÓMSMÁL Orkuvinnslufyrirtæki gætu þurft að greiða háar fjárhæð- ir í fasteignagjöld af vatnsréttind- um í kjölfar nýs úrskurðar innan- ríkisráðuneytisins. Í desember 2009 ákvað Þjóðskrá Íslands að meta ætti til fasteigna- mats vat ns - réttindi sem aðskilin voru frá jörðum við Jökulsá á Dal og framseld Lands- virkjun vegna gerðar Kára- hnjúkavirkj- unar. Lands- virkjun kærði þá ákvörðun til innanríkisráðu- neytisins. Fyrirtækið sagði meðal annars að slíkir efnislegir ann- markar væru á úrskurði Þjóðskrár að ógilda ætti hann. „Fráleit er sú túlkun sem Þjóð- skrá virðist leggja til grundvallar að miða beri við framsal eða sölu réttindanna. Slík réttindi geti svo áratugum skipti verið ónýtt og án nokkurs arðs fyrir rétthafa eftir að til sölu eða framsals vatnsrétt- inda hefur komið,“ segir um rök Landsvirkjunar í úrskurði inn- anríkisráðuneytisins sem fellst hvorki á þessa túlkun fyrirtækis- ins né kröfur þess. „Er eðlilegt í þessu sambandi að miða við það tímamark er nýting réttindanna hefst og þau geta þar með gefið af sér tekjur,“ segir ráðuneytið. Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir ekki ein- falt að meta hverju fasteignamatið muni skila Fljótsdalshéraði í fast- eignagjöldum. „Við viljum að fulltrúar Þjóð- skrár komi til fundar við okkur svo menn geti glöggvað sig betur á þessu,“ segir Björn og bendir á að samkvæmt ákvörðun Þjóð- skrár sjálfrar eigi fasteignamat- ið að liggja fyrir innan tveggja mánaða. Jafnvel þótt Landsvirkj- un fari með málið fyrir dómstóla fresti það ekki álagningunni. Þá segir Björn úrskurð ráðu- neytisins hljóta að taka til annarra vatnsréttinda innan sveitarfélagsins sem og annars staðar á landinu. „Þetta er í raun úrskurður um að það sé eðlilegt að meta vatnsréttindi til fasteigna- mats þegar viðkomandi eign hefur verið nýtt. Í Lagarfossvirkjun og Grímsárvirkjun eru líka vatnsrétt- indi sem þá er eðlilegt að meta til fasteignamats,“ segir bæjarstjór- inn. Óljóst er í hvaða gjaldflokk vatnsréttindin verða sett. Björn telur þau hljóta að verða annað hvort í flokki með hlunnindum þar sem álagningarhlutfallið er 0,5 prósent af fasteignamati eða þá í flokki með atvinnuhúsnæði þar sem hlutfallið er 1,65 prósent. Ekki náðist í Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar í gær. gar@frettabladid.is Gjöld á vatnsréttindi styggja Landsvirkjun Innanríkisráðuneytið staðfestir að vatnsréttindi Jökulsár á Dal eigi að taka til fasteignamats. Fljótsdalshérað vill að matinu sé hraðað svo hægt verði að leggja fasteignagjöld á vatnsréttindin. Úrskurðurinn hefur fordæmisgildi um allt land. GERÐ KÁRAHNJÚKAVIRKJUNAR Ágreiningur um verðmat vatnsréttinda við Jökulsá á Dal er nú til úrlausnar hjá Hæstarétti. Fljótsdalshérað vill hins vegar leggja fasteigna- gjöld á réttindin strax og miða þá við frummat frá árinu 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BJÖRN INGIMARSSON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 11° 8° 3° 10° 9° 3° 3° 20° 11° 14° 14° 26° 1° 9° 17° 0°Á MORGUN 8-20 m/s Hægast austan til. FÖSTUDAGUR Víða strekkingur, sums staðar allhvasst með ströndum. 3 1 -1 -10 1 -1 1 00 1 -1 1 2 0 -1 -1-1 -1 0 -6 11 18 12 20 13 11 11 11 12 11 11 10 VINDASAMT verður á landinu í dag og má búast við hvassviðri með suðurströndinni. Á morgun dregur úr vindi en áfram verður éljagangur sunnan- og vestan- lands. Á föstudag bætir svo aftur í vind og lítur út fyrir rigningu allra syðst en éljum vestan til. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður ÍRAN Sex áhrifamikil ríki, sem árum saman hafa átt í viðræð- um við Írani um kjarnorkuáform þeirra og alþjóðlegt kjarnorku- eftirlit, féllust í gær á frekari við- ræður í von um lausn á deilunni, sem magnast hefur jafnt og þétt undanfarnar vikur og mánuði. Það var Catherine Ashton, utanríkismálafulltrúi Evrópu- sambandsins, sem svaraði beiðni Írana um viðræðum fyrir hönd Bretlands, Frakklands, Þýska- lands, Bandaríkjanna, Rússlands og Kína. Síðustu viðræður við Írana, sem haldnar voru í ársbyrjun 2011, skil- uðu þó afar litlum árangri. Beinar og óbeinar hótanir, eink- um frá Ísrael og Bandaríkjunum, um árásir á Íran hafa smám saman orðið æ háværari. Á fundi þeirra Baracks Obama Bandaríkjaforseta og Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísra- els, í Washington um helgina sagði Netanajahú að nú væru síðustu for- vöð að hefja árásir á Íran, áður en þeim tækist að koma sér upp kjarn- orkuvopnum. Obama hefur viljað fara hægar í sakirnar, en segir berum orðum að hernaður gegn Íran sé ekki útilok- aður og lofar því að standa við bakið á Ísrael. Sjálfir hafa Íranar jafnan neit- að því að þeir séu að koma sér upp kjarnorkuvopnum, heldur sé stefna þeirra í kjarnorkumálum eingöngu sú að tryggja landsmönnum raforku. Óvíst er enn hvaða áhrif úrslit þingkosninganna í Íran í lok síðustu viku munu hafa á þessar deilur. Mahmoud Ahmadinejad forseti, sem enn á meira en ár eftir af sínu kjörtímabili, verður í minnihluta þegar nýkjörið þing kemur saman í maí. - gb Ísraelar segja síðustu forvöð að fara að hefja árásir á Íran og Bandaríkjamenn útiloka ekki aðgerðir: Hafa fallist á nýjar viðræður við Írana Á FUNDI Í WASHINGTON Hernaður gegn Íran var til umræðu á fundi þeirra Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Baracks Obama Bandaríkja- forseta. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.