Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 2
7. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR2 DÓMSMÁL Fresta varð til dagsins í dag aðalmeðferð í máli þriggja manna sem ákærðir eru fyrir manndrápstilraun í Bryggju- hverfinu í Reykjavík síðasta haust þegar lykilvitni í málinu mætti ekki fyrir dóm í gær. Málið er flutt fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur. Vitnið sem ekki mætti fyrir dóminn var í bílnum sem menn- irnir skutu í tvígang á úr hagla- byssu. Vitnið er það eina sem á eftir að yfirheyra fyrir dómi. Við meðferð málsins á mánudag flutti réttargæslumaður vitnisins þau skilaboð að það hefði fallið frá 1,2 milljóna miskabótakröfu vegna málsins. Sá sem einnig var í bílnum hefur ekki fallið frá sinni kröfu. Þegar vitnið, sem átti að mæta fyrir dóminn klukkan níu í gær- morgun, fannst ekki á heimili sínu var gefin út á hendur því hand- tökuskipun. Hafi lögregla uppi á vitninu er ráðgert að aðalmeðferð í málinu ljúki í dag. Árásin sem ákært er fyrir er liður í fíkniefnauppgjöri. Sakborn- ingarnir þrír bera því við að hafa ekki ætlað að meiða neinn með byssunni, bara hræða. - óká Krókhálsi 11 · Sími 590 2160 · askja.is/notadir-bilar ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Skoda Octavia 4x4 Árgerð 2006, ekinn 98.000 km. Verð 2.190.000 kr Tilboð 1.990.000 kr. SAKBORNINGAR Tómas Pálsson Eyþórsson, Axel Már Smith og Kristján Halldór Jens- son í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Aðalmeðferð stendur yfir í sakamáli vegna skotárásar í Bryggjuhverfi í haust: Lykilvitni mætti ekki fyrir dóm SKIPULAGSMÁL Fimm tillögur hafa verið valdar af dómnefnd í hug- myndasamkeppni um skipu- lag á Ingólfstorgi til að fara úr fyrra þrepi til frekari úrvinnslu í seinna þrepi samkeppninnar. „Í seinna þrepi munu þátttak- endur vinna frekar úr hugmynd- um sínum um hönnun hótels og almenningsrýma innan reits- ins ásamt því að útfæra nánar tengingar við borgarumhverfið,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Stefnt er að því í lok mars að álit og umsögn dómnefndar um til- lögurnar ásamt keppnislýsingu verði send út til þeirra fimm sem voru valdar af dómnefnd til þátt- töku í seinna þrepið sem er fram- kvæmdasamkeppni. - gar Samkeppni á Ingólfstorgi: Fimm áfram á seinna þrepið SVÍÞJÓÐ Tveir karlar og ein kona fundust látin í Stokkhólmi og nágrenni um helgina. Grunur leik- ur á að öll hafi þau verið myrt. Maður á sjötugsaldri fannst lát- inn á heimili sínu suður af Stokk- hólmi á föstudagskvöld. Eiginkona hans er í haldi lögreglu vegna málsins. Ekki er þó víst að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Þá fannst 44 ára kona látin á heimili sínu á laugardag. Sam- býlismaður hennar hefur verið handtekinn auk þess sem annar hefur verið yfirheyrður. Loks fannst karlmaður látinn fyrir utan íbúðarhús aðfaranótt sunnudags og hafa tveir verið handteknir grunaðir um að hafa ráðið honum bana. - þeb Fundust látin um helgina: Þrjú talin myrt í Stokkhólmi NOREGUR Afsögn Auduns Lysbakken, ráðherra jafnréttismála í Noregi, virðist ætla að draga dilk á eftir sér. Hann heldur því fram að þau brot, sem hann er sakaður um, hafi almennt tíðkast í flestum ráðuneyt- um norsku ríkisstjórnarinnar. Lysbakken sagði af sér þegar upp komst að hann hafi síðastliðið haust veitt ungliðahreyfingu síns eigin flokks styrk úr ríkissjóði. Brot- ið fólst í því að önnur sambærileg samtök höfðu ekki vitneskju um, að slíkur styrkur stæði til boða. Norski ríkisendurskoðandinn seg- ist hvorki sérlega hissa né sérlega hneykslaður á þessu, og staðfest- ir að sams konar brot hafi tíðkast árum saman. Lysbakken þótti fram á síðustu daga nokkuð öruggur um að taka við formennsku í Sósíalíska vinstriflokknum af Kristínu Hal- vorsen, á landsfundi flokksins um næstu helgi. Í viðtali við norska ríkisútvarpið segist Halvorsen enn styðja Lysbakken til forystu. - gb Norskur ráðherra segir af sér: Halvorsen styð- ur hann áfram DÓMSMÁL Björn Bjarnason, fyrr- verandi dómsmálaráðherra, ætlar að áfrýja dómi sem hann hlaut fyrir meiðyrði í garð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns í gær. Héraðsdómur komst í gær að þeirri niðurstöðu að tvenn ummæli í bók Björns, Rosabaugur yfir Íslandi, hefðu falið í sér meiðyrði. Birni var ekki gerð refsing vegna þessa, en hann var dæmdur til að greiða Jóni Ásgeiri 200 þús- und króna miskabætur, 200 þúsund krónur til að kosta birtingu dóms- ins í fjölmiðlum og til að greiða 500 þúsund króna málskostnað. Björn segir á heimasíðu sinni að málinu verði áfrýjað: „Það er óhjá- kvæmilegt að fá niðurstöðu Hæsta- réttar um það hvort héraðsdómur sé réttur. Reynist svo hafa dómstólar mótað nýja og þrönga málfrelsis- reglu sem felst í því að menn eiga ekki lengur leiðréttingu orða sinna heldur geta setið uppi með mörg hundruð þúsundir króna í kostn- að vegna ritvillu.“ Dómurinn taldi það Birni til tekna að hafa leiðrétt ummælin á áberandi hátt, en sagði slíkt ekki leiða til refsileysis. Jón Ásgeir taldi þrenn ummæli í bókinni stangast á við lög. Í bókinni sagði Björn að Jón Ásgeir hafi verið dæmdur fyrir fjárdrátt, en ekki meiri háttar bókhaldsbrot eins og rétt er. Einnig að Jón Ásgeir hafi verið sakfelldur fyrir fleiri ákæru- liði en hann var í raun sakfelldur fyrir. Hvort tveggja taldi dómur- inn meiðyrði og ákvað að ummælin skyldu dæmd dauð og ómerk. Dómurinn taldi það hins vegar ekki meiðyrði að Björn hafi ranglega sagt Jón Ásgeir ákærðan í ákærulið sem fjallaði um meint brot annars ákærða. - bj Björn Bjarnason dæmdur til að greiða Jóni Ásgeiri Jóhannessyni miskabætur vegna dóms í meiðyrðamáli: Björn áfrýjar dómnum til Hæstaréttar BJÖRN BJARNASON JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Nanna, eru menn þá ekkert hræddir við ykkur? „Það er ekkert að óttast. Þótt við séum skrímsli þá erum við með stór hjörtu.“ Hljómsveitin Of Monsters and Men er á leið í tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada. Þegar er uppselt á flesta tón- leikana. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir er söngkona hljómsveitarinnar. SÝRLAND, AP Sýrlenski herinn varpaði sprengjum á bæinn Hirak í sunnanverðu Sýrlandi í gær og átti í hörðum átökum við liðhlaupa úr hernum. Stjórnarandstæðingar fullyrða að sprengjum hafi jafnvel verið varpað á moskur. Flóttafólk frá Sýrlandi, sem kom til Líbanons á mánudag, segist hafa óttast að verða myrt á heimili sínu. Stjórn- arherinn hafi elt fólk uppi af mik- illi grimmd. Undanfarna daga hafa þúsundir manna flúið yfir landa- mærin til Líbanons. Átökin hafa kostað meira en sjö þúsund manns lífið frá því þau hófust. - gb Hörð átök í Sýrlandi: Flóttafólk lýsir grimmd hersins FLÓTTAFÓLK Í LÍBANON Segir stjórnar- herinn hafa elt fólk uppi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ORKUMÁL Sala Orkuveitunnar í erlendum dótturfélögum, Enex-Kína og Envent Holding, sem var án aug- lýsingar, er orðin að sjóðheitu póli- tísku þrætuepli. Í gær var salan gagnrýnd á fundi borgarstjórnar en í kjölfarið fylgdu föst skot sem bár- ust til fjölmiðla í gærkvöldi, bæði frá stjórnendum OR og fulltrúum minnihlutans í borgarstjórn. Vegna umfjöllunar um söluna sendi Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður OR, frá sér yfir- lýsingu þar sem kemur fram að OR hafi átt engra annarra kosta völ en að selja hluti sína. Ástæðan var samkomulag REI við Geysir Green Energy (GGE) frá í marsmánuði árið 2010. Þar skuldbundu félögin sig gagnvart hvort öðru til að taka þátt í söluferli félaganna þegar og ef annar aðila krefðist þess. Sérstak- lega er tekið fram að samkomulag- ið var samþykkt af stjórn REI í for- mannstíð Kjartans Magnússonar 23. mars 2010 og undirritað af fram- kvæmdastjóra félagsins, Hjörleifi Kvaran, sama dag. Af samkomulaginu leiddi, segir Haraldur, að stjórn og stjórnend- ur REI stóðu frammi fyrir því vali í júní 2011 að gera annað tveggja; selja hlut sinn í Enex-Kína og Envent til Orku Energy (OE) sem GGE hafði samþykkt ellegar kaupa hlut GGE. „Sem sagt fá 300-400 milljónir í kassann eða leggja út 1.800 milljón- ir. Allar aðstæður í rekstri REI og ekki síður OR voru með þeim hætti að valið varð næsta einfalt.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í borgarstjórn í gær að málið væri grafalvarlegt, en þar var það hart gagnrýnt að OR seldi eignirnar án auglýsingar. Hanna Birna sagðist Hart deilt um sölu erlendra eigna OR Sala Orkuveitunnar á erlendum dótturfélögum án auglýsingar veldur titringi í borgarpólitíkinni. Stjórnendur OR verja ákvörðunina og vísa til gamals sam- komulags. Minnihluti borgarstjórnar blæs á rökin og vísar í nýjar reglur á móti. undrast að meirihlutinn hafi ekki tekið á málinu og krafði borgar- stjóra um svör. Haraldur svaraði í raun kallinu með því að blanda sér í málið með tilkynningunni, en þar er í raun sagt að salan hafi ekki lotið reglum um sölu eigna vegna sam- komulagsins milli REI og GGE. Í tilkynningu sjálfstæðismanna og Vinstri grænna til fjölmiðla í gærkvöldi segir að þessi skýr- ing standist enga skoðun þar sem hvergi er minnst á slíkt í umræddu samkomulagi auk þess sem í milli- tíðinni höfðu verið samþykktar sér- stakar verklagsreglur um fyrir- komulag á sölu eigna í stjórn OR. „Ef meirihluti stjórnar eða for- svarsmenn fyrirtækisins töldu það þjóna betur hagsmunum fyrir- tækisins að fara aðra leið en að aug- lýsa opinberlega, líkt og gera á, hefði stjórnarformaðurinn átt að fá til þess heimild í stjórn OR,“ segir í tilkynningu minnihlutans. svavar@frettabladid.is STJÓRNARFORMAÐURINN Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður OR, segir söluna hafa verið óumflýjanlega vegna gamals samkomulags. RÉTTABLAÐIÐ/GVA Félagið Orka Energy Holding keypti erlend dótturfyrirtæki OR sem áður voru inni í útrásararmi hennar, Reykjavík Energy Invest (REI). Um er að ræða félagið Iceland America Energy, sem er í slitameðferð, 19,53% í Enex Kína og tæplega fjórðungshlut í Envent Holding. OR fékk 365 milljónir króna fyrir eignarhluti sína, samkvæmt aðgerðaáætlun fyrirtækisins og eigenda þess. Orka Energy Holding er í eigu Orka Energy Pte. Ltd. Það félag er í eigu Hauks Harðarsonar, sem er kjölfestufjárfestir í félaginu, og starfsmanna Orku Energy Holding, eins og greint var frá í Fréttablaðinu 1. mars. Orka Energy kaupir af Orkuveitunni SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.