Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 32
Netfang auglýsingadeildar
auglys ing ar@markadurinn.is
Veffang visir.is
Netfang
rit stjorn@markadurinn.is
Sími 512 5000 Fax 512 5301
BANKAHÓLFIÐ
Magnús Þorlákur
Lúðvíksson
Örn Pálsson, hjá Landssam-
bandi smábátaeigenda.
ERLENT MYNDBAND
Farið yfi r nokkur góð
fjárfestingaráð.
Frá haustinu 2008 hefur ekki verið
vöntun á yfirlýsingum um að hinir
eða þessir þættir samfélagsins hafi
verið svo til ónýtir. Með öðrum
orðum virðist hrunreynslan hafa
fengið marga til að álykta að þar
sem hér hafi orðið bankahrun hafi
ákveðnir þættir samfélagsins verið
svo fúnir að þeim beri einfaldlega
að fleygja.
Lengst hefur málflutningur sem
þessi gengið þegar honum hefur
verið beint að heilu stéttunum.
Þannig hefur til dæmis verið bent á
að lögfræðingum hafi mistekist að
koma vondu köllunum í steininn,
að hagspár hagfræðinga hafi ekki
staðist eða þá að endurskoðendur
hafi látið vera að kynna sér stöðu
fyrirtækja sem þeir endurskoðuðu.
Vafalaust er sannleikskorn í gagn-
rýni á framgöngu ákveðinna stétta í
aðdraganda hrunsins. Sú niðurstaða
að stéttirnar séu einskis virði eða
að fræðin þurfi að endurskoða frá
grunni á hins vegar ekki rétt á sér.
Raunar byggja niðurstöður sem
þessar í nær öllum tilfellum á gall-
aðri röksemdafærslu. Þeirri hug-
mynd að hlutirnir séu annað hvort
í lagi eða skelfilegir, að ekki sé til
grátt svæði. Þannig leyfa menn sér
að stökkva frá þeirri fullyrðingu að
eitthvað hafi verið í ólagi að þeirri
niðurstöðu að það sé einskis virði.
Vandinn er sá að skákborð lífsins er
ekki svart og hvítt.
Annað dæmi um málflutning
sem þennan má finna í umræðu
um fjármálaeftirlit. Þannig hefur
því merkilega oft verið haldið fram
að þann lærdóm megi draga af
hruninu að fjármálaeftirlit geti ekki
komið í veg fyrir bankakrísur. Því sé
allt eins hægt að sleppa því eða í
það minnsta draga verulega úr því.
Niðurstaðan byggir á þeirri réttmætu
athugun að fjármálaeftirlit á Íslandi
var ekki í lagi árin fyrir hrun þrátt
fyrir nokkurn kostnað við eftirlitið.
Það er vitaskuld rétt en niðurstaðan
sem sett er fram í kjölfarið er órök-
rétt. Það eina sem bankahrunið
hefur staðfest varðandi fjármála-
eftirlit er það sem við vissum fyrir;
að það eru alltaf til staðar ákveðnar
líkur á bankakrísu. Við getum
ímyndað okkar að ákveðnar reglur
um fjármálamarkaði fækki banka-
krísum um helming (tala dregin úr
hatti). Röksemdafærslan sem hér
hefur verið lýst er að segja að þar
sem eftirlitið bresti stundum sé það
einskis virði!
Val um það hve öflugu fjármála-
eftirliti skal standa fyrir byggir á því
að vega saman ábatann við minni
áhættu og kostnaðinn við eftirlitið.
Það er auðvitað ekki nema eðlilegt
að menn komist að ólíkum niður-
stöðum um það hvar heppilegasta
jafnvægið er að finna. En það að
fjármálaeftirlit hafi ekki verið full-
komið á Íslandi fyrir hrun leiðir ekki
af sér að slíkt eftirlit geti ekki verið
gagnlegt. Bankakrísur eru djöfull
dýrkeyptar, nokkurn kostnað má
greiða fyrir það að fækka þeim.
Fleygjum fúnu
innviðunum!