Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 07.03.2012, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 7. mars 2012 27 Meistaradeildin 16 liða úrslit Arsenal - AC Milan 3-0 1-0 Laurent Koscielny (7.), 2-0 Tomás Rosicky (26.), 3-0 Robin van Persie, víti (43.). AC Milan vann samanlagt 4-3. Benfica - Zenit St. Petersborg 2-0 1-0 Maxi Pereira (45+1), 2-0 Nélson Oliveira (90.+3). Benfica vann samanlagt 4-3. Enski bikarinn 16 liða úrslit Birmingham - Chelsea 0-2 0-1 Juan Manuel Mata (54.), 0-2 Raúl Meireles (60.). Chelsea fær heimaleik á móti Leicester City í átta liða úrslitunum. Iceland Express kvenna KR - Valur 78-71 (65-65, 35-36) Stig KR: Erica Prosser 28 (6 stoðs.), Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19, Hafrún Hálfdánardóttir 14, Margrét Kara Sturludóttir 12 (9 frák.), Anna María Ævarsdóttir 5. Stig Vals: Lacey Katrice Simpson 19 (10 frák./5 stolnir/6 varin), Þórunn Bjarnadóttir 15, María Ben Erlingsdóttir 11 (10 frák.), Guðbjörg Sverrisdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 6, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 2. STAÐAN Í DEILDINNI Keflavík 25 20 5 1923-1735 40 Njarðvík 25 18 7 2064-1859 36 Snæfell 25 14 10 1814-1843 28 KR 26 13 13 1904-1808 26 Haukar 25 12 13 1824-1795 24 Valur 26 11 15 1908-1928 22 Fjölnir 25 7 18 1779-2054 14 Hamar 25 6 19 1736-1930 12 ÚRSLIT Í GÆR ÁTT ÞÚ STEFNUMÓT VIÐ ÞÁ BESTU? TAKTU ÞÁTT Í HEINEKEN LEIKNUM Á FACEBOOK OG ÞÚ ÁTT MÖGULEIKA Á VIP FERÐ FYRIR 2 Á LEIK CHELSEA OG NAPOLI Í UEFA MEISTARADEILDINNI Í LONDON 14. MARS N.K. HVERJUM ÆTLAR ÞÚ AÐ BJÓÐA MEÐ ÞÉR? FÓTBOLTI Íslenska kvennalandslið- ið spilar við Dani í dag í leik um fimmta sætið í Algarvebikarnum en liðið verður án markadrottn- ingarinnar Margrétar Láru Við- arsdóttur sem glímir við meiðsli. Fréttablaðið kannaði stöðuna á markahæsta leikmanni A-lands- liða Íslands frá upphafi. „Ég get því miður ekki gefið kost á mér í leikinn á morgun. Ég er búin að vera mjög slæm í ferðinni og er búin að gera lítið sem ekki neitt á milli leikja,“ sagði Margrét Lára eftir síðustu æfinguna fyrir leikinn. „Við reyndum í fyrsta leiknum en ég var bara slæm og er búin að vera slæm síðan. Við vildum prófa í gær á móti Kína þar sem við vorum að prófa nýtt leik- kerfi,“ sagði Margrét Lára en hún var með Hólmfríði Magnúsdóttur með sér í framlínunni í sigrinum á Kína. „Mér lýst mjög vel á það að spila 4-4-2 og ég fagna alltaf því þegar það koma fleiri fram,“ sagði Margrét Lára. Meiðslin komu ekki í veg fyrir að Margrét Lára og systir hennar Elísa byrjuðu saman í fyrsta sinn í A-landsleik. „Það var æðislegt og rosalega gaman. Ég er hrika- lega stolt af henni því hún er búin að standa sig frábærlega. Hún er að koma vel inn í þetta og nú er draumur að rætast hjá okkur. Vonandi næ ég að jafna mig sem fyrst svo að þetta geti aðeins verið byrjunin á einhverju stærra í framtíðinni,“ segir Margrét Lára. „Mér fannst hún og Katrín ná að spila rosalega vel saman. Þær eru ólíkar og það hentar oft vel. Allur varnarleikur liðsins var mjög góður á móti Kína. Ég viðurkenni samt alveg að það koma nokkur aukaslög þegar hún fær boltann og maður verður svolítið stressaður en hún er búin að sýna það að hún ætlar að standa sig vel og maður getur því aðeins farið að slaka á,“ sagði Margrét Lára í léttum tón. Elísa er fimm árum yngri en Margrét Lára en sló í gegn með nýliðum ÍBV í fyrrasumar. „Hún var nánast búin að velja handbolt- ann fyrir tveimur til þremur árum þannig að þetta er búið að gerast rosalega hratt hjá henni. Hún er búin að taka miklum framförum,“ segir Margrét Lára. „Þetta sýnir það bara að það eru ekki alltaf barnastjörnurnar sem verða bestar. Sumir leikmenn springa bara út seinna og hún er kannski gott dæmi um það en líka um hvað það skilar sér að leggja hart að sér og hafa trú og metnað,“ segir Margrét Lára. En hvað með meiðslin og framhaldið hjá henni sjálfri. „Auðvitað hef ég áhyggjur af þessum meiðslum. Það var rosa- legt sjokk fyrir mig að lenda í þessu núna því við erum að fara í mikið prógramm með Potsdam. Það er Meistaradeildin í næstu viku og mikið af leikjum fram undan. Ég var komin í hörkuform og þetta var mjög svekkjandi. Ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessu því ég hélt að ég væri lok- ins að komast á gott skrið,“ sagði Margrét Lára. ooj@frettabladid.is Stolt af litlu systur sinni Margrét Lára Viðarsdóttir spilar ekki með íslenska kvennalandsliðinu í dag á móti Dönum í leiknum um 5. sætið í Algarve-bikarnum en gat byrjað inn á með litlu systur í sigrinum á Kína. Margrét Lára hefur áhyggjur af meiðslunum. MUNAR FIMM ÁRUM Á SYSTRUNUM ÚR EYJUM Elísa Viðarsdóttir (til vinstri) er fædd 1991 en Margrét Lára Viðarsdóttir (til hægri) er fædd árið 1986. MYND/GETTYIMAGES FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyjólfs- son kvennalandsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið er mætir Dönum í dag í leik um 5. sætið á Algarve Cup en leikurinn hefst klukkan 11.00 að íslenskum tíma. - óój Leikur við Dana um 5. sætið: Þær byrja í dag 18 STIG Á SÍÐUSTU 15 MÍN. Erica Prosser var frábær í lokin þegar KR vann Val í æsispennandi leik. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Arsenal er úr leik í Meist- aradeildinni þrátt fyrir frábæran 3-0 sigur á ítalska liðinu AC Milan á Emirates-leikvanginum í gær- kvöldi. AC Milan vann fyrri leik- inn 4-0 og þar með 4-3 samanlagt. Arsenal skoraði þrjú mörk í frá- bærum fyrri hálfleik en tókst ekki að bæta við mörkum í seinni. - óój Meistaradeildin í gærkvöldi: AC Milan slapp með skrekkinn VAN PERSIE Munaði svo litlu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Byrjunarliðið gegn Dönum Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir Hægri bakvörður: Guðný Björk Óðins- dóttir Miðverðir: Elísa Viðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir Vinstri bakv.: Hallbera Guðný Gísladóttir, Tengiliðir: Dóra María Lárusdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Vinstri kantur: Greta Mjöll Samúelsdóttir Hægri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir. Sóknartengiliður: Harpa Þorsteins- dóttir Framherji: Fanndís Friðriksdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.