Fréttablaðið - 08.03.2012, Page 1

Fréttablaðið - 08.03.2012, Page 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011 Fimmtudagur skoðun 16 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Fólk 8. mars 2012 58. tölublað 12. árgangur Í sak Winther, grafískur hönnuður hjá Pipar, segist ekki frægur fyrir skrautlegan fatastíl, hann fari í svartan bol og gallabuxur nánast á hverjum degi. Það hafi því ekki margir vitað hverju hann lumaði á í sokka-skúffunni. „Ég hef mjög gaman af litríkum sokk-um. Ég er með hálfgert sokkablæti,“ segir Ísak og hlær en hann gaf sokka-blætinu lausan tauminn einn daginn þegar hann hætti að flokka sokkana sína. „Mér fannst alltaf furðulegt að henda heilum sokk ef annar týndist, leiddist líka að para saman sokka eftir þvott. Einn daginn tók ég því ákvörð-un um að taka bara tvo sokka upp úr skúffunni og fara í þá, hvort sem þeir pössuðu saman eða ekki,“ segir Ísak sem ljósmyndar sokkaklæddar tærn-ar og birtir daglega á veggnum sínum á facebook, undir nafninu „mitch match of the day“. Uppátækið hefur smitað út frá sér. „Þetta hefur hvatt fólk til að stressa sig minna á þessu smáatriði. Einn vinur minn átti 300 svarta sokka og var alltaf að reyna að finna pör. Hann fann fyrir gríðarlegu frelsi þegar hann hætti því og fór hlæjandi í vinnuna í tveim ósamstæðum svörtum sokkum,“ segir Ísak og viðurkennir að ósamstæðu sokkarnir kryddi líka tilveruna.„Um daginn þurfti ég að fara mjög snemma á fætur og klæddi mig í myrkri til að vekja ekki fjölskylduna. Mundi svo allt í einu eftir því í hádeginu aðég hafði ekki h fæ skemmtilegar ath ÓSAMSTÆÐA DAGSINSFRJÁLSLEGUR TIL FÓTANNA Ísak Winther er hættur að flokka sokkana sína og lætur tilviljun ráða sokkavali á hvorn fót.Stækkar þig um númer! ted 42026 - flottur push up haldari í B, C skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.995,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Nuddrúlla-mýkir upp stífa vöðvaVerð: 4.980 kr. LITRÍKT Ísak tók upp á því að ljósmynda ósamstæða sokka dagsins og birta á Facebook. MYND/ÍSAK WINTHER HÖFUÐLAUS DIOR Breski fatahönnuðurinn John Galliano var lengi vel yfirhönnuður hjá Dior eða þar til tískuhúsið rak hann á síðasta ári fyrir niðrandi ummæli í garð gyðinga. Enn er leitað að eftirmanni hans. inni í blaðinu í dag. Opið til 21 í kvöld í kvöld Opið til 21 E N N E M M / S ÍA / N M 5 0 7 5 1 ÞJÓÐARÖRYGGI Gera þarf um 200 viðbragðsáætlanir vegna aðsteðj- andi hættu á Íslandi, til viðbót- ar við þær sem fyrir eru. Aðeins eru til tvær heildstæðar séráætl- anir vegna eldgosa á Íslandi svo dæmi sé tekið, vegna Kötlu og Eyjafjallajökuls. Þetta er meðal þess sem kemur fram í riti sem Almannavarn- ir hyggjast birta í dag um þær hættur sem steðja að einstökum landssvæðum. Þar er allt undir: eldgos, snjóflóð, jarðskjálftar, óveður, mengunarslys og fleira. Verkefnið hefur verið mörg ár í vinnslu og þar er í fyrsta skipti í áratugi fengin heildarmynd af stöðu mála á Íslandi. Birtar verða sérstakar skýrslur fyrir öll fimmtán lögregluembætti lands- ins. Þar eru tilteknar þær hættur sem eiga við á hverju landsvæði og það metið hversu líklegt sé að vá komi upp, að því er Víðir Reynisson, sérfræðingur hjá Almannavörnum, segir. Víðir segir fæð viðbragðsáætl- ana áhyggjuefni og var athygli vakin sérstaklega á því við yfir- völd. Eftir eftirleitan almanna- varna hafa tveir starfsmenn verið fengnir til að sinna gerð slíkra áætlana sérstaklega. „Við eigum almennar áætlanir vegna fleiri eldfjalla, en þær eru gamlar og að mörgu leyti úrelt- ar,“ segir Víðir. „Það á til dæmis eftir að taka tillit til reynslu síð- ustu ára og annað slíkt. Það er því verið að efla almannavarnir í þessu samhengi.“ Víðir tekur eldfjöllin Gríms- vötn og Heklu sem dæmi um mjög virkar eldstöðvar sem ættu skilyrðislaust að vera til áætl- anir um sem lúta að vá vegna þeirra. „Þessi svæði hljóta að vera ofarlega á forgangslistan- um.“ Nú liggur fyrir að með breyt- ingu á lögum um Ofanflóðasjóð hefur verið gert kleift að koma að fjármögnun hættumats vegna íslenskra eldfjalla til næstu þriggja ára. Slíkt mat tekur hins vegar mun lengri tíma en þrjú ár og Víðir segir að ekki verði beðið niðurstöðu þeirra rannsókna hvað varðar viðbragðsáætlanagerð. Hann tekur Reykjanes sem dæmi. Þar verði dregin upp áætlun sem byggir á því sem þegar er vitað, en mikil vitneskja liggur fyrir um fjölmörg svæði þó að hún sé á tíðum brotakennd. - shá Vantar 200 nýjar áætlanir vegna aðsteðjandi hættu Gera þarf um 200 nýjar viðbragðsáætlanir vegna hættuástands sem getur skapast á Íslandi. Nær það yfir allt frá stórum eldgosum til mengunarslysa. Aðeins eru til heildstæðar áætlanir vegna tveggja eldstöðva. FÓLK Unnar Helgi Daníelsson stofnaði viðburðafyrirtækið Reykjavík Rocks fyrir níu mán- uðum og nú starfa þar 12 manns. Fyrirtækið sérhæfir sig í að lóðsa erlenda ferðamenn um Ísland og þá ekki síst næturlíf Reykjavíkur- borgar. „Það er ekki gert nóg til að markaðssetja næturlífið í Reykja- vík en ég er að vinna í að gera það,“ segir Unnar Helgi. Helstu viðskiptavinir fyrirtækisins eru vel stæðir útlendingar sem vilja skemmta sér á Íslandi. „Það stefn- ir í brjálað sumar hjá okkur og við erum samhentur hópur sem vinnum vel saman. Það er augljós- lega markaður fyrir svona fyrir- tæki á Íslandi en bara í gærkvöldi gekk ég frá þremur bókunum fyrir sumarið.“ Unnar Helgi hefur séð um ferðir frægra einstaklinga á Íslandi svo sem Seans Parker, annars stofn- enda Facebook, leikkonunnar Liv Tyler, rapparans Busta Rhymes og leikarans Jared Leto. Hann vill þó ekki gefa nánari upplýsing- ar um dvöl þeirra hérlendis. „Ég held miklum trúnaði við mína við- skiptavini en mestan part hefur þetta snúist um að skemmta sér í Reykjavík.“ - áp / sjá síðu 46 Starfsemi viðburðafyrirtækisins Reykjavík Rocks hefur vaxið mikið frá stofnun: Djammið heillar ríka útlendinga UNNAR HELGI DANÍELSSON Eigandi Reykjavík Rocks segir ekki nóg gert til að markaðssetja næturlífið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HVASST SV-TIL Víða suðvestan 8-15 m/s, en 10-20 m/s SV-til í kvöld. Víða él en úrkomulaust að mestu NA-til. Hiti í kringum frostmark. VEÐUR 4 0 0 1 2 -1 Stelpurnar í sjötta sæti Landsliðsþjálfarinn var sáttur við frammistöðu landsliðsins á Algarve. sport 42 REYKJAVÍK FOLK FESTIVAL Tónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival hófst á Café Rósenberg í gær en á meðal hljómsveita sem stigu á stokk var South River Band. Hátíðin er hugarfóstur Ólafs Þórðarsonar heitins en hann lék um árabil með hljómsveitinni. Hátíðin stendur fram á laugardagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DANMÖRK Viðskiptaráðherra Danmerkur, Pia Olsen Dyhr, hefur boðið kínverska fjárfest- inum Huang Nubo til Danmerkur til þess að hann geti kynnt sér danska menningu. Viðskiptaráð- herranum finnst jafnframt til- valið að Kínverjinn heimsæki Grænland. Á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í janúar síðastliðn- um bað forsætisráðherra Dan- merkur, Helle Thorning-Schmidt, um fund með Huang Nubo sem einnig var á ráðstefnunni. Það er mat Dyhr að ekki séu ástæður til að hafa strax áhyggj- ur af því að Kínverjar kaupi jarðir í Danmörku. Zhongkun Investment Group, sem er í eigu Kínverjans, vill flytja kínverska verkamenn til Danmerkur vegna mögulegra fjárfestinga en Dyhr mun hafa bent á að í Danmörku sé hæfur vinnukraftur. - ibs Ráðherrar áhugasamir: Nubo boðið til Danmerkur Við eigum almennar áætlanir vegna fleiri eldfjalla, en þær eru gamlar og að mörgu leyti úreltar. VÍÐIR REYNISSON SÉRFRÆÐINGUR HJÁ ALMANNAVÖRNUM Flóttakonurnar hetjur Sigríður Víðis Jónsdóttir hlaut viðurkenningu Hagþenkis fyrir bók sína Ríkisfang: Ekkert. menning 30 50 ára söngafmæli Anna Vilhjálmsdóttir heldur upp á söngafmælið á sama stað og ferillinn byrjaði, í Austurbæjarbíói. tímamót 24

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.