Fréttablaðið - 08.03.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 08.03.2012, Síða 6
8. mars 2012 FIMMTUDAGUR6 Geir H. Haarde fyrir Landsdómi – dagur 3 Ertu snilling rntu að glur í einhverju? Kan eypa eld? Tala aftu Syngurðu ve húsdýruml eða hermir eftir ? Farðu inn á mbl.is settu inn myn hópnumdband af þér eða þínum. Frestur til a senda inn renn ti 14. marur út á miðnæt s. ábak? og ð VEGNA FJÖ LDA ÁSKORANA LENGJUM V IÐ FRESTINN TIL 14. MARS! Bolli Þór Bollason sagði að frumvarpsdrög sem inni- hélt að einhverju leyti sömu heimildir og var beitt eftir setningu neyðarlaganna hafi legið fyrir í upphafi árs 2006. Hefði frumvarpið verið lagt fram á þeim tíma þá hefði það leitt til þess sem það átti að koma í veg fyrir, bankakreppu. Bolli Þór Bollason, fyrrum ráðu- neytisstjóri í forsætisráðuneytinu, taldi ekki gerlegt að minnka banka- kerfið á árinu 2008, að enginn vilji hafi verið fyrir því að setja Icesave í dótturfélag að hálfu stjórnenda Landsbankans og að tilurð sam- ráðshóps um fjármálastöðugleika, sem hann veitti forstöðu, leysti hvorki Fjármálaeftirlitið (FME) né Seðlabanka Íslands undan eftir- litsskyldum sínum, enda væri hann samráðshópur. Þetta kom fram við vitnaleiðslur yfir Bolla á þriðja degi réttarhalda yfir Geir H. Haarde fyrir Landsdómi í gær. Tillögur lagðar fram 2006 Bolli var ráðuneytisstjóri Geirs og vann náið með honum. Hann veitti líka samráðshópnum margum- rædda forstöðu. Bolli sagði að þau óveðursský sem vofðu yfir íslensku bankakerfi birtast mjög vel í þeirri staðreynd að hópurinn, sem átti upp- haflega að hittast tvisvar á ári, hefði hist 26 sinnum á árinu 2008. Að sögn hans var alveg skýrt að það hafi ekki verið verkefni hópsins að gera neins konar aðgerðaráætlun heldur að ræða stöðuna, skiptast á skoðunum og koma með ábending- ar. Það hafi verið hlutverk eftir- litsaðila, FME og Seðlabankans, að vinna slíkar áætlanir. Bolli sagði að það hafi komið í ljós á fyrstu fundum samráðshópsins eftir að hann var settur á laggirnar árið 2006 að það þyrfti að auka inngrips- heimildir FME. Á þeim tíma hafi meira að segja verið kynnt frum- varp um málið, en á endanum hafi þær hugmyndir ekki orðið að lögum fyrr en í október 2008, í neyðarlög- unum svokölluðu. Hefði fellt bankanna Aðspurður um hvað hafi valdið þeim töfum sagði Bolli það vera mjög skýrt. Á sama tíma og hópur- inn var stofnaður í byrjun árs 2006 hafi verið í gangi „míníkrísa“ á fjár- málamarkaði. Hún birtist þannig á Íslandi að erlendir aðilar fjölluðu um íslensku bankana þannig að þeir voru sagðir veikburða og stæðu á brauðfótum. Þær heimildir sem rætt var um að veita FME á þessum tíma hafi meðal annars falið í sér að eftirlitið gæti farið inn í stjórn bankanna og í raun tekið þá yfir, líkt og það gerði haust- ið 2008 á grundvelli neyðarlaganna. Að sögn Bolla var það mat samráðs- hópsins að „það væri algjörlega óvinnandi“ að fara fram með laga- breytingar á þessum tíma vegna þess að þær hefðu í raun leitt að sér það sem lögin áttu að koma í veg fyrir, þau hefðu framkallað banka- kreppu. Félli einn féllu allir Bolli sagði allan tímann ljóst að staðan sem verið væri að glíma við á Íslandi væri ekki þannig að einn lít- ill sparisjóður gæti mögulega farið á hliðina og fjármálakerfið gæti síðan haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. „Staðan var þannig að það myndu allir þrír bankarnir falla. [...] Erlendir aðilar gerðu engan grein- armun á því hvort banki héti Glitnir, Landsbanki eða Kaupþing. Þetta var þá bara íslenskur banki.“ Á árinu 2008 hafi aldrei verið ger- legt að minnka bankanna með laga- breytingu, ef það var yfirhöfuð hægt. Allar aðgerðir í þá veru hefðu verið túlkaðar sem veikleikamerki og þar með væru bankarnir hvort eð er fallnir. „Það eina sem við viss- um var að minnstu veikleikamerki, ég tala ekki um yfirlýsingar stjórn- valda um veiklega í bankakerfinu, að þær yrðu túlkaðar þannig að bönkunum væri ekki treystandi og það yrði einfaldlega það sem er kall- að „run“ á bankakerfið og það myndi hrynja,“ sagði Bolli. Orðalag á ystu nöf Bolli var spurður út í yfirlýsingu sem Íslendingar gáfu við gerð gjaldmiðlaskiptaskiptasamninga við þrjú Norðurlönd í maí 2008 um að minnka bankakerfið. Hann sagði að orðalagið í samkomulaginu hafi „farið út á ystu nöf“. Það hafi verið mat manna að erfitt væri að grípa til einhverra aðgerða til að koma bönk- unum úr landi eða minnka þá. Bolli sagði yfirlýsinguna hafa verið gefna „við ákveðnar aðstæður og til þess gerð að tryggja að samningurinn kæmist í höfn“. Bolli sagði að hann hafi haft miklar efasemdir um að hægt yrði að færa Icesave í dótturfélag. Meðal annars hafi hann efast um að stjórnendur Landsbankans hafi í raun viljað það, enda gerði útibúaleiðin þeim kleift að færa peninga til móðurbankans. Dótturfélagaleiðin gerði það hins vegar ekki. Grunnur lagður að neyðarlögum árið 2006 Frétt í breskum fjölmiðlum í júlí 2008 varð til þess að beina sjóðum þarlendra yfirvalda í mun meira mæli að tryggingasjóði innstæðueigenda á Íslandi (TIF). Þetta sagði Baldur Guðlaugsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, þegar hann bar vitni fyrir Landsdómi í gær. Baldur sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika í aðdraganda hrunsins. 154 sinnum hærri upphæð Að sögn Baldurs birtist frétt í breskum fjölmiðlum í byrjun júlí 2008 sem vakti mikla athygli á meðal breskra ráðamanna. Þar kom fram að TIF væri að tryggja 154 sinnum hærri upphæð en sem næmi eignum sjóðsins. Eftir það hafi sjónir breska stjórnvalda farið að beinast æ meira að TIF. Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarsaksóknari spurði Baldur þá út í tölvupóst sem hann hafði sent Geir H. Haarde og fleirum þann 20. ágúst 2008 og hvert innihald hans hefði verið. Baldur sagði forsögu tölvupóstsendingarinnar hafa verið þá að bresk stjórnvöld virtust hafa aflað sér eintaks af lögum um TIF, hafi farið að rýna í þau og senda spurningar um einstök ákvæði til íslenskra stjórnvalda. Ríkið átti ekki að ábyrgjast TIF Á meðal þeirra spurninga sem bárust voru um hvort að sjóðurinn gæti tekið lán til að standa við skuldbindingar sínar, ef á þær myndi reyna. Bresk stjórnvöld spurðu líka um hvort að ríkið myndi aðstoða sjóðinn við að fá lán ef hann gæti ekki fengið slíkt beint sjálfur. Að mati Baldurs var ljóst að það væri ekki verið að fara að lýsa því yfir að ríkissjóður bæri ábyrgð á TIF. „Það varð niðurstaðan að slíkt væri ekki á dagskrá“. Við svörun spurninganna var hins vegar líka verið að svara því hvað ríkið myndi gera ef til dæmis einn banki myndi lenda í vandræðum og greiða þyrfti út innstæðutryggingar hans, en ekki alls kerfisins. Því hafi verið ákveðið að svara spurning- um Breta þannig að íslenska ríkið myndi uppfylla skuldbindingar sínar samkvæmt EES-rétti, án þess þó að taka fram hvaða skuldbindingar ríkið teldi sig í raun hafa. Áttu að leysa eigin vandamál Í máli Baldurs kom fram að það hafi ekki hlutverk samráðshópsins að vinna einhverskonar við- lagaáætlun við bankahruni. Það hafi verið hlutverk hverrar stofnunar fyrir sig. Tilurð hópsins hafi engu breytt um hlutverk og skyldur þeirra. Honum hafi verið kunnugt um að fólk hafi verið að vinna í þessum málum innan Seðlabankans en mundi ekki nákvæmlega hvort honum hafi verið kunnugt það fyrirkomulag sem var á þeirri vinnu. „Það voru kannski allir að vonast til þess að ástandið myndi lagast og að þetta kæmist á sléttan sjó. Hvað myndi ske og hvenær það gæti orðið, það var mjög erfitt að kortleggja það fyrirfram.“ Baldur sagði að það hafi legið fyrir í sam- komulaginu um stofnun samráðshópsins að það væri grundvallaratriði að fjármálafyrirtækin og aðrir markaðsaðilar yrðu að leysa vandamál sín sjálfir. Aldrei hafi hugmyndin verið sú að ríkið kæmi inn og leysti vanda þessara aðila. Vinna hópsins hafi snúist um að bjarga fjármálakerfinu sem heild. Aldrei hafi heldur komið til greina hjá samráðs- hópnum að fá atbeina forsætisráðherra til þess að hvetja Landsbankann til að flytja Icesave í dótturfélag. -þsj Bretar rýndu í lög um innstæðutryggingar FYRRUM RÁÐUNEYTISSTJÓRI Baldur var nýverið dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna innherja svika fyrir að selja hlutabréf sín í Landsbankanum í sept- ember 2008. „Ég held að allar upplýsingar hafi á endanum komist þangað sem þær áttu að komast,“ sagði Áslaug Árnadóttir, sem gegndi starfi ráðuneytisstjóra í viðskipta- ráðuneytinu frá því í september 2007 fram á mitt ár 2008. Hún hafði verið spurð að því hvort upp- lýsingum hafi markvisst verið haldið frá Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra og hvort upplýsingar sem fram komu á fundum samráðshóps um fjármálastöðug- leika hafi skilað sér til Björgvins og þaðan til annarra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Áslaug, sem átti sæti í samráðshópnum, kvaðst ekki telja að skort hafi á pólitíska stefnumörkun í hópnum. Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, hafði talað á aðra leið fyrir dómnum degi fyrr. Áslaug sagði að engin vinna hafi verið í gangi í viðskiptaráðuneytinu fyrir bankahrun við að minnka bankakerfið. Það hafi enda verið talið ómögulegt miðað við stöðuna á mörkuðum. Hins vegar hafi verið rætt hvort unnt væri að hamla innlánasöfnun á Icesave-reikninga Landsbankans, en Áslaug sjálf hafi hins vegar talið það mjög erfitt. - sh Allar upplýsingar komust til skila ÓVEÐURSSKÝ Bolli sagði að þau óveðursský sem vofðu yfir íslensku bankakerfi birtast mjög vel í þeirri staðreynd að samráðshópurinn, sem átti upphaflega að hittast tvisvar á ári, hefði hist 26 sinnum á árinu 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þórður Snær Júlíusson thordur@fréttabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.