Fréttablaðið - 08.03.2012, Page 8
8. mars 2012 FIMMTUDAGUR8
Geir H. Haarde fyrir Landsdómi – dagur 3
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
tttststststststttttsttstststtststststststsssssssss
á
n
f
n
f
á
n
f
n
f
á
n
f
á
n
f
á
n
f
á
n
f
á
n
f
án
á
n ánán á
n
á
n nnn
á
nánááááá
yr
irv
yr
irv
yr
irv
yr
irv
yr
irv
yr
irvrvi
yr
irv
yr
irv
yr
irvrv
y
rv
yr
irv
yr
irvirvvvvrirrirrr
rararrarrarrrrararrrrararraraaaaaaa
B
irt
m
eð
f
m
e
yr
irv
ar
a
um
p
re
nt
vi
l
nt
vi
l
nt
v
lu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
i
fe
rð
r
ás
ki
lja
s
ér
r
sé
r
sé
t
ét
t
til
leil
le
étét
ið
ré
tt
in
g
a
tin
g
tin
á
sl
á
s
lík
u.
í
A
th
.
A
th
A
t
að
v
e
að
v
eeer
ð
g
e
rð
g
ee
rð
g
e
rð
ur
br
bbb
r
bb
tu
r
bbb
ur
bb
tu
r
bb
tu
r ur
r ur
r
tu
r
tutu
ey
syssysysey
sysysysysysyey
syyyyyyyeyyyyeyyyre
yy
re
y
re
yy
re
yy
re
yy
re
yeyeyeyyeyeererererrrrr
a.aa.aa.a.a..a.aaaaaaa
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
51
0
89
frá kr. 29.900* 13. mars
* Flug á mann aðra leið með sköttum kr. 29.900
Flug á mann fram og til baka með sköttum kr. 59.800
Kanarí
Tenerife
Heimsferðir bjóða flug á frábæru verði til Kanarí eða Tenerife 13. mars.
Heimflug eingöngu frá Kanarí 28. eða 29. mars.
Fjölbreytt gisting í boði.
Kr. 3.600 í tvíbýli á dag í íbúð á Tisalaya Park.
Kr. 8.400 í tvíbýli á dag með allt innifalið á Beverly Park.
Fjármálaeftirlitið íslenska
var allt of veikburða fyrir
hrun, að mati þáverandi
stjórnarformanns þess.
Hann segir Landsbankann
hafa siglt í fölsku skjóli
þegar Icesave-reikning-
arnir voru kynntir en Geir
Haarde hafi verið mjög
áfram um að koma þeim í
erlend dótturfélög.
Einungis um helmingur fimmtíu
manna starfsliðs Fjármálaeftir-
litsins (FME) árið 2008 hafði lög-
fræði-, hagfræði- eða viðskipta-
fræðilega sérþekkingu á þeim
málefnum sem eftirlitið sinnti.
„Þetta var aldeilis ónógt,“ sagði
Jón Sigurðsson, fyrrverandi
stjórnarformaður FME á þriðja
degi Landsdómsréttarhaldanna
yfir Geir H. Haarde í gær.
Landsbankinn sigldi í fölsku skjóli
Jón varði drjúgum tíma í að ræða
Icesave-reikninga Landsbankans.
Hann sagði að sér hafi ekki orðið
um sel þegar innlánasöfnunin á
reikningana hafi verið orðin jafn-
mikil og raun bar vitni. Ekki hafi
hins vegar þurft neitt leyfi frá
FME til að opna slík útibú erlendis
heldur hafi verið nóg að tilkynna
það þangað.
„Már fannst þessi öra söfnun
innlána í annarri mynt í öðrum
löndum ógæfuleg,“ viðurkenndi
Jón. Hann hafi oftsinnis rætt það
við lögfræðinga FME, einkum for-
stjórann Jónas Fr. Jónsson, hvort
ekki væri hægt að gera eitthvað
til að stöðva þessa innlánasöfn-
un. Það hafi verið mat lögfræð-
inganna að svo væri ekki.
Jón nefndi einnig áhyggjur
sínar af því að Landsbankinn
skyldi vísa til þess í kynningum
fyrir reikningana erlendis að
samkvæmt evrópskum reglum
væru þeir tryggðir af íslenska
innstæðutryggingasjóðnum án
þess að gera nokkra grein fyrir
því hvernig bankinn stóð í raun.
„Þeir voru að sigla í fölsku skjóli
að mínu áliti,“ sagði Jón.
Þá sagði Jón, sem einnig er
fyrrverandi seðlabankastjóri,
að sér hefði ekki fundist það
vel ráðið hjá Seðlabankanum að
aflétta bindiskyldunni af Icesave-
reikningunum.
Icesave í Hollandi ekki á radarnum
Jón staðfesti það sem fram hafði
komið í máli Davíðs Oddssonar,
fyrrverandi seðlabankastjóra,
deginum áður, að þeir tveir hefðu
sammælst um að reyna að leggja
stein í götu Kaupþings þegar
bankinn hugðist kaupa hollenska
bankann NIBC í upphafi árs
2008. Þetta hafi tekist, jafnvel
þótt vafi hafi leikið á því hvort
lagaheimildir væru fyrir hendi
til að koma í veg fyrir kaupin.
Landsdómarinn Eiríkur Tóm-
asson spurði Jón sérstaklega að
því hvort ekki hefði komið til
álita – í ljósi þess að komið hefði
verið í veg fyrir þau kaup – að
reyna jafnframt að hindra Lands-
bankann í að opna Icesave-reikn-
inga í Hollandi og stækka þar
með enn frekar.
„Stofnun Icesave-reikninga
í Hollandi var alls ekki á minni
radarsjá,“ svaraði Jón. Mönnum
hafi hreinlega ekki dottið í hug
að Landsbankamenn myndu gera
slíkt.
Ómöguleg dótturfélagavæðing
Þá var rætt um mögulegan flutn-
ing Icesave-reikninganna yfir í
dótturfélag og kom fram í máli
Jóns að það hefði líkast til verið
ómögulegt verk enda hafi eign-
irnar sem Landsbankinn hefði
þurft að færa utan á móti verið of
lélegar og ekki þolað skoðun. Geir
H. Haarde hafi hins vegar verið
mjög áfram um að það næði fram
að ganga.
Aldeilis ónógt fjármálaeftirlit
UTAN RADARS Jón segir að mönnum hafi einfaldlega ekki dottið í hug að Lands-
bankinn myndi stofna Icesave-reikninga í Hollandi. RÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ógerlegt var að flytja bankana úr landi eða að minnka
kerfið með eignasölu vegna þess að það hefði líklega keyrt
það í þrot. Þetta sagði Ingimundur Friðriksson, fyrrum
seðlabankastjóri, í vitnastúku í gær.
Ingimundur sagði það hafa skinið í gegn í viðhorfi
erlendra aðila að stóru bankarnir þrír voru settir undir
sama hatt. „Þess vegna var ljóst að vandi eins yrði vandi
annars.“
Eitt af því sem Geir H. Haarde er gefið að sök er að hafa
ekki beitt sér fyrir því að minnka bankakerfið eða að fá
bankana til að flytja höfuðstöðvar sínar erlendis. Að mati
Ingimundar var þó algjörlega óraunhæft að gera hvorugt
þegar komið var fram á árið 2008. „Það verður að hafa í huga að á þessum tíma
var nánast ógerlegt að selja eignir. Það voru engir kaupendur nema á svo lágu
verði að bankarnir þyrftu að taka á sig tap vegna sölu slíkra eigna.“
Slíkar sölur hefðu ekki verð til að styrkja eiginfjárstöðu bankanna heldur
hefðu haft þveröfug áhrif. Auk þess hafi það ekki verið hægt með einhliða
ákvörðun að flytja bankana úr landi. Stjórnvöld í því landi sem átti að flytja þá
til hefðu þurft að samþykkja það líka, og ólíklegt væri að þau myndu gera það.
„Áhugi allra stóð til þess að bankarnir minnkuðu [...]Ég hef enga ástæðu til að
draga það í efa að það hafi verið vilji forsætisráðherra líka,“ sagði Ingimundur.
Þann 16. maí 2008 gerði Seðlabanki Íslands gjaldmiðlaskiptasamning við
seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Hluti af því samkomulagi fól í sér
skuldbindingu af hálfu Íslands þess efnis að draga úr stærð íslensku bankanna.
Aðspurður um hvort að það hafi verið gripið til einhverra aðgerða í kjölfarið
til að efna það samkomulag sagði Ingimundur að það hefði ekki verið hægt
að knýja fram breytingar sem hefðu getið af sér tjón fyrir bankanna. Því hafi
ekki verið farið í neinar meiriháttar aðgerðir, enda hafi þær verið „algjörlega
óraunhæfar“. -þsj
Vandi eins banka yrði vandi annars
INGIMUNDUR
FRIÐRIKSSON
Íslensku bankarnir voru komnir með óorð á sig í fjármála-
heiminum þegar árið 2005 og þá voru erlendir bankar
farnir að íhuga að taka skortstöðu gegn þeim. Getgátur
voru uppi um það hvenær bankarnir voru komnir í „djúp-
stæð eiginfjárvandræði“ – en sumir segja að það hafi verið
strax árið 2005.
Þetta kom fram í máli Jóns Þ. Sigurgeirssonar, fram-
kvæmdastjóra hjá Seðlabanka Íslands og fyrrverandi starfs-
manni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fyrir Landsdómi í gær.
Jón, sem hefur mikla reynslu af störfum að efnahags-
málum, sagðist hafa séð ýmsar krísur en enga nærri því
jafnalvarlega og þá sem skall á 2008.
Jón var spurður um áætlanir þess efnis að flytja bankana úr landi eða minnka
þá með því að selja eignir. Jón benti á að það hafi ekki verið hægt og að auk
þess hafi forsvarsmenn bankanna sjálfra tæpast viljað það.
Hann nefndi Kaupþing sérstaklega og sagði að ef til þess hefði komið hefði
Kaupþing þurft að sýna eignasafn sitt, sem nú hafi komið í ljós að hafi verið
„alveg hræðilegt“ – einkum vegna þess að hve miklu leyti bankinn, eins og aðrir,
hafði fjármagnað sig sjálfur.
Í tengslum við þetta sagði Jón að það væri með ólíkindum að virt, alþjóðleg
endurskoðunarfyrirtæki hefðu skrifað upp á ársreikninga íslensku bankanna. Til
samanburðar hefði svikarinn Bernie Madoff, sem afplánar nú 150 ára fangelsis-
dóm, notast við einyrkja í endurskoðun.
Jón sagði að það hefði vakið athygli manna þegar skuldatryggingarálag á
Kaupþing hafi skyndilega tekið að lækka skart árið 2008. „Líklega hafa þeir verið
að manipúlera með það eins og annað,“ sagði Jón. - sh
Endurskoðun bankanna með ólíkindum
JÓN
SIGURGEIRSSON
Orðrétt
Ég held að þetta hafi
verið fyrir sjálfan mig.
Það var ýmislegt sem við upp-
lifðum þetta ár.
Ingimundur Friðriksson um minnisblað
sem hann gerði um atburði ársins
2008 og er dagsett 13. október 2008.
Nú er ég bara komin út í
einhverja vitleysu. Það er
ekkert um bindiskyldu á þessari
blaðsíðu.
Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari
ruglaðist í leit sinni í gögnum málsins,
sem telja þúsundir blaðsíðna.
Aldrei.
Andri Árnason spyr Baldur Guðlaugs-
son hvort einhvern tímann hafi verið
rætt um að breikka eða víkka hlutverk
samráðshópsins.
Af mínum kynnum af
mínum gamla skólabróð-
ur Baldri þá var ég ansi hallur
undir hans sjónarmið í mörgum
málum.
Bolli Þór Bollason um að hann hafi
verið sammála Baldri Guðlaugssyni um
að engin ríkisábyrgð væri á Icesave.
Líklega hafa þeir verið
að manipúlera með það
eins og annað.
Jón Þ. Sigurgeirsson um skuldatrygg-
ingarálag Kaupþings, sem tók
skyndilega að lækka árið 2008.
Stígur
Helgason
stigur@frettabladid.is