Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.03.2012, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 08.03.2012, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 8. mars 2012 17 Við horfum á enn eina mar-tröðina. Á enn eitt ríki að myrða borgara sína þúsundum saman til varnar forréttindum klíkunnar sem ræður. Við höfum séð þetta svo oft og svo víða að við vitum að þetta hefur ekkert með menningu eða trúarbrögð að gera þótt málsatvik litist alltaf af þess háttar efnum. Og við spyrj- um alltaf þess sama. Af hverju stöðvar alþjóðasamfélagið ekki myrkraverkin? Alþjóðasamfélagið Stutta svarið er einfalt. Alþjóða- samfélagið er ekki til sem fyrir- bæri. Þótt hugtakið sé notað á hverjum degi er ekki einfalt að ljá því merkingu umfram umdeildar fræðilegar tilvís- anir sem hafa lítið að gera með daglega notkun þess. Alþjóða- samfélagið hefur hvorki skoðanir né getu til athafna. Það er í eðli sínu hugmynd en ekki fyrirbæri. Hugtakið er ofnotað og einnig stundum misnotað. Úrskurðarvald Til staðar er þó formlegt kerfi til gæslu friðar. Dómstóll þess er öryggisráð SÞ sem getur heim- ilað stríð til varnar friði. Nokkur stórveldi hafa hins vegar neitun- arvald í ráðinu og beita því eftir eigin hagsmunum. Ekki alþjóða- samfélag þar. Kerfið er líka undantekning frá þeirri megin- reglu að ríki séu fullvalda og að enginn geti hlutast til um innri málefni þeirra. Kínverjar hafa reynst miklir gæslumenn þeirrar reglu enda á varðbergi gagnvart afskiptum annarra ríkja af því sem þau telja kínversk innan- landsmál. Rússar hafa svipaða sýn en aðra hagsmuni gagnvart Sýrlandi að auki. Verktakar Ef öryggisráðið samþykkir stríð eða viðskiptabann treystir það á einstök ríki til framfylgd- ar þeirri stefnu. Stríð Breta, Frakka og fleiri ríkja gegn stjórn Gaddafís í Líbýu byggðist á slíkri ályktun. Rússar og Kínverjar sátu þá hjá en í tilviki Sýrlands beittu þau neitunarvaldi. Það eru þannig herveldi sem fara í stríð eða beita þvingunum í nafni öryggisráðsins. Herveldin sem til greina koma njóta afar lítils trausts í Sýrlandi. Óheppilegur tilbúningur Sýrland varð til í kringum breska og franska stórveldahagsmuni og er óheppileg smíði. Eðlilegra og líklega stórum heppilegra hefði verið að gera landið að hluta mun stærra ríkis Araba eða þá að skipta því enn meira upp eins og til stóð um tíma. Hvorugt pass- aði Bretum eða Frökkum. Né Tyrkjum sem fengu sína sneið af landi. Það hentaði hins vegar Frökkum að taka í her sinn fólk úr sýrlenskum minnihlutahópi, samfélagi alavíta, sem lengi hafði verið nokkuð utangarðs. Þessi hópur, um 12% þjóðarinnar, varð því sterkur í sýrlenska hernum og náði að lokum algeru forræði yfir herafla landsins með valda- ráni Assadfjölskyldunnar. Trúin Þrír fjórðu hlutar Sýrlendinga eru súnní múslímar. Þótt flestir séu hófsemdarmenn ríkir almenn tortryggni í garð alavíta sem í trú sinni skera sig talsvert frá súnnítum og að minna leyti shíít- um. Vegna ríkrar leyndarhyggju alavíta ganga líka alls kyns sögur um trúna sem oft eru ósannar. Til mjög blóðugra átaka kom á milli íhaldssamra trúarhreyfinga súnní múslíma og hersins eftir að hann lenti undir stjórn alavíta. Þau enduðu með fjöldamorðum hersins á súnnítum. Það er því eðlilegt að alavítar óttist hefndir ef þeir missa stjórn á hernum og landinu. Stórt samfélag kristinna manna óttast líka um sinn hag ef íhaldssamir súnní múslímar ná völdum. Stjórnin kyndir undir þennan ótta. Hagsmunir Ekkert stórveldi hefur sérstak- an hag af falli sýrlensku stjórn- arinnar. Rússar telja Sýrland áhrifasvæði sitt. Ísraelsmenn hafa ríkan hag af því að lýðræði komist ekki á í löndum Araba. Bandaríkjamenn myndu fagna endalokum bandalags Sýrlands við Íran en þeir óttast hins vegar að lýðræði í Sýrlandi gæti leitt til óheppilegrar niðurstöðu fyrir þá og Ísrael eins og gerðist með sigri Hamas í Palestínu og trú- manna í Egyptalandi. Bretar og Frakkar eiga ekki olíuhagsmuni í Sýrlandi eins og í Líbýu og Írak. Hvati til íhlutunar er því lítill. Hvað á að gera Kjósi Tyrkir, ríki Araba og ein- hver ríki Vesturlanda að sjá upp- reisnarmönnum fyrir vopnum gæti það leitt til mjög blóðugra bardaga sem her alavíta gæti hugsanlega unnið. Griðasvæði verða heldur ekki búin til án inn- rásar í Sýrland. Harðar refsiað- gerðir geta bitnað á þeim sem síst skyldi eins og gerðist í Írak og þétt raðir stjórnarliða eins og gerst hefur í Íran. Stjórnar- andstaðan í Sýrlandi er klofin í afstöðu til erlendrar íhlutunar. Þjóðarráðið vill hana en ýmis samtök sem virðast vel tengd inn í sýrlenskt þjóðfélag eru meira efins. Vonir Foringjar sýrlenska hersins eru nær allir alavítar en meirihluti hermanna er það ekki. Stjórnin treystir því ekki nema hluta hersins. Á alþjóðavettvangi er Kína í mótsögn við eigin stefnu um forystu svæðisbundinna samtaka um lausn deilna. Kína hefur líka hag af auknu sam- starfi við Arababandalagið. Jarð- vegur virðist geta skapast fyrir vaxandi alþjóðlega hörku gegn ríkisstjórn sem kann að veikj- ast innan frá með sundrungu í hernum. Víðtækur vilji er meðal ýmiss konar stjórnmálahópa til einhvers konar sátta. Engin leið er auðveld. Allar valda þjáning- um. En flestar skárri en van- hugsað stríð. Og við spyrjum alltaf þess sama. Af hverju stöðvar alþjóða- samfélagið ekki myrkra- verkin? Í DAG Jón Ormur Halldórsson dósent Sýrland og heimurinn AF NETINUFullkomin speki – eftir á Nokkuð ljóst er af framburði Davíðs, ef frá er skilin eftiráspeki hans, að hann varaði Geir H. Haarde alls ekki við yfirvofandi bankahruni vegna þess að hann gerði sér enga grein fyrir því sjálfur að það væri framundan. Sama gildir um vitnisburð Arnórs Sighvatssonar, aðstoðarseðlabankastjóra. Hann sagði frammi fyrir Lands- dómi í gær að allt frá 2005 hafi verið of seint að bjarga íslenska bankakerfinu. Ekkert bendir til þess að Arnór hafi öðlast þessa speki fyrr en eftir hrun. Hví er Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, ekki á vitnalista saksóknara Alþingis? Er það vegna þess að hann talar ekki íslensku? Má ekki ómaka svona fína menn? Hann gæti varpað ljósi á merkingu bréfsins sem Davíð Oddsson túlkar á sinn einstaka hátt. Dettur nokkrum manni í hug að King myndi fallast á þá skýringu að boð hans um að gera allt í sínu valdi til að aðstoða Íslendinga við að minnka bankakerfið hafi verið marklaust kurteisishjal? http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson Ólafur Arnarson LSR – sjóðfélagafundur Í tilefni af nýlegri skýrslu um úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008 boðar stjórn LSR til fundar með sjóðfélögum. Miðvikudaginn 14. mars kl. 16:30 Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2, Reykjavík Skýrslu úttektarnefndar má nálgast á heimasíðu sjóðsins www.lsr.is Stjórn LSR Bankastræti 7 101 Reykjavík Sími: 510 6100 Fax: 510 6150 lsr@lsr.is www.lsr.is * Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð bílanna getur verið frábrugðin myndunum í auglýsingunni. Nánari upplýsingar veita ráðgjafar. Komdu í kaffi á greiðslukjörin nýttu verðmætin í gamla bílnum við kaupum hann kaupir þú nýjan milli kl. 9 og 17 skoðaðu Komdu í kaffi og spjallaðu við okkur. Segðu okkur hvað þú ert að pæla og við finnum örugglega hagstæða fyrirtækjalausn fyrir þig. Notaðu sérþjónustu atvinnubíla Ford Verð með vsk. frá 5.990.000 kr. (áður 6.590.000 kr.) FordTransit 8-9 sæta fyrir leigubílstjóra / bílaleigur FordTransit 14-18 sæta fyrir hópferðaleyfishafa FordTransit 6 sæta með palli, fyrir vinnuflokka Verð án vsk. frá 4.772.908 kr. (áður 5.250.996 kr.) Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 | ford.is FordTransit Stilltu klukkuna að kvöldi og þú byrjar daginn heitur að morgni. Tímastillanleg olíumiðstöð er staðalbúnaður í Transit. Vertu í hópi þeirra bestu. Kauptu Ford. Standard heitur alla morgna Verð án vsk. frá 3.338.645 kr. (áður 3.577.690 kr.) Ford Transit sendibíll Ford Transit Connect sendibíll Verð án vsk. frá 2.382.470 kr. (áður 2.541.833 kr.) Verð með vsk. frá 4.190.000 kr. (áður 4.490.000 kr.) Verð með vsk. frá 2.990.000 kr. (áður 3.190.000 kr.) Ford Transit fjórhjóladrifinn (AWD) sendibíll 300.000 kr. lækkun 600.000 kr. lækkun 200.000 kr. lækkun

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.