Fréttablaðið - 08.03.2012, Page 25

Fréttablaðið - 08.03.2012, Page 25
Ísak Winther, grafískur hönnuður hjá Pipar, segist ekki frægur fyrir skrautlegan fatastíl, hann fari í svartan bol og gallabuxur nánast á hverjum degi. Það hafi því ekki margir vitað hverju hann lumaði á í sokka- skúffunni. „Ég hef mjög gaman af litríkum sokk- um. Ég er með hálfgert sokkablæti,“ segir Ísak og hlær en hann gaf sokka- blætinu lausan tauminn einn daginn þegar hann hætti að flokka sokkana sína. „Mér fannst alltaf furðulegt að henda heilum sokk ef annar týndist, leiddist líka að para saman sokka eftir þvott. Einn daginn tók ég því ákvörð- un um að taka bara tvo sokka upp úr skúffunni og fara í þá, hvort sem þeir pössuðu saman eða ekki,“ segir Ísak sem ljósmyndar sokkaklæddar tærn- ar og birtir daglega á veggnum sínum á facebook, undir nafninu „mitch match of the day“. Uppátækið hefur smitað út frá sér. „Þetta hefur hvatt fólk til að stressa sig minna á þessu smáatriði. Einn vinur minn átti 300 svarta sokka og var alltaf að reyna að finna pör. Hann fann fyrir gríðarlegu frelsi þegar hann hætti því og fór hlæjandi í vinnuna í tveim ósamstæðum svörtum sokkum,“ segir Ísak og viðurkennir að ósamstæðu sokkarnir kryddi líka tilveruna. „Um daginn þurfti ég að fara mjög snemma á fætur og klæddi mig í myrkri til að vekja ekki fjölskylduna. Mundi svo allt í einu eftir því í hádeginu að ég hafði ekki hugmynd um í hvernig sokkum ég væri. Ég varð bara nokkuð spenntur og dreif mig úr skónum, bara til að skoða,“ segir hann og hlær. „Ég fæ skemmtilegar athugasemdir á hverj- um degi og það hefur komið upp hug- mynd að búa til sérstakan hóp á Face- book. Svo blundar líka í mér að fara í framleiðslu á stökum sokkum og selja í stykkjatali. Það er aldrei að vita.“ ■ rat LISTRÆNT FRELSI Ísak leiddist að para saman sokkana upp úr þvottakörfunni og ákvað að hætta því. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÓSAMSTÆÐA DAGSINS FRJÁLSLEGUR TIL FÓTANNA Ísak Winther er hættur að flokka sokkana sína og lætur tilviljun ráða sokkavali á hvorn fót. Stækkar þig um númer! ted 42026 - flottur push up haldari í B, C skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.995,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Nuddrúlla -mýkir upp stífa vöðva Verð: 4.980 kr. Fermingartilboð Gerið GÆÐA- og verðsamanburð 12 má naða vaxtal ausar greiðs lur Stærð Verð Tilboð 120x200 84.900 kr. 79.900 kr. VALHÖLLNý hönnun 5 svæðaskipt gormakerfi, gæðabólstrun, stál kantstyrkingar Verð með íslenskum botni og fótum 10.000 kr . vöruútte kt fylgir öllum fermingar rúmum LITRÍKT Ísak tók upp á því að ljósmynda ósamstæða sokka dagsins og birta á Facebook. MYND/ÍSAK WINTHER HÖFUÐLAUS DIOR Breski fatahönnuðurinn John Galliano var lengi vel yfirhönnuður hjá Dior eða þar til tískuhúsið rak hann á síðasta ári fyrir niðrandi ummæli í garð gyðinga. Enn er leitað að eftirmanni hans.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.