Fréttablaðið - 08.03.2012, Side 40

Fréttablaðið - 08.03.2012, Side 40
8. mars 2012 FIMMTUDAGUR32 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 08. mars 2012 ➜ Fræðsla 17.15 Jóna Hrönn Bolladóttir flytur erindi um ábyrgð í Bókasafni Kópavogs. Þetta er fjórða og síðasta erindið í röðinni um ábyrgð. Allir velkomnir og ókeypis aðgangur. ➜ Kvikmyndir 17.00 Konfúsíusarstofnunin Norður- ljós sýnir kvikmyndina Rauði lampinn (Raise the Red Lantern) frá 1991. Myndin verður sýnd í stofu 101 í Odda. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. ➜ Tónleikar 19.00 Styrktartónleikar Félags Einstakra barna verða haldnir í Háskólabíói. Miða- verð er kr. 2.000. 20.00 Hljómsveitin Blágresi heldur útgáfutónleika í Kaldalónssal Hörpu í til- efni útgáfu plötu sinnar Hvað ef himininn brotnar. Bjartmar Guðlaugsson og Gunnar Þórðarson verða sérstakir gestir. 20.30 Anna Vilhjálms fer í gegnum söng- feril sinn á tónleikum í Austurbæ. Hún mun taka vinsælustu og uppáhalds lögin sín. Einar Júlíusson, Bjarni Arason og Viðar Jónsson verða gestasöngvarar. Miðaverð er kr. 3.500. ➜ Uppákomur 19.00 Herrakvöld Jack & Jones verður haldið í verslun þeirra í Smáralind. Ýmis- legt verður um að vera, til dæmis FIFA mót og armbeygjukeppni og verða veglegir vinningar í boði. Bjór verður í boði Ölgerðarinnar og eitthvað að narta í, auk þess sem Finlandia stelpur verða á svæðinu með fljótandi veigar. ➜ Dagskrá 17.00 Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna munu fjölmörg samtök, stétta- félög og fagfélög standa fyrir dagskrá í Iðnó. Yfirskrift fundarinns er Vorið. Dag- skráin er öllum opin og aðgangur er ókeypis. ➜ Leikrit 14.00 Leikfélag eldri borgara, Snúður og Snælda, sýnir leikritið Rommí eftir D.L. Col- burn í Iðnó. Leikstjóri er Bjarni Ingvarsson. ➜ Tónlist 20.00 Partíþokan, boðberi taumlausrar gleði, mætir í Edinborgarhúsið á Ísafirði. Fram koma Úlfur Úlfur, FM Belfast, Prins- póló, Mammút og Klysja. Miðaverð er kr. 1.900 en nemendur MÍ fá miðann á 1.500 kr. 21.00 Ofurkvartettinn ADHD spilar á Græna Hattinum, Akureyri. Kvartettinn skipa þeir Óskar Guðjónsson, Ómar Guð- jónsson, Davíð Þór Jónsson og Magnús Elíasson. Miðaverð er kr. 2.000. 21.00 Reykjavík Folk Festival tónlistar- hátíðin heldur áfram á Café Rosenberg. Á hátíðinni koma fram hljómsveitir úr ýmsum áttum og er hún sett upp að alþjóðlegri fyrirmynd. Í kvöld koma fram Guðrún Gunnarsdóttir og hljómsveit, Spottarnir, Kvonn frá Færeyjum og Varsjár- bandalagið. 21.30 Hin árlega Skattheimta Reglu Hins Öfuga Pýramída verður haldin í þriðja skipti á tónleikastaðnum Faktorý. Fram koma The Heavy Experience, Fist Fokkers, Gang Related, Malneirophrenia, Otto Katz Orchestra og Veenox Seven. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Danski saxafónleikarinn Benjamin Koppel verður gestur Bítladrengjanna blíðu á tónleikum þeirra á Ob-La-Dí, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Myrra Rós og Svavar Knútur spila á tónleikaröðinni gogoyoko Wireless í boði Símans og Smirnoff. Tónleikaröðin fer fram á KEX Hostel og er miðaverð kr. 1.500. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is „Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum styrktartónleika en okkur langaði að gera eitthvað sérstakt í tilefni 15 ára afmæl- is félagsins,“ segir Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður félags Einstakra barna. Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjald- gæfa sjúkdóma. Það var stofnað af nokkrum foreldrum 13. mars 1997 og eru nú um 200 fjölskyld- ur í félaginu. „Það er ekki þann- ig í mörgum félögum að maður óski þess að hafa sem allra fæsta félagsmenn,“ segir Guðmundur. „Við reynum að styðja félags- menn okkar bæði félagslega og og faglega,“ segir Guðmundur og bætir við að það sé mikilvægt fyrir sjúklinga og aðstandendur að hitta fólk í sambærilegum sporum. Félagið byggist upp á sjálfboðaliðastarfi og styrkjum og stuðningi úr samfélaginu, og það gera tónleikarnir líka. „Þetta verður fimm stjörnu kvöld þar sem allir tónlistar- mennirnir gefa vinnu sína,“ segir Guðmundur. Miðaverð á tónleikana, sem haldnir verða í Háskólabíói í kvöld, er aðeins 2.000 krónur og renna þær óskertar til félagsins. Flytjendurnir eru ekki af verri endanum, en fram koma Ingó og Veðurguðirnir, Jón Jónsson, Moses Hightower, Valdimar og Jónas Sigurðsson & Ritvélar framtíðarinnar. Miða má nálgast á midi.is og í verslunum Brim. - trs Fimm stjörnu tónleikar EINSTÖK BÖRN Guðmundur Björgvin, formaður félags Einstakra barna, segir styrktar- tónleikana í kvöld lofa góðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.