Fréttablaðið - 08.03.2012, Page 46
8. mars 2012 FIMMTUDAGUR38
folk@frettabladid.is
ÍSLENSKRA KRÓNA fengust fyrir Christian Dior-kjólinn sem Natalie Portman
klæddist á Óskarsverðlaununum. Kate Young, stílisti Portman, fékk kjólinn lánaðan í
bresku búðinni Rare Vintage þar sem hann seldist um leið og Portman skilaði honum.
6.284.500
Gamanleikarinn Will Ferrell
segir aðdáendur sína iðulega
verða vonsvikna þegar þeir hitta
hann í lifanda lífi. Þetta kemur
fram í viðtali sem hann veitti
tímaritinu Rolling Stone.
„Ég heilsa þeim og segi: „Hæ,
hvað segir þú gott?“ og þau
segja á móti: „Hvað ætlarðu að
gera fyndið? Eruð þið viss um að
þetta sé rétti maðurinn, hann er
ekki að gera neitt fyndið?“ Ég er
hræddur um að þau verði hrylli-
lega vonsvikin öll sem eitt,“ sagði
leikarinn sem er nú að kynna nýj-
ustu gamanmynd sína, Casa de
mi Padre, en þar talar hann ein-
göngu spænsku.
Lítið fyndinn
í alvörunni
EKKI FYNDINN Will Ferrell segir aðdá-
endur sína verða vonsvikna yfir því
hversu lítið fyndinn hann er í raunveru-
leikanum. NORDICPHOTOS/GETTY
Þýski plötusnúðurinn Micha
Moor er væntanlegur aftur til
landsins og spilar á 800 Bar á
Selfossi föstudaginn 9. mars.
Moor hefur komið til landsins
nokkrum sinnum áður og ávallt
slegið í gegn. Hann sló fyrst
í gegn með lagi sínu Space en
síðan þá hefur hann gefið út vin-
sæl lög eins og Love is Chemical,
Learn to Fly, sem var vinsælasta
lagið á Íslandi sumarið 2010, og
Keep on Rising, sem var eitt heit-
asta lagið á Íslandi síðasta sumar.
Micha Moor á án efa eftir að
slá í gegn á Selfossi um helgina,
en miðasala er í fullum gangi á
midi.is.
Micha Moor
á Selfossi
Á ÍSLANDI Micha Moor er einn
vinsælasti plötusnúður heims um þessar
mundir.
Mila Kunis er eflaust öfunduð af
mörgum fyrir útlit sitt, enda marg-
oft verið valin á alls kyns lista yfir
kynþokka og fegurð og er eftirsótt af
mörgum.
Hún er þó ekki fullkomlega ánægð
með sjálfa sig, frekar en flestar konur.
Í viðtali við leikkonuna. sem kemur
til með að birtast í aprílhefti Bazaar-
tímaritsins opnar hún sig meðal ann-
ars um það að hún vildi óska þess að
hún væri með stærri rass.
Kunis ræddi alls kyns mál í við-
talinu og sagðist meðal annars vera á
móti lýtaaðgerðum, en að ef hún yrði
spurð álits á þeim aftur eftir 10 ár
væri þó aldrei að vita nema sú skoðun
hefði breyst.
Leikkonan er ættuð frá Úkraínu,
en hún flutti til Bandaríkjanna með
fjölskyldu sinni þegar hún var 7 ára
gömul. Flutningarnir voru henni
afar erfiðir og hún segist ekki muna
eftir fyrsta árinu í Bandaríkjunum.
Hún segist hafa verið eins og blind
og heyrnarlaus fyrst um sinn, en hún
kunni ekki stakt orð í ensku.
Kunis er einhleyp, en hún hætti með
kærasta sínum til átta ára, barna-
stjörnunni Macaulay Culkin, árið 2010.
„Ég var hamingjusöm í sambandi, en
ég er líka hamingjusöm ein,“ segir
Kunis í viðtalinu og bætir við að hún
fari ekki mikið á stefnumót, og þyki
best að eyða kvöldum í rólegheitum
heima hjá sér með gott vínglas í hönd.
Milu Kunis dreymir um stærri rass
EKKI ÁNÆGÐ Leikkonan Mila Kunis er ekki fullkomlega ánægð með
sjálfa sig, þrátt fyrir að vera talin ein kynþokkafyllsta kona heims.
© 2012 Shure Europe GmbH
www.drum-mastery.eu
Presented by:
LOKA BARÁTTAN!
Fimm áhuga trommuleikarar valdir úr hópi keppenda frá 23 löndum keppast um að verða alþjóðlegi
Shure Drum Mastery siguverarinn.
OG ÞITT ATKVÆÐI RÆÐUR ÚRSLITUM!
LOKABARÁTTAN UM HEIÐURSNAFNBÓTINA (5 ÞÁTTAKENDUR/5 TROMMUSETT)
+ SÉRSTAKUR GESTUR: GULLI BRIEM (MEZZOFORTE)
+ DJ PAUL CROGNALE (LONDON, UK) STEMMING FYRIR OG EFTIR ORUSTU
Sjáið keppendur í úrslitum á vefslóðinni: www.drum-mastery.eu
10. MARS 2012 KL. 21:00
GAMLI GAUKURINN
AÐGANGUR ÓKEYPIS
Tryggvagötu 22, 101 Reykjavík, www.gaukurastong.is
DRUM MASTERY
LOKA BARÁTTAN