Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2012, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 22.03.2012, Qupperneq 8
22. mars 2012 FIMMTUDAGUR8 1. Hvaða leikfangafyrirtæki ætlar að framleiða geimskip úr íslenska tölvuleiknum Eve Online? 2. Hver var samanlagður hagnaður Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans í fyrra? 3. Hve mörgum á sjúkrahús að þjóna sem Íslendingar gáfu til Malaví? SVÖR ÁSTRALÍA Airbus hefur gengið til liðs við fyrirtækjasamtök sem hafa það að markmiði að þróa sjálfbæran orkugjafa fyrir flugiðnað. Stefnt er á að vinna eldsneyti með hitaskiljun úr Mallee ilm- viðartrjám sem vaxa í Ástralíu. Þar hafa trén verið notuð til að rækta upp land í söltum jarð- vegi. „Nýjar tegundir af eldsneyti eru ómissandi þáttur rannsókna á leiðinni til aukinnar sjálfbærni í flugiðnaði og styðja metnaðarfull- ar áætlanir okkur um að draga úr útblæstri koltvísýrings,“ er haft eftir Tom Enders, forstjóra Air- bus, í tilkynningu félagsins. - óká Airbus reynir hitaskiljun: Þotubensín unnið úr trjám TOM ENDERS HEILBRIGÐISMÁL Níu konur sem komið hafa í ómskoðun hjá Krabbameinsfélagi Íslands eru með heilar PIP-fyllingar, en sílíkon í eitlum. Það skýrist af því að þær hafa fengið sér nýja púða á síðustu tíu árum, en þeir gömlu hafi lekið og sílíkonið ekki fjarlægt. Samkvæmt nýjustu tölum frá Krabbameinsfélagi Íslands er 151 kona sem komið hefur í ómskoðun með lekar PIP- brjóstafyllingar, sem gerir hlut- fallið 61 prósent. Alls hafa 253 konur komið í skoðun af þeim 393 sem fengu bréf frá ráðu- neytinu á sínum tíma. 92 konur eru með heila púða og ein er án fyllinga. Sú kona er búin að láta fjarlægja úr sér leka púða en vildi láta kanna hvort sílíkonið hefði lekið í eitla. Velferðarráðuneytið hefur óskað eftir því að Jens Kjart- ansson lýtalæknir sendi þeim konum bréf sem fengu hjá honum PIP-brjóstafylling- ar fyrir árið 2000 og láti þær vita að púðarnir gætu mögu- lega verið gallaðir. Er þetta gert í ljósi þess að frönsk yfir- völd sendu nýverið frá sér yfir- lýsingu um að ekki sé hægt að útiloka að PIP-púðar sem fram- leiddir voru fyrir árið 2000 séu gallaðir. Fram til þessa var ein- ungis þeim konum sem fengu fyllingar á tímabilinu 2000 til 2011 boðið að láta fjarlægja þær. Ekki liggur fyrir hversu margar konur hafa fengið púðana frá árinu 1992, þegar framleiðsla hófst, en þær eru ekki taldar margar. - sv Velferðarráðuneytið óskar eftir frekari upplýsingum frá Jens Kjartanssyni í ljósi yfirlýsinga frá Frakklandi: Níu með sílíkon í eitlum en heila PIP-púða 11 búnar í aðgerð Samkvæmt upplýsingum frá land- læknisembættinu hafa 11 konur farið í aðgerð á Landspítalanum þar sem PIP-púðar voru fjarlægðir úr brjóstum þeirra. Á göngudeild hafa komið um 75 til 80 konur og búið er að bóka göngudeildartíma fram í apríl. Alls eru áætlaðar 32 aðgerðir í þessum mánuði. Ekki er ljóst hversu margar af þeim, sem búnar eru að fara í aðgerð, voru með leka púða. 1. Lego. 2. þrjátíu milljarðar króna. 3. 125 þúsund manns. * Ve rð m ið as t vi ð að b ók að s é á ne ti nu . SÓLAR HEFST Í DAG FIMMTUDAGINN 22 MARS KL 12:00. Flugfar til ALICANTE valdar dagsetningar í apríl og maí 49.900 kr.* Verð frá: Báðar leiðir með sköttum. Spretturinn hefst í dag 22.mars kl.12:00! Vertu í viðbragðsstöðu því við ræsum af stað sjóðheitan sólarsprett á hlægilegu verði! Tilboðið gildir til ALICANTE á völdum dagsetningum í apríl og maí. Sólarspretturinn hefst í dag fimmtudaginn 22. mars kl. 12:00 og þú hefur aðeins 24 klukkustundir til að bóka ferðina þína á þessu einstaka tilboði - fyrstir koma fyrstir fá! STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþing- is gagnrýnir úrskurðarnefnd almannatrygginga fyrir að túlka reglugerð of þröngt þegar nefndin neitaði eldri konu, sem handleggs- brotnaði á heimili sínu, um bætur úr slysatryggingu. Slysatrygginguna fékk konan með því að haka við í þar til gerðan reit á skattframtali sínu. Hún var að elda hádegismat á heimili sínu, en gerði hlé á eldamennskunni til að svara símanum. Þegar hún hafði lokið símtalinu hraðaði hún sér aftur í eldhúsið, en féll á leiðinni. Konan handleggsbrotnaði á hægri handlegg þegar hún bar handlegg- inn fyrir sig við fallið. Hvorki Sjúkratryggingar Íslands né úrskurðarnefnd almannatrygg- inga töldu konuna eiga rétt á bótum. Hún hafði merkt við að hún vildi njóta tryggingar við heimilisstörf á skattframtali, og taldi sjálf að hún hefði verið við heimilisstörf. Úrskurðarnefndin taldi konuna ekki hafa verið við eldamennsku einmitt þegar hún datt. Í reglugerð um heimilistryggingarnar segir að þær eigi til dæmis ekki við slasist fólk í baði, við að klæða sig, borða, svara í síma og sækja póst. Trygg- ingin á að gilda við almenn heim- ilisstörf, til dæmis matseld, þrif, almenna viðhaldsvinnu og garð- yrkju. Bæði Sjúkratryggingar og úrskurðarnefndin töldu að konan hafi gert hlé á eldamennsku með því að svara í símann, og sinnt því sem kallað er „daglegum athöfn- um“. Ekki var tekið tillit til þess að símtalið snerist um innkaup á mat, og því tengt eldamennsku óbeint. Í úrskurði nefndarinnar er vitnað í reglugerðina, þar sem sérstaklega er tekið fram að tryggingin gildi ekki slasist fólk við að tala í símann. Umboðsmaður Alþingis telur niðurstöðu úrskurðarnefndarinn- ar ekki í samræmi við lög, enda hafi slysið átt sér stað í beinum tengslum við eldamennsku kon- unnar. Í áliti umboðsmanns er lagt að nefndinni að endurskoða niður- stöðu sína, sækist konan eftir því, og breyta vinnubrögðum í sambæri- legum málum. brjann@frettabladid.is Kona fái bæt- ur fyrir fall á eigin heimili Úrskurðarnefnd taldi eldri konu sem slasaðist í miðri eldamennsku ekki hafa verið við heimilisstörf og synjaði bótakröfu. Umboðsmaður Alþingis átelur nefndina og telur konuna eiga rétt á slysabótum. GARÐYRKJA Með því að haka í viðkomandi reit í skattframtali getur fólk fengið slysatryggingu við almenn heimilisstörf, þar með talið garðyrkjustörf. NORDICPHOTOS/GETTY Með því að haka í þar til gerðan reit í skattframtali, sem landsmenn eiga að skila á næstu dögum, getur fólk tryggt sér slysatryggingu við heimilisstörf. Tryggingin gildir á heimili viðkomandi, í sumarbústað og í afmörkuðum húsagarði. Tryggingin nær meðal annars til: ■ Hefðbundin heimilisstörf, til dæmis matseld og þrif. ■ Umönnun sjúkra, aldraðra og barna. ■ Almenn viðhaldsverkefni, til dæmis málningu innanhúss og minni háttar viðgerðir með „hættulitlum verkfærum“. ■ Hefðbundin garðyrkjustörf. Ýmislegt er undanskilið: ■ Slys við viðameiri viðhaldsfram- kvæmdir. ■ Slys við daglegar athafnir á borð við að klæða sig, borða, svara í síma og sækja póst. ■ Slys á ferðalögum, til dæmis í tjaldi, hjólhýsi og á hótelum. Slysatrygging STJÓRNSÝSLA Stjórnendur Landbún- aðarháskólans segja þungbært að ekki hafi tekist að reka hann innan fjárheimilda og gera reksturinn sjálfbæran til lengri tíma. „Ástæðurnar eru okkur mjög ljóslega þær að í upphafi var ekki rétt gefið og stofnunin hefur ekki fengið þann stuðning sem hún hefur þurft,“ segir í viðbrögðum sem skólinn sendi frá sér í gær vegna athugasemda Ríkisendur- skoðunar í skýrslu til Alþingis sem birt var á þriðjudag. Bent er á að heimanmundur skólans við stofnun hafi verið 115 milljóna króna halli frá árinu 2004, frá þeim stofnunum sem runnu saman og mynduðu skól- ann. Heildarskuldir skólans nema nú 739 milljónum króna. Þar af skuldar skólinn ríkinu um 695 milljónir. Í viðbrögðum mennta- og menningarráðuneytisins í skýrslu Ríkisendurskoðunar er tekið undir sjónarmið skólans og segir ráðu- neytið mál metin á þann hátt að óraunhæft sé að krefja skólann um endurgreiðslu skuldarinnar við ríkissjóð á meðan hagræðingarað- gerðir ganga yfir. Í svörum skólans er líka hafnað efasemdum um heimtur á skulda- bréfaeign skólans vegna sölu hans árið 2009 á hlut sínum í ORF líf- tækni. „Umrædd skuldabréf eru á gjalddaga síðar á þessu ári og væntir skólinn þess að allri óvissu um verðgildi þeirra verði eytt innan ársins með því að þau verði greidd upp.“ - óká Stjórnendur Landbúnaðarháskólans svara gagnrýni: Segja ekki hafa verið rétt gefið í upphafi VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.