Fréttablaðið - 22.03.2012, Page 31

Fréttablaðið - 22.03.2012, Page 31
| FÓLK| 3 Hugmyndin að skartinu er fengin úr ís- lenskri skautbúninga- hefð og mynstrin voru upphaflega teiknuð af Sigurði Guðmunds- syni málara árið 1859,“ segir Dýrfinna Torfadóttir, gullsmið- ur og skartgripahönn- uður, sem sýnir nýtt skart, Sjávarskart fjall- konunnar, á þremur stöðum í Reykjavík á HönnunarMars. Eins og oft áður nýtir hún óhefðbundin efni í skart sitt og skrautmuni, aðal- lega fiskroð, endur- unnið gúmmí og silfur. „Mynstrið er fengið úr útsauminum sem var neðst á pilsinu í búningi Sigurðar málara og framan á boðung- unum,“ heldur Dýrfinna áfram. „Þetta er nýjasta hönnun mín og hún verður til sýnis á þessum þremur stöðum, auk eldri gripa eftir mig.“ Sýningarnar sem um ræðir eru Rætur í Hafnarborg í Hafnarfirði, sýning í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg og sýning Handverks & Hönnunar í Kringlunni sem verður opnuð í dag. Dýrfinna er fædd og uppalin á Ísafirði og áhrif vestfirskrar náttúru eru greinileg í þessu nýja skarti eins og oft áður í hönnun hennar. Þar kall- ast á nálægð sjávar, hrikaleg fjöll og hin viðkvæma vestfirska flóra og þessi hughrif eru kveikjan að því að flétta saman blóma- og jurtamynstur í skart. Dýrfinna hefur tekið þátt í fjölda sýn- inga, bæði einkasýningum og samsýn- ingum og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Meðal annars hlaut hún 1. verðlaun fyrir tískuskartgrip ársins árin 1997, 1998 og 1999. Hún er fyrrverandi formaður Félags íslenskra gullsmiða. ■ fsb SÝNIR NÝTT SKART Á ÞREMUR STÖÐUM SJÁVARSKART Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður og skartgripahönnuður, sýnir nýjustu hönnun sína, Sjávarskart fjallkonunnar, á þremur sýningum á höfuð- borgarsvæðinu í tengslum við HönnunarMars. ROÐ OG GÚMMÍ Sjávarskart fjall- konunnar er úr fiskroði og endur- unnu gúmmíi og var mynstrið teiknað árið 1859. FER VÍÐA Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður sýnir skart á þremur sýningum í tengslum við HönnunarMars. TÍSKA AUSTURSTRÆTI 8 - 10 • SÍMI 534 0005 OPIÐ ALLA DAGA Ekta leður skór 10 litir Strærðir 35-40 Verð 14.800 kr. DISCOVERY CHANNEL ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.