Fréttablaðið - 22.03.2012, Side 34
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar & námskeið FIMMTUDAGUR 22. MARS 20122
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is s. 512 5411.
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Þessi námslína er unnin í sam-starfi við Viðskiptaráð Íslands og FME og er gagnlegur und-
irbúningur undir hæfnismat allra
þeirra sem koma að stjórnarsetu
og stjórnarstörfum eftirlitsskyldra
aðila samkvæmt skilyrðum FME,“
segir Guðmunda Smáradóttir, for-
stöðumaður Stjórnmenntar Opna
háskólans í HR. Opni háskólinn
hefur í nokkur ár boðið upp á náms-
línu fyrir stjórnarmenn og aðra þá
sem hafa hug á því að gefa kost á sér
til stjórnarsetu.
Námslínan samanstendur af
fimm námskeiðum sem hér eru
talin upp.
Grundvallaratriðin
Grundvallaratriðin – Handbók
stjórnarmanna er námskeið þar
sem fjallað er almennt um hlutverk,
ábyrgð og störf stjórna. „Meðal um-
fjöllunarefnis er hlutverk og ábyrgð
stjórnarmanna og stjórnarinnar í
heild, árangursríkir stjórnarfund-
ir og afmörkun starfsheimilda,“
segir Guðmunda en leiðbeinandi á
námskeiðinu er Berglind Ósk Guð-
mundsdóttir, lögfræðingur á fyrir-
tækjasviði KPMG.
Hlutverk stjórna
Á námskeiðinu Hlutverk og verklag
stjórna er fjallað nánar um hlut-
verk stjórna og rýnt í undirliggj-
andi viðhorf og kenningar sem að
því lúta. „Sérstaklega eru eftirlits-
og stefnumótunarhlutverk stjórna
skoðuð og fjallað um þá togstreitu
sem þessi tvö hlutverk geta skapað,“
segir Guðmunda en einnig verður
komið að ýmsum þáttum er varða
ábyrgð og hagsmunaárekstra og
fjallað um hæfniskröfur sem gerð-
ar eru til stjórnarmanna. Hlutverk
stjórnarformanns og framkvæmda-
stjóra eru tekin til ítarlegrar skoð-
unar. „Þá er sérstaklega fjallað um
lykilþætti árangursríks stjórnar-
samstarfs, uppbyggingu trausts og
helstu þætti er varða upplýsinga-
flæði til stjórnar,“ segir hún. Að
lokum verður fjallað um starfsregl-
ur stjórna, hlutverk þeirra og mik-
ilvægi.
Leiðbeinandi á námskeiðinu
er dr. Þóranna Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri rekstrar og stjórnun-
ar hjá HR.
Viðskiptasiðfræði
„Í þessum hluta námskeiðsins verð-
ur fjallað um hlutverk viðskiptasið-
fræðinnar í fyrirtækjamenningu
og það hvernig stjórnarmenn geta
haft áhrif á að siðferðisleg gildi séu
höfð að leiðarljósi í starfsemi fyrir-
tækja,“ upplýsir Guðmunda. Kynnt-
ar verða þær leiðir sem þróaðar
hafa verið fyrir stjórnendur fyrir-
tækja til þess að innleiða samfélags-
ábyrgð og siðferðisleg gildi í rekst-
ur. „Fjallað verður sérstaklega um
orðsporsáhættu fyrirtækja,“ segir
hún og bendir á að stjórnarmenn
í fyrirtækjum verði að leggja meiri
áherslu en áður á að tryggja að fyr-
irtæki þeirra verði ekki skotspónn
fjölmiðla og almennings vegna sið-
ferðislegra álitamála.
Leiðbeinandi verður Stefán Einar
Stefánsson, viðskiptasiðfræðingur.
Lagaleg viðfangsefni stjórna
Á þessu námskeiði verður fjallað
um ábyrgð og skyldur stjórnar-
manna. Helstu lög, reglugerðir
og fyrirmyndir að skilvirku starfi
stjórna eru kynntar og fjallað um
helstu réttarheimildir, þar með
talið lög um hlutafélög og einka-
hlutafélög, og samanburður gerð-
ur á samþykktum félaga og hlut-
hafasamningum. Fjallað verður
um megineinkenni hlutafélaga og
einkahlutafélaga, eðli takmarkaðr-
ar ábyrgðar og samanburður við
önnur félagaform. Jafnframt verður
farið yfir stjórnhætti hlutafélaga (e.
Corporate Governance), viðfangs-
efni stjórna og strauma og stefnur.
Leiðbeinandi verður Jóhannes
Rúnar Jóhannsson sem er stunda-
kennari við HR og situr í skilanefnd
Kaupþings.
Fjárhagsleg viðfangsefni stjórna
„Í þessum hluta er markmiðið að
veita innsýn inn í fjárhagsleg við-
fangsefni stjórna, meðal annars
það sem tengist verðmati fyrirtækja,
greiningu og túlkun ársreikninga
og áhrifum skattaumhverfis,“ lýsir
Guðmunda en einnig verður farið í
skráningu félaga á verðbréfamark-
að út frá ýmsum sjónarhornum.
„Meðal annars er fjallað um sveifl-
ur á markaði og í efnahagsstærð-
um og þau áhrif sem það getur haft
á ákvarðanatöku.“
Fjallað verður um reglur um
skráð félög og hlutafjáraukning
skoðuð út frá lagalegu sjónarhorni.
Gefin verður innsýn í verðbréfa-
markaðsrétt með sérstaka áherslu
á upplýsingaskyldu og markaðsmis-
notkun. Leiðbeinendur eru Almar
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Félags atvinnurekenda, og Tanya
Zharov, lögfræðingur hjá Auði Capi-
tal.
Kjörinn undirbúningur
fyrir konur
Hinn 1. september 2013 munu taka
gildi lög um kynjahlutfall í stjórnum
íslenskra fyrirtækja. Skal hlutfall
hvors kyns ekki vera lægra en 40% í
opinberum hlutafélögum og hluta-
félögum þar sem starfa fleiri en 50
starfsmenn að jafnaði á ársgrund-
velli. „Nú þegar um eitt og hálft ár er
til stefnu vantar enn um 200 konur
í stjórnir fyrirtækja. Námslínan er
því kjörinn undirbúningur fyrir
þær konur sem, á næstu mánuðum,
hyggjast gefa kost á sér til stjórnar-
setu,“ minnir Guðmunda á.
Ábyrgð og árangur stjórnarmanna
Opni háskólinn í Reykjavík hefur í nokkur ár staðið fyrir námslínu fyrir stjórnarmenn og aðra þá sem vilja gefa kost á sér til stjórnarsetu. Markmið
námslínunnar er að efla faglegan grunn stjórnarmanna meðal annars með þjálfun á sviði lagalegra, fjárhagslegra og siðferðislegra viðfangsefna.
Guðmunda segir markmið námslínunnar vera að efla faglegan grunn stjórnarmanna
meðal annars með þjálfun á sviði lagalegra, fjárhagslegra og siðferðilegra viðfangsefna.
MYND/GVA
Elsta dæmið sem þekkt er um að Íslendingur hafi verið sett-ur til mennta er þegar Gissur
hvíti fór til Saxlands með Ísleif son
sinn og kom honum þar í nám. Ís-
leifur kom aftur til Íslands um 1030
og er ekki ólíklegt að hann hafi þá
farið að kenna öðrum en víst er að
eftir að hann kom heim eftir bisk-
upsvígslu 1057 og settist að í Skál-
holti fór hann fljótt að taka unga
menn í læri og kenna þeim prest-
leg fræði. Því er hefð að miða upp-
haf Skálholtsskóla við árið 1056,
vígsluár Ísleifs, þótt víst sé að
skólahald hafi ekki hafist þar fyrr
en að minnsta kosti ári síðar.
Við siðbreytinguna í Skálholts-
biskupsdæmi 1542 skipaði kon-
ungur svo fyrir að skólar skyldu
stofnaðir á klaustrunum og eign-
ir klaustranna ganga til þeirra en
það var þó strax tekið aftur. En árið
1552 skipaði konungur Páli Hvít-
feld höfuðsmanni að koma hér á
latínuskólum, bæði í Skálholti og á
Hólum. Skyldi setja vel lærðan og
guðhræddan skólameistara yfir
hvorn skóla, svo og heyrara (kenn-
ara).
24 piltar voru í hvorum skóla um
sig og skyldu þeir fá góðan mat og
drykk eftir landsvenju, vaðmál til
fata og hverjir tveir piltar saman
rekkjuvoð annað hvert ár. Eitt at-
riði var þó í fyrirmælum konungs
sem Íslendingar treystu sér ekki
til að fara eftir en það var að veita
skólapiltum öl daglega. Skólinn átti
líka að vera bæði vetur og sumar en
eftir því var aldrei farið. Heimild:
wikipedia.org
Ísleifur Gissurarson var fyrsti
menntaði Íslendingurinn
Hefð er fyrir því að miða upphaf kennslu í Skálholtsskóla við vígsluár Ísleifs Gissurarsonar sem biskups, 1056, en hefðbundið
skólahald hófst þó ekki fyrr en nokkru síðar. Eftir siðaskipti lögðu stjórnvöld svo fyrir að skólapiltum skyldi veitt öl daglega.
SKÓLASKILABOÐ Á
FACEBOOK
Misjafnt er hve mikið grunn-
skólar nota Facebook til að koma
tilkynningum til gamalla eða
nýrra nemenda. Sumir skólar
nýta sér samskiptavefinn talsvert
á meðan aðrir hafa ekki áttað
sig á möguleikunum. Í mörgum
tilfellum hafa þó eldri nemendur
búið til árgangshópa undir merki
skóla sinna. Með þeim er hægt
að tilkynna endurfundi gamalla
skólasystkina.
Facebook er ágætis leið til að
upplýsa og gleðja nemendur.
Skólinn gæti til dæmis boðið upp
á gamlar skólamyndir og safnað
um leið eldri nemendum sem
vinum. Þannig er auðvelt að láta
vita ef skólinn fagnar einhverjum
merkisdegi og vill koma þeim
upplýsingum til eldri nemenda.
Margir minnast með gleði þeirra
kennara sem þeir áttu í grunn-
skóla í lengri eða skemmri tíma.
Þegar kennari lætur af störfum
vegna aldurs ætti að setja mynd
af honum á Facebook og þakka
honum vel unnin störf. Þá gætu
gamlir nemendur birst í athuga-
semdakerfinu með skemmtileg
innslög um viðkomandi kenn-
ara. Foreldrar grunnskólabarna
gætu um leið fengið upplýsingar
um breytingar í skólanum eða
óvæntar uppákomur.
Skólahald hefur verið í Skálholti í nærri þúsund ár, þó ekki samfellt. MYND:VILHELM