Fréttablaðið - 22.03.2012, Page 35

Fréttablaðið - 22.03.2012, Page 35
KYNNING − AUGLÝSING22. MARS 2012 FIMMTUDAGUR FAGLEGAR RÁÐNINGARAÐFERÐIR Það að ráða einstakling í starf getur verið flókið og vandasamt ferli. Á námskeiðinu Faglegar ráðningar- aðferðir hjá Endurmenntun HÍ er fjallað um hönnun ráðningaferils frá greiningu starfs og gerð auglýsing- ar til samanburðar á umsækjendum og ákvörðun um ráðningu. Meginmarkmiðið er að þátttakendur fái hag- nýta þekkingu og þjálf- un sem byggir á fag- legum grunni. Fjallað verður um helstu að- ferðir við mat á um- sækjendum svo sem ferilskrár, viðtöl, mis- munandi sálfræðileg próf en einnig um teng- ingu ráðningaferils við frammistöðumat fyrirtækja eða stofnana. Kennari er Albert Arnarson, M.Sc. í iðn- aðar- og skipulagssálfræði og mun hann leggja nokkur raunhæf verkefni fyrir þátttakendur og þeir sem eiga þess kost geta einnig haft með sér verkefni úr eigin starfi. Albert starfar á mannauðssviði Marels og sinn- ir stundakennslu við félagsvísindadeild HÍ. Námskeiðið er þrír eftirmiðdagar og það hefst 10. apríl. Skráning er á endurmenntun.is og skráningar- frestur er til 3. apríl. ER MYGLA MEINSEMD FYRIR MENN? Að undanförnu hafa myglusveppir í hýbýlum verið í umræðunni. Á námskeiðinu Er mygla meinsemd fyrir menn? hjá Endurmenntun HÍ verður fjallað um sveppi, myglu og raka í húsum í víðu samhengi. Í f lestum tilfellum lifa menn í sátt og sam- lyndi við aðrar lífver- ur eins og bakteríur og sveppi. Þó er það stundum að þessi sátt raskast og getur það valdið veik indum og jafnvel dauða hjá mönnum. Sumir telja sig fá almenn einkenni af myglusveppum sem eru til staðar á heimili eða vinnustað en skiptar skoðanir eru um meinmyndandi þátt myglunnar í þeim einkennum. Þó er nokkuð víst að raki í hí- býlum er heilsuspillandi. Umsjónarmaður námskeiðsins er Michael Clausen læknir, sérfræðingur í ofnæmis- og barna- lækningum, en ásamt honum halda ýmsir sérfræð- ingar erindi. Námskeiðið verður haldið 29. mars næstkom- andi hjá Endurmenntun HÍ að Dunhaga 7. Skrán- ing er á endurmenntun.is. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur og Berg-lind Guðmundsdóttir sál- fræðingur stýra námskeiðinu. Þau starfa bæði á Landspítalan- um en starfið snýst að miklu leyti um að vinna með áföll og afleið- ingar þeirra. „Þetta er námskeið fyrir stjórn- endur sem hafa mannaforráð. Við förum í gegnum hvernig á að bregðast við áföllum inni á vinnu- staðnum, jafnt áföll sem tengjast einkalífi starfsmanna en einnig ýmiss konar erfið vandamál sem geta komið upp á vinnustaðnum,“ útskýrir Vigfús Bjarni. „Við kenn- um fólki að bregðast við áföll- unum og að fylgja málum eftir,“ bætir hann við. „Síðustu ár hefur það aukist töluvert að stjórnendur þurfi að takast á við áföll og afleiðingar erfiðra ákvarðana. Það hafa verið skerðingar í starfsmannahaldi, uppsagnir og annars konar erfið- leikar í einkalífi fólks,“ segir Vig- fús Bjarni. Hann telur að þegar uppsagnir eigi sér stað á vinnustöðum reyni bæði á þá sem missa vinnuna og hina sem eftir eru. „Við hjálpum stjórnendum að fylgja eftir erfið- um ákvörðunum og því sem upp kann að koma í kjölfarið. Við byggjum á sýnikennslu og verklegum dæmum þannig að þátttakendur fái að spreyta sig sjálfir. Farið verður í æfingar sem takast á við ólík áföll, eins og til dæmis andlát og áföll sem tengj- ast einkalífi einstaklinga. Kennd- ar eru leiðir til að segja erfið tíð- indi og hvernig á að bregðast við í kjölfar þeirra innan starfs- mannahópsins. Þetta hafa verið uppbyggilegar samverustundir með þátttakendum. Þeir sem sitja námskeiðið hafa miðlað af eigin reynslu sem er lærdómsríkt.“ Þegar hafa verið haldin tvö áfallanámskeið fyrir stjórnendur sem hafa verið vel sótt og fengið afbragðs mat þátttakanda. Þriðja námskeiðið verður 11. apríl en það stendur yfir í þrjá morgna frá kl. 8.30 til 12.30. Skráningarfrest- ur er til 4. apríl. Áföll og álag á vinnustað Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á námskeið fyrir stjórnendur um viðbrögð og samfylgd í kjölfar áfalla í starfsmannahópum. Námskeiðið fjallar um birtingarmynd álags hjá einstaklingum og hópum. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur stýrir námskeiðinu ásamt Berglindi Guðmundsdóttur sálfræðingi. MYND/ANTON Endurmenntun HÍ er til húsa á Dunhaga 7 í Reykjavík. Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 og endurmenntun.is Fjölbreytt námskeið á næstunni Enn fleiri námskeið á endurmenntun.is Á ferð um Íslendingasagnaslóðir með Magnúsi Jónssyni Evrópski timburstaðallinn EN 1995 Facebook sem markaðstæki fyrir lengra komna Fáðu krydd í tilveruna: Námskeið um ræktun kryddjurta Fjárhagsupplýsingakerfi Fjármál og vinnubrögð fyrir almenna stjórnendur Forsaga Íslands Framhaldsnámskeið í gagnasafnsfræði og SQL Framhjáganga Þórbergs Þórðarsonar 1912 - merkasta ganga íslenskra bókmennta hundrað ára Frá Oddaverjum til Engeyinga – Ættir, auður og völd Gerð ferilskrár Hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna í félögum Jarðfræði Reykjaness Kínverska II: framhaldsnámskeið Mynd er minning: Myndaalbúm og miðlun stafrænna ljósmynda Rangar og brostnar forsendur í samningarétti Siðareglur: Undirbúningur, skráning og ávinningur Skattlagning úttekta úr atvinnurekstri Skáldsaga sett á leiksvið: Svar við bréfi Helgu Stjórnun og leiðtogahæfni Sölu- og ráðgjafanámskeið. Inniskór eru ekki málið Trjárækt á sumarhúsalóðum Vorverkin i garðinum – almenn umhirða og viðhald

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.