Fréttablaðið - 22.03.2012, Page 36
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar & námskeið FIMMTUDAGUR 22. MARS 20124
NÁMSKEIÐ ER GÓÐ TÆKIFÆRISGJÖF
Aldrei hafa fleiri námskeið verið í
boði en um þessar mundir. Gjafabréf
á námskeið er góð tækifærisgjöf.
Úrval námskeiða er svo mikið að
hægt er að finna það sem hentar
áhugasviði hvers og eins: Garðyrkju-
námskeið fyrir þá sem hafa áhuga
á að rækta garðinn sinn, veiðimenn
geta farið á fluguveiðinámskeið,
skyndihjálp er nauðsynlegt nám-
skeið fyrir alla, matreiðslunámskeið
hentar öllum þeim sem vilja elda
góðan mat, vínskólinn kennir þér að
meta góð vín og bjórskólinn býr yfir
miklum fróðleik um ölið.
Námskeið í sjálfsrækt eru vinsæl og sömuleiðis tungumálanám. Einhverjir
gætu haft ánægju af dáleiðslunámskeiði á meðan aðrir kjósa námskeið í
verkefnastjórnun. Prjónanámskeið hafa slegið í gegn og gott er fyrir alla
að kunna á tölvu. Sumir þurfa leiðsögn á farsímann á meðan aðrir vilja
læra myndlist. Köfun, sund, dans, líkamsrækt eða júdó, allt er í boði.
Möguleikarnir eru óþrjótandi og um að gera að gúgla áhugasviðið og at-
huga hvað hægt er að finna. Námskeið líta vel út í ferilskránni um leið og
þau efla andann og næra sálina.
Endurupplifun á angist ung-
lingsáranna
Drew Barrymore settist aftur á
skólabekk í myndinni Never Been
Kissed. Myndin kom út árið 1999
og segir frá 25 ára gömlum blaða-
manni sem fær það verkefni að
skrifa grein um líf menntaskóla-
nema og dulbýr sig sem einn slík-
an. Þegar í skólann er komið reynir
hún að endurlifa sín eigin mennta-
skólaár og leiðrétta ýmislegt sem
henni tókst illa upp með þá. Hún
reynir að vingast við „svölu krakk-
ana“ en það gengur ekki sem best.
Málin taka einnig að f lækjast
þegar hún fellur fyrir enskukenn-
aranum. Í lokin gerir hún hreint
fyrir sínum dyrum og fær koss á
íþróttaleikvanginum frá kennar-
anum fyrir framan alla.
Kemst loks til manns
Adam Sandler leikur ofdekraðan
iðjuleysingja og son milljónamær-
ings í myndinni Billy Madison sem
kom út árið 1995. Billy er skikkað-
ur til að taka fyrstu 12 skólaárin
aftur til að sýna að hann geti tekið
við veldi föður síns en í ljós kemur
að hann komst gegnum skólann
með mútum á sínum tíma. Billy
nýtur athyglinnar sem hann fær
frá yngstu bekkjarfélögum sínum
og hagar sér eins og fífl en þegar
ofar dregur bregður honum við
að vera ekki „svali gæinn“ lengur.
Hann lærir sína lexíu og sannar
sig fyrir föður sínum og kennslu-
konunni sem hann féll fyrir í leið-
inni. Við útskrift tilkynnir hann að
hann taki ekki við fyrirtæki föður
síns heldur ætli í kennaranám.
Lærir að meta mannleg tengsl
Í þáttaröðinni Community leik-
ur Joel McHale sjálfumglaðan og
tungulipran lögfræðing sem skikk-
aður er aftur á skólabekk þegar upp
kemst að hann falsaði prófskír-
teini sitt. Í kringum hann safnast
sundurleitur hópur fólks sem hann
telur sig í fyrstu eiga lítið sameigin-
legt með. Hann sé „svalari“ en þau
og lítur á sig sem leiðtoga þeirra.
Hópurinn hittist reglulega til að
læra saman. Eftir því sem líður á
tengjast þau vinaböndum og lög-
fræðingurinn áttar sig á að hann er
betri maður með þau sér við hlið.
Endurupplifun skólaáranna
Að setjast aftur á skólabekk á fullorðinsárum er vinsælt efni sjónvarpsþátta og kvikmynda. Ýmsar ástæður liggja að baki þess að viðkomandi persóna
fer aftur í skólann og hvort það er af fúsum vilja. Yfirleitt felst síðan annar og meiri lærdómur í skólavistinni en bóklegur þegar upp er staðið.
Drew Barrymore reynir að lagfæra það sem miður fór þegar hún gekk fyrst í mennta-
skóla. Hún reynir að vingast við „svölu krakkana“ en það fer að sjálfsögðu ekki vel. Hún
fellur einnig fyrir enskukennaranum sem flækir málin.
Tungulipur lögfræðingur sem lítur stórt á sig í fyrstu áttar sig á gildi mannlegra tengsla
þegar hann sest aftur á skólabekk og kynnist sundurleitum hópi samnemenda sinna.
Moldríki iðjuleysinginn Billy Madison kemst loks til manns eftir að hann er skikkaður
til að taka fyrstu 12 skólaárin aftur. Hann ákveður að fara í kennaranám í framhaldinu.
SÆMUNDUR OG SVARTISKÓLI
Oft er sagt að Sæmundur fróði í Odda hafi verið fyrstur Íslendinga til að
stunda nám í Frakklandi en á þessum tíma var landsvæðið sunnan við Sax-
land og austan við Rín oft kallað Franconia og má vera að hann hafi lært þar.
Enginn eiginlegur háskóli var þó til í Evrópu á þessum tíma svo að Sæmundur
hefur líklega stundað nám við klausturskóla eða á einhverju biskups- eða
fræðasetri. Svo mikið er víst að hann fór ungur utan til náms og var þar lengi.
Hann kom líklega heim einhvern tíma á árunum 1076-1078.
Ein bygginga Háskóla Íslands er nefnd Oddi til heiðurs Sæmundi fróða. MYND/STEFÁN