Fréttablaðið - 22.03.2012, Page 38

Fréttablaðið - 22.03.2012, Page 38
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar & námskeið FIMMTUDAGUR 22. MARS 20126 INNRITUN Í FRAMHALDSSKÓLA HAUSTIÐ 2012 Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 1996 eða síðar) hófst mánudaginn 12. mars og lýkur föstudaginn 30. mars. Innritun eldri nemenda (fæddir 1995 eða fyrr) sem ekki eru nú í fram- haldsskóla eða ætla að skipta um skóla hefst miðvikudaginn 4. apríl og lýkur fimmtudaginn 31. maí. Umsækjendur þurfa að sækja veflykil að innritunarvef á menntagatt.is. Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinn- ritun til miðnættis föstudaginn 8. júní. Einkunnir þeirra verða sendar rafrænt frá grunnskólum til fram- haldsskóla eftir skólaslit. Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæmt fyrir- komulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa. Upplýsingar um fram- haldsskóla má fá á menntagatt.is. HÁSKÓLINN REKUR RÆTUR TIL KLAUSTRA Háskólinn sem stofnun er yfirleitt talinn eiga rætur að rekja til kirkjulegra stofnana á miðöldum. Áður en háskólar voru stofnsettir fór æðri menntun nánast eingöngu fram í skólum kaþólsku kirkjunnar eða í klaustrum hennar. Munkar og nunnur sáu um kennsluna og fundist hafa menjar um slíkar skólastofnanir sem benda til þess að þetta fyrirkomulag hafi byrjað strax á sjöttu öld. Með hröðum vexti borga á elleftu öld varð eftirspurn eftir menntun mun meiri en áður hafði þekkst og stofnanir kirkjunnar höfðu ekki svigrúm til þess að verða við henni. Í kjölfarið var komið á fót háskólum með svipuðu sniði og við þekkjum þá í dag. Sá fyrsti hóf starfsemi í Bologna árið 1088 og fljótlega upp úr því var stofnaður háskóli í París, sem reyndar stóð á gömlum merg kaþólsks skóla. Oxford og Cam- bridge stofnuðu sína háskóla í kringum aldamótin 1200 og fyrr en varði fylgdu aðrar borgir víða um Evrópu fordæmi þeirra. Nunnur, prestar og munkar sáu um nánast alla kennslu fyrr á öldum. HOLLT FYRIR HEILANN Þegar blóðsykurinn fellur, til dæmis ef við gleymum að borða, minnka hæfileikar okkar og við missum einbeitingu. Rannsóknir sýna að mjög hár blóðsykur getur einnig haft hamlandi áhrif á andlega virkni okkar. Sterkju- og trefjarík fæða eins og gróft brauð, belgjurtir og grænmeti er góð fyrir heilastarfsemina þar sem hún hækkar blóðsykurinn hægt og hann verður ekki of hár. Ómettuð fita er einnig gott eldsneyti fyrir heilann og þá sér- staklega fjölómettaðar omega 3-fitusýrur sem við fáum úr fiski eins og makríl, túnfiski, síld og laxi. Þessar fitusýrur hjálpa til við að halda æðum í heilanum hraustum. Heimild: www.islenskt.is A ðdáendur Harry Potter eru vel kunnugir quidditch-íþróttinni sem Harry og félagar hans keppa í árlega. Nú hefur gripið um sig hálf- gert quidditch-æði í bandarískum háskólum og frá árinu 2007 hefur verið haldið háskólamót í íþróttinni þar sem virtir skólar eins og Harvard, Boston University og Emerson College etja kappi við lið há- skóla frá öllum Bandaríkjunum. Mótið nýtur gríðarlegra vinsælda og eru að meðaltali um 5.000 áhorfendur að hverjum leik. Þar sem galdrar koma mjög við sögu í quidditch-keppnum í bókunum um Harry Potter, hefur íþróttinni verið breytt töluvert og nefnist nýja útgáfan mugga-quidditch. Nýjustu fréttir herma að æðið hafi nú loks gripið um sig í heimalandi Potters og birti breska blaðið The Guardian ný- lega myndasyrpu af stúdentum Oxford-háskóla algölluðum í quidditch-keppni. Hérlendis hefur einnig verið efnt til quidditch-móta, en þar eru að verki einlægir Harry Potter aðdáendur sem ekki tengj- ast háskólum, nema þá kannski óbeint. Það eru fleiri en Harry Potter sem hafa heillast af quidditch. Menntaskólinn i Kópavogi Hótel- og matvælaskólinn Ferðamálaskólinn og Leiðsöguskólinn Digranesvegi 51 sími 594 4000 www.mk.is Stúdentsnám - Félagsfræðabraut - Málabraut og ferðagreinar - Náttúrufræðibraut - Viðskipta- og hagfræðibraut - Listnámsbraut AN3 Grunndeild matvælagreina fyrir þá sem stefna á að verða: - Bakari - Framreiðslumaður (þjónn) - Kjötiðnaðarmaður - Matreiðslumaður (kokkur) Framhaldsskólabraut Kynntu þér málið á www.mk.is MK – Menntaskólinn í Kópavogi Sími 594 4020 Háskólamót í mugga-quidditch Hálfgert quidditch-æði hefur gripið um sig í bandarískum háskólum og frá árinu 2007 hefur verið haldið háskólamót í íþróttinni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.