Fréttablaðið - 22.03.2012, Page 50

Fréttablaðið - 22.03.2012, Page 50
22. mars 2012 FIMMTUDAGUR34 34 menning@frettabladid.is Rekstrarvörur - vinna með þér VILTU TEIKNA? Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður leiðbeinir gestum í teikningu á sýningunni Ásjóna í Listasafni Árnesinga laugardaginn 24. mars klukkan 14 til 16. Þar má skoða verk í eigu safnsins þar sem áherslan er lögð á portrett og teikningu. Guðrún nam myndlist við listaskóla á Íslandi, í Frakklandi og Þýskalandi. Aðgangur er ókeypis. DORRIT LEIGÐI SÉR SKARTGRIP Dorrit Moussaieff leigði sér skartgrip í Hafnarborg í gær. Á sýningunni Rætur sem þar stendur yfir verður á meðan HönnunarMars stendur yfir hægt að leigja sér skartgripi á meðan á hátíðinni stendur. Fjölbreyttir gripir standa til boða en forsetafrúin valdi sér hálsmen eftir Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið og skartgripa- hönnuð. Skartgripaleigan er líklega sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og verður opin á opnunartíma safnsins. Leiguverði er stillt í hóf að sögn staðarhaldara en allur ágóði af leigunni rennur til Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningssamtaka fyrir fólk sem fengið hefur krabbamein. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hönnunarmars hefst í fimmta sinn í dag. Fjöldi hönnuða tekur þátt í sýningum og uppákomum sem endurspegla hönnun í breiðum skilningi hugtaksins. „Hönnunarmiðstöð var sett á laggirnar vorið 2008 og það var strax á dagskrá hjá okkur að standa fyrir svona dögum. Og þrátt fyrir hrunið haustið 2008 þá stóðum við fyrir hinum fyrsta Hönnunarmars 2009,“ segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunar- miðstöðvar Íslands. „Við erum mjög ánægð með hversu mikið hátíðin hefur eflst ár frá ári. Ég myndi segja að hún hafi gert íslensku hönnunarsamfélagi gott og að við höfum náð upp mikilli umræðu um íslenska hönnun sem er eitt markmið hátíðarinnar. Við viljum meðal annars vekja athygli almennings, ráðamanna og fjöl- miðla á hönnun og hvað hönnun er. Okkar hönnunar- saga er stutt og við höfum ekki jafn sterkan þekk- ingarbakgrunn eins og til dæmis Danir. Hönnun er ákveðin aðferðafræði og getur verið tæki til breyt- inga, því viljum við gjarnan koma á framfæri.“ Halla segir hönnunarsamfélagið hafa náð að nær- ast og nýta sér hátíðina sér til framdráttar. „Við finnum líka að með hverju árinu verður hátíðin þekktari og auðveldara að koma henni á framfæri til dæmis í fjölmiðlum.“ Þátttakendur í hátíðinni koma úr öllum stéttum hönnuða; fatahönnuðir, skartgripahönnuðir, arki- tektar og iðnhönnuðir eiga allir sína fulltrúa á sýn- ingum og uppákomum hátíðarinnar. „Hátíðin hefur vaxið og dafnað sem er mjög ánægjulegt,“ segir Halla. Upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðu hennar honnunarmars.is. Bækling með upplýsing- um um dagskrána er að finna á sýningarstöðum og í verslunum 10-11 og svo er hægt að hlaða niður appi hjá Símanum með upplýsingum um dagskrána. sigridur@frettabladid.is HÁTÍÐ SEM EFLIR ÍSLENSKA HÖNNUN 1 Matarhönnun ýmiss konar skipar sinn sess á hátíðinni. HönnunarMarsipan snýr aftur og verður hægt að festa kaup á því í Kiosk á Laugavegi 65. Í dag má svo meðal annars hlusta á fyrirlestur matarhönnuðarins Marije Vogelsang á fyrirlestrardegi hátíðarinnar í Gamla bíói. 2 Hönnunarsafn Íslands tekur að sjálfsögðu þátt í HönnunarMars og kynnir samstarfsverkefni safnsins og Erlu Sólveigar Óskarsdóttur húsgagnahönnuðar. „Safnið fór þess á leit við Erlu að hún hannaði létt borð fyrir gesti safnsins sem nota mætti bæði úti og inni. Góa er úr áli og er eina íslenska borðið á markaði sem hentar utan- dyra.“ 3 Íslensk hönnun er í aðal- hlutverki á HönnunarMars, en í fyrsta skipti í ár sækja erlendir gestir hátíðina heim. Finnska Popup-verslun Design Forum verður starf- rækt í Netagerðinni næstu þrjá daga. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönn- unarmiðstöðvar, segir það ánægjulega nýbreytni: „Við viljum fá erlenda hönnuði á hátíðina.“ 4 Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður reist Fyrirmyndarborg en það er Arkitektafélag Íslands sem stendur fyrir þeirri uppákomu. „Fjölskyldur og börn geta fengið úthlutað lóð í skipulagi sem verður komið fyrir á gólfi Ráðhúss- ins, þar byggja þau hús, torg og garða,“ segir á heimasíðu HönnunarMars. 5 Meðal hönnuða sem taka þátt í hátíðinni eru Sigga Heimis iðnhönnuður og Tinna Gunnarsdóttir. Sigga sýnir ný húsgögn og nytja- hluti, innblásna af hafinu og fortíðinni, sem framleiddir eru á Íslandi en á sama stað sýna Anna María og David Sandahl skartgripi. Sýning með verkum Tinnu Gunn- arsdóttur verður svo opnuð í Listasafni Íslands. *Nánari upplýsingar um þessa viðburði og alla hina er að finna á heimasíðunni www. honnunarmars.is ARKITEKTÚR, ÚTIHÚSGÖGN OG ERLENDIR GESTIR* HALLA HELGADÓTTIR 3 42 5 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.