Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 2

Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 2
29. mars 2012 FIMMTUDAGUR2 SPURNING DAGSINS FERÐAÞJÓNUSTA Ójöfn dreifing ferðamanna veldur miklu álagi á umhverfi auk þess sem upplifun ferðamanna skerðist ef þeir eru of margir. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Önnu Dóru Sæþórs- dóttur, dósents í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, á aðalfundi Sam- taka ferðaþjónustunnar (SAF) í síðustu viku. Anna Dóra bendir á að rúmlega helmingur erlendra ferðamanna sæki landið heim á sumrin og flestir heimsæki sömu staðina, þar á meðal Þingvelli, Gullfoss, Geysi og Mývatnssveit. Hún vísar til nýlegra kannana sem sýni að 40 prósentum ferðamanna við Hrafntinnusker þyki óþægilega mikið af ferðafólki á svæðinu og sama eigi við um 30 prósent þeirra sem heimsæki Land- mannalaugar. Anna Dóra segir ljóst að ákveðnir staðir á suðurhálendinu séu orðnir mjög ásettir vegna fjölbreyttrar nýtingar, og fram undan sé sam- keppni um hálendið sem auðlind. Samkvæmt upplýsingum frá SAF hefur erlendum ferða mönnum á Íslandi fjölgað að meðaltali um 7,4 prósent síðustu 30 árin, frá um 72 þúsundum árið 1981 í um 566 þúsund í fyrra sem er fjölgun um 686 prósent. Árni Gunnarsson, formaður SAF, lýsti í ræðu sinni á fundin- um einnig áhyggjum af þróuninni. Hann velti upp spurningunni um hvort gullkálfur núverandi vel- gengni í ferðaiðnaði ætti sér raun- verulega framtíð. „Hvort kálfurinn verði að afurðamikilli mjólkurkú til frambúðar eða hvort hann breytist í geldkú vegna vanrækslu í bú- skapnum? Erum við að ganga nærri þeim gæðum sem við byggjum greinina á og er öruggt að stór- brotin náttúra landsins sem laðar að sér allan þennan mikla fjölda ferða- manna þoli enn meira álag á kom- andi árum án þess að láta á sjá?“ spurðu hann gesti fundarins. Árni sagði ljóst að dreifa þyrfti komum erlendra ferðamanna jafnar yfir árið og tryggja að þjónusta við þá uppfylli væntingar. Í þriðja lagi sagði Árni að stjórn- völd þyrftu að skapa geiranum ásættanlegt starfsumhverfi. Hann gagnrýndi bæði skattheimtu af elds- neyti og fjármögnun Framkvæmda- sjóðs ferðamannastaða. „Það virð- ist alveg gleymast að með auknum fjölda ferðamanna aukast tekjur ríkisins án breytinga á skattkerf- inu,“ sagði hann og benti á að bein- ar skattatekjur ríkisins af aukn- ingu í komum erlendra ferðamanna til landsins í fyrra nemi um tveim- ur milljörðum króna. Og þá væru ótaldar óbeinar tekjur ríkisins. olikr@frettabladid.is Ferðamannastaðir sumir við þolmörk Upplifun ferðamanna skerðist ef þeir eru of margir á einum stað. Síðustu 30 ár hefur ferðamönnum að jafnaði fjölgað um 7,4 prósent á ári. Þeir voru 72 þúsund árið 1981, en voru 566 þúsund í fyrra. Formaður SAF hvetur til aðgæslu. HORFT NIÐUR Í ALMANNAGJÁ Kannanir sýna að á vinsælum ferðamannastöðum telji hluti ferðamanna að fjöldi ferðamanna á staðnum rýri upplifun þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR fjölgun hefur orðið á ferða- mönnum hér á landi frá árinu 1981 til 2011. Ragnar, hlakka menn til mánaðamóta? „Menn ættu að ekki að raka sig strax því það á enn eftir að snjóa á mottuna.“ Mottumars lýkur um næstu helgi þegar apríl gengur í garð. Ragnar Páll Steinsson skipulagði Tom Selleck-mottukeppni á skemmtistaðnum Boston í gærkvöldi. ÍSRAEL, AP Shaul Mofaz, fyrr- verandi yfirmaður ísraelska hersins, vann sigur í leiðtoga- kjöri ísraelska Kadima-flokks- ins. Hann fékk 62 prósent atkvæða en Tzipi Livni, fráfarandi leið- togi flokksins og fyrrver- andi utanríkis- ráðherra, fékk 37 prósent. Mofaz er þekktastur fyrir harða stefnu sína gagnvart uppreisn Palest- ínumanna á fyrstu árum aldar- innar. Á seinni árum hefur hann þó sýnt stöðu Palestínu manna meiri skilning. Það var Ariel Sharon, þáver- andi forsætisráðherra, sem stofn- aði Kadimaflokkinn árið 2005, skömmu áður en hann fékk heila- blóðfall og féll í dá, sem hann hefur enn ekki vaknað úr. - gb Leiðtogakjör í Kadima: Mofaz vann sigur á Livni FLYKKI Fallbyssuskotið var ansi stórt. Hér sést það við hlið hefðbundins farsíma. MYND/LANDHELGISGÆSLAN LANDHELGISGÆSLAN Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar eyddi nýver- ið skothylki sem lögreglan hafði fengið í sína vörslu úr dánarbúi. Lögreglan óskaði aðstoð- ar sprengjusveitarinnar og við skoðun kom í ljós að um var að ræða 57 millimetra fallbyssuskot. Í tilkynningu frá Landhelgis- gæslunni segir að mjög hættulegt geti verið að meðhöndla hluti sem þessa og er brýnt fyrir fólki að hreyfa aldrei við torkennilegum hlutum heldur skrá hjá sér stað- setninguna og hafa samband við yfirvöld. - sh Hættulegur hlutur í dánarbúi: Gæslan eyddi fallbyssuskoti SVÍÞJÓÐ Umboðsmaður barna og nemenda hjá skólaeftirlitinu í Svíþjóð hefur krafið ríkis rekinn heimavistarskóla um 178.400 sænskar krónur í bætur eða rúmar 3,3 milljónir íslenskra króna vegna eineltis og ofbeldis sem nemandi við skólann varð fyrir af hálfu annarra nemenda. Það er mat umboðsmannins að skólayfirvöld hafi vitað að nemandinn var niðurlægður en ekki gert nóg til að koma í veg fyrir það. Samkvæmt könnun í skólanum í janúar síðastliðnum kváðust þónokkrir nemendur hafa orðið fyrir einelti, flestir á heima- vistinni. -ibs Einelti og ofbeldi í skóla: Milljóna króna krafist í bætur ALÞINGI Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, mælti fyrir lögum um breytingar á stjórn fiskveiða á Alþingi í gær, í fjarveru Stein- gríms J. Sigfússonar, ráðherra sjávarútvegsmála. Steingrímur er staddur í Kanada. Umræðan fór ekki þrautalaust af stað, en stjórnarandstæðingar voru margir hverjir mjög ósáttir við fjarveru Steingríms. Sögðu þeir það fáheyrt að ræða jafn viðamikið mál í fjarveru fagráð- herrans sem bæri ábyrgð á því. Eftir nokkurt karp um málið hófst umræðan. Katrín sló á létta strengi í máli sínu, í ljósi fyrrgreindrar umræðu. „Frú forseti. Eins og fram hefur komið mun ég mæla hér fyrir frumvarpi á þingskjali númer 1052, það er gaman að segja frá því.“ Katrín fór yfir aðalatriði frumvarpsins, en Fréttablaðið hefur greint frá inni- haldi þess undanfarna daga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á því að umsagnaraðilar hefðu lýst yfir gríðarlegum efasemd- um um frumvarpið áður en það var lagt fram. Hann nefndi til sögunnar Daða Má Kristófersson og Þórodd Bjarnason, sem efuðust um að byggðaaðgerðir þess næðu tilætluðum árangri. Hann spurði ráðherra hvort ekki hefði verið tilefni til að bregðast við þeim athugasemdum áður en frumvarp- ið var lagt fram. Katrín sagði eðlilegt að rætt yrði um byggðaráðstafanir frum- varpsins, enda væru þær með öðrum hætti en hingað til hefði tíðkast. Gert væri ráð fyrir að byggðakvótinn yrði minnkaður og honum vísað í leigupottinn. Ráðherra hefði síðan heimild til að vísa um helmingi þess potts í leigu á svæði sem illa stæðu. Hún sagði ekki ætíð hafa ríkt ánægju með byggðaaðgerðir í sjávarút- vegi og því væri tilefni til að leita annarra leiða. Umræða um kvótamálið hélt áfram á fundi Alþingis sem hófst klukkan 20 í gærkvöldi og stóð enn þegar blaðið fór í prentun. - kóp Sjávarútvegsráðherra fjarverandi umræðu um kvótamál: Kvótamál til umræðu á Alþingi KATRÍN JAKOBSDÓTTIR BJARNI BENEDIKTSSON EFNAHAGSMÁL Steingrímur J. Sig- fússon, efnahags- og viðskiptaráð- herra, vill efla stjórnmálaleg og viðskiptaleg tengsl Íslands og Kan- ada. Hann er nú staddur í Kanada til að ræða efnahagsmál við þar- lenda ráðamenn og fundaði meðal annars með seðlabankastjóra og fjármálaráðherra Kanada í gær. Hann sagði fundina hafa verið afar gagnlega og telur ljóst að það sé áhugavert fyrir Ísland að byggja upp aukin tengsl við Kanada og horfa til þess fjármálakerfis sem þar er við lýði þegar tekin verður ákvörðun um framtíðarskipan íslenska kerf- isins. „Það er óumdeilt að Kan- ada sigldi til- tölulega lygnan sjó í gegnum fjármálakrepp- una og þeirra bankakerfi komst vel frá henni. Þeir hafa rekið íhaldsamt bankakerfi með ströngum reglum og stífu eftirliti og það hefur skilað sér. Þeirra bankar voru minna áhættusæknir og þar af leiðandi traustari. Það var því mjög áhuga- vert að skoða þeirra regluverk.“ Mikil umræða hefur verið um mögulega upptöku Kanadadollars hérlendis. Steingrímur segir það alls ekki hafa verið dagskrárefni þeirra funda sem hann átti með kanadísk- um ráðamönnum. Umræðuna hafi þó borið á góma. „En stjórnvöld beggja landa vita hvernig staðan er. Þetta var því ekki rætt í neinni alvöru og þetta var alls ekki dag- skrárefni. Við fórum þó yfir hvernig mál standa hjá okkur, til dæmis varðandi afnám gjaldeyrishafta. Þeir fylgjast vel með því.“ -þsj Steingrímur J. Sigfússon ræddi efnahagsmál við ráðamenn í Kanada: Horft til bankakerfis Kanada STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON REYKJAVÍK Rafrænar íbúakosn- ingar í Reykjavík hófust klukkan eina mínútu yfir miðnætti í nótt. Kosið verður um 180 verkefni innan borgarmarkanna sem eru talin fegra eða bæta hverfin að mati Reykjavíkurborgar. Kostn- aður við hvert og eitt verkefni er mismunandi, en dæmi eru um að sum kosti allt að tíu milljónir króna. Borgin leggur 300 milljónir króna í verkefnin. Þau sem fá mest fylgi í íbúakosningunum verða þau sem ráðist verður í framkvæmdir við í sumar. Opið verður fyrir móttöku atkvæða fram yfir miðnætti þriðjudaginn 3. apríl, inni á slóð- inni www.betrireykjavik.is. - sv Íbúar kjósa um 180 verkefni: Kosning hófst klukkan 00.01 SHAUL MOFAZ MENNTUN Börn á leikskólum í Ísa- fjarðarbæ eru sautján prósentum færri nú en árið 2002. Þeim fækk- aði úr 271 í 225 á tímabilinu. Þetta kemur fram í skýrslu Haraldar L. Haraldssonar hag- fræðings um rekstur Ísafjarðar- bæjar, sem sagt er frá á vefnum bb.is. Lagt er til að stöðugildum í leikskólum bæjarfélagsins verði fækkað í samræmi við fækkun barnanna. Börnum hefur fækkað í öllum leikskólum nema Tjarnabæ á Suðureyri, en þar hefur fjölgað um tuttugu börn. - þeb Vill fækkun stöðugilda: Færri börn á leikskólum 686%

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.