Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 8

Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 8
29. mars 2012 FIMMTUDAGUR8 Verðtryggð skuldabréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. LSS150224 Lánasjóður sveitarfélaga ohf. kt. 580407-1100, hefur birt útgefandalýsingu og grunnlýsingu dagsett 28. mars 2012 vegna töku skuldabréfa til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf. Útgefandalýsinguna og grunnlýsinguna ásamt gögnum sem vitnað er til í þeim er hægt að nálgast hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík og á vefsíðu Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. www.lanasjodur.is fram til okagjalddaga skuldabréfanna. Nafnverð útgáfu: Heildarnafnverð skuldabréfanna sem óskað hefur verið að tekin verði til viðskipta 30. mars 2012 er 100.000.000 kr. heildarnafnverð flokksins eftir þá stækkun er þá 28.344.000.000 kr. Nafnverð hverrar eining-ar er 1 kr. Skilmálar bréfanna: Skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf. Bréfin bera fasta 3,75% ársvexti sem greiddir eru hálfsárslega, 15. febrúar og 15. ágúst ár hvert, í fyrsta sinn 15. febrúar 2009 og í síðasta sinn 15. febrúar 2024. Auð-kenni flokksins á NASDAQ OMX Iceland hf. er LSS150224 og ISIN númer IS0000018869. Reykjavík, 29. mars 2012. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. Skemmtileg t að skafa! 100.000 kr. á mánuði í 15 ár! BANDARÍKIN Undanfarna þrjá daga hafa dómarar Hæstaréttar Banda- ríkjanna hlýtt á málflutning um heilbrigðislöggjöfina sem Barack Obama forseti undirritaði fyrir rétt rúmu ári. Andstæðingar frumvarpsins telja það brjóta í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna að skylda einstak- linga til að greiða fyrir heilbrigðis- tryggingu. Gætu stjórnvöld þá ekki alveg eins skyldað einstaklinga til að kaupa sér tíma í líkamsrækt? Nú eða til dæmis bifreiðar, ef því er að skipta. Skyldutryggingin hefur á síðustu mánuðum komið til kasta fjögurra bandarískra dómstóla og nú síðast féllst Hæstiréttur á að skera úr um málið. Af níu dómurum Hæstaréttar eru fimm skipaðir af forsetum Repú- blikanaflokksins og líklegir til að telja lögin brjóta í bága við stjórnar- skrána, en fjórir eru skipaðir af for- setum Demókrataflokksins og þykja líklegir til að fallast á skyldutrygg- inguna. Ekki er þó víst að flokkslínur ráði. Þannig viðraði forseti hæsta- réttar, John Roberts, sem George W. Bush skipaði dómara á sínum tíma, efasemdir um rök eins andstæðinga skyldutryggingar. Roberts sagði alla Bandaríkjamenn vera á þessum markaði með heilbrigðis tryggingar: „Og það gerir hann mjög frá- brugðinn markaði með bifreiðar eða önnur ímynduð dæmi sem þú tókst, og það eina sem reglurnar snúast um er hvernig greiðslur fara fram.“ Búist er við úrskurði dómstólsins í júní. Almennar heilbrigðistryggingar hafa verið eitt helsta baráttumál Demókrataflokksins áratugum saman. Þær voru einnig eitt af helstu kosningamálum Obama fyrir forsetakosningarnar árið 2008. Það þótti því mikill sigur fyrir Obama þegar málið var loks í höfn snemma á síðasta ári. Að sama skapi væri það mikið áfall, bæði fyrir Obama og Demókrata- flokkinn, kæmist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að skyldu- tryggingin stæðist ekki stjórnar- skrána. Með lögunum var 30 milljónum Bandaríkjamanna, sem fyrir voru án heilbrigðistryggingar, í fyrsta sinn veittur réttur til heilbrigðistrygginga, þannig að nú nær kerfið til nær allra íbúa landsins. Umdeilt er hvaða þýðingu nei- kvæður úrskurður Hæstaréttar hefði fyrir lögin í heild. Einnig er óljóst hvaða áhrif það hefði á möguleika Baracks Obama í for- setakosningunum næsta haust. gudsteinn@frettabladid.is Heilbrigðislöggjöf í höndum dómara Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur sér nú umþóttunartíma fram í júní þegar úr- skurður verður kveðinn upp um það hvort ársgömul heilbrigðislöggjöf Baracks Obama stenst stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þriggja daga málflutningi er lokið. FYRIR UTAN HÚS HÆSTARÉTTAR Í WASHINGTON Stuðningsmenn og andstæðingar skyldutryggingar hafa vakið athygli á málstað sínum síðustu daga. NORDICPHOTOS/AFP 1 Við hvern er hin árlega mottukeppni sem fram fer á Boston kennd? 2 Hjá hvaða fyrirtæki var gerð húsleit á þriðjudag vegna gruns um brot á lögum um gjaldeyrismál? 3 Hvers konar hatt setti Benedikt 16. páfi upp í Mexíkó í vikunni? SVÖR: DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Agné Krataviciute, 22 ára litháíska konu, í tveggja ára fangelsi fyrir að kyrkja nýfæddan son sinn til bana á baðherbergi á Hótel Fróni við Laugaveg í fyrrasumar. Lögregla fann hvítvoðunginn í rusla- gámi við hótelið, vafinn í plastpoka, eftir að konan hafði leitað sér ásjár á spítala vegna fósturláts. Hún kannaðist þó ekki við að hafa fætt barn og hélt sig við þann fram- burð allt málið á enda. Dómurinn telur fullsannað að hún hafi fætt barnið og deytt það, en hins vegar er það álit sérfróðra fulltrúa í dómnum að hún „hafi verið sér alls ómeðvituð um þung- unina og nær öruggt að fæðingin hafi komið henni í opna skjöldu“. Fæðingin, sem hafi verið óundirbúin og án aðstoðar, hafi að öllum líkindum valdið „skelfingarviðbrögðum með tímabundnu minnisleysi eða hugrofi“. Agné er þess vegna ekki sakfelld fyrir manndráp, heldur brot gegn 212. grein hegn- ingarlaga, sem kveður meðal annars á um að ef ef móðir kemst í veiklað eða ruglað hugar- ástand við fæðingu og deyðir þess vegna barn sitt varði það fangelsi allt að 6 árum. Agné er jafnframt dæmd til að greiða fyrrverandi sambýlismanni sínum og barns- föður 600 þúsund krónur í bætur. - sh Agné Kataviciute dæmd í fangelsi fyrir að deyða nýfæddan son sinn: Tveggja ára dómur fyrir barnsdráp NEITAÐI SÖK Agné viðurkenndi aldrei að hún hefði fætt barn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM1. Tom selleck 2. Samherja 3. Mexíkóhatt eða sombrero VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.