Fréttablaðið - 29.03.2012, Side 16
29. mars 2012 FIMMTUDAGUR16 16
hagur heimilanna
Fyrirtækið Arctic Trucks hefur ákveðið að innkalla Yamaha XV 1300A vegna
hættu á bruna.
Neytendastofa greinir frá því að borist hafi tilkynning frá Yamaha í vikunni þar
sem segir að við reglubundna skoðun hafi komið í ljós galli í bensínslöngu í
Yamaha XVS 1300A. Við sérstakar aðstæður getur gallinn valdið því að bensín
undir þrýstingi leki. Því hefur verið ákveðið að innkalla umrædd hjól í öryggis-
skyni og gera á þeim viðeigandi lagfæringar. Skipt verður um bensín-
slönguna sem og bensínkrana og tengda
lögn. Viðgerðin tekur um tvær
klukkustundir og er
eigendum að
kostnaðarlausu.
Um er að ræða
hjól framleidd
frá október
2008 til
ágúst 2011.
Eigendum
hefur verið
gert viðvart
um inn-
köllunina.
Verð á bankahólfum hjá stóru bönkunum þremur hafa
hækkað talsvert síðustu ár. Fréttablaðinu barst ábending
frá viðskiptavini Arion banka sem sagði ársgjald á sínu
hólfi hafa hækkað úr 2.000 krónum upp í 5.000 frá árinu
2010. Auk þess hafi verið tekið upp 300 króna heim-
sóknargjald á ákveðnum tímum dags.
Þau svör bárust frá Arion að vissulega hafi verðið
hækkað, en ástæðan sé sú að það hafi haldist óbreytt
lengi áður og hafi ekki staðið lengur undir kostnaði.
Verð hjá Íslandsbanka er nú frá 2.500 krónum upp
í 6.500, eftir stærð hólfanna og hjá Landsbanka er
verðið á bankahólfum frá 3.000 krónum upp í
9.000.
Margir neytendur hafa sent Neytendasamtökunum erindi vegna erfðabreyttra
matvæla að undanförnu. Frá þessu greina samtökin á heimasíðu sinni. Þeir
sem hafa haft samband lýsa undrun sinni á því að engin matvæli séu merkt
sem erfðabreytt. Reglur um merkingar á erfðabreyttum matvælum gengu í gildi
um síðustu áramót. Nú er óheimilt að selja slík matvæli án þess að það komi
fram á umbúðum að þau séu erfðabreytt. Ef erfðabreytt hráefni eru meira
en 0,9 prósent af vörunni þarf það líka að koma fram á umbúðum. Matvæla-
stofnun og heilbrigðiseftirlit eiga að hafa eftirlit með því að þessu sé fylgt eftir.
■ Matvæli
Erfðabreytt matvæli á að merkja
Tryggingar á innbúum
heimila eru í mörgum til-
fellum of lágar, bæði vegna
vanmats á innbúinu þegar
trygging var keypt og
vegna hækkandi verðlags
í kjölfar hrunsins. Þetta er
skoðun Hákonar Hákonar-
sonar, eiganda Trygginga-
vaktarinnar.
„Þegar fólk metur sjálft innbúið sitt
vegna kaupa á tryggingum vanmet-
ur það verðmæti hlutanna. Það horf-
ir á sjónvarpið, sófann, borðstofu-
settið og ís skápinn en gleymir til
dæmis fatnaði sem getur kostað
talsvert á fjögurra manna fjöl-
skyldu að ógleymdum skósöfnum
kvenna sem geta verið verðmæt í
dag,“ segir Hákon Hákonarson, eig-
andi Trygginga vaktarinnar.
Hákon bendir jafnframt á að nú
kosti til dæmis húsbúnaður miklu
meira heldur en fyrir efnahags-
hrunið vegna gengisfalls krón-
unnar. Þess vegna þurfi þeir sem
tryggðu fyrir hrun að endurmeta
tryggingar sínar. „Ef fólk er að
spara sér iðgjaldið fær það bara
hlutabætur verði tjón. Brenni sófinn
í stofunni, sem nú kostar til dæmis
400 þúsund krónur, fær hinn tryggði
aðeins 200 þúsund krónur sé hann
til dæmis bara með 50% tryggingu.
Fólk ætti alltaf að tryggja sem næst
verðmæti hlutarins í dag og hlutirn-
ir kosta miklu meira nú heldur en
fyrir hrunið.“
Að sögn Hákonar getur trygg-
ingafélag ekki sagt að brunninn sófi
hafi í raun verið lítils virði þar sem
hann hafi verið slitinn og kominn til
ára sinna. „En tryggingafélag getur
beitt ákveðinni fyrningarreglu sem
er ákveðin prósenta fyrir hvert ár
sem líður. Það er hins vegar ekki
tryggingamanns að segja að hlutir
séu einskis virði vegna þess að hinn
tryggði þarf að kaupa nýtt í staðinn
verði hann fyrir tjóni.“
Allt efni til húsbygginga kost-
ar nú miklu meira en fyrir hrun.
Þess vegna er nauðsynlegt að huga
að endurmati á brunatryggingum,
eins og Hákon bendir á. „Það er um
tvo kosti að velja. Fólk getur beðið
um endurmat á brunabótamati en
einnig er hægt að kaupa viðbótar-
brunatryggingu. Þetta á ekki bara
við um heimilin í landinu, heldur
einnig um fyrirtækin. Mörg þeirra
eru vantryggð á sama hátt og heim-
ilin.“ ibs@frettabladid.is
Margir með vantryggt
innbú eftir bankahrunið
VERÐHÆKKUN Verð á húsgögnum hefur hækkað í kjölfar hrunsins. Þess vegna eru
innbústryggingar í mörgum tilfellum of lágar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
■ Bankastarfsemi
Verð á bankahólfum hafa hækkað mikið
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
PÁSKAVERÐ*
Miele þvottavél W1634
áður kr. 184.500
nú kr. 169.900
Miele þvottavél W1714
áður kr. 202.500
nú kr. 184.900
* á meðan byrgðir endast
Heimir & Kolla
vakna með þér í bítið
Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist
alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00
87% VERÐHÆKKUN hefur orðið á eggjum á undan-förnum tíu árum. Kílóið kostaði 331 krónu árið 2001,
429 krónur árið 2006 og 619 krónur í fyrra.
■ Mótorhjól
Hætta á bruna í Yamaha mótorhjólum