Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.03.2012, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 29.03.2012, Qupperneq 20
20 29. mars 2012 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Það var sagt frá því nýlega að nýtt stjórn-málaafl væri orðið til. Dögun heitir það en einhverjir fjölmiðlungar skröfuðu um nýja Dögun væntanlega í þeim dúr að hér væri nýtt stjórnmálaafl á ferðinni. Þannig vill til að Ný dögun er ekki nýtt nafn heldur hefur loðað í aldarfjórðung við samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Og þessi samtök ræða aldeilis ekki um póli- tík, heldur ekki um trúarpólitík heldur þá sammannlegu reynslu sem sorg heitir og missir. Þetta eru samtök fólks sem hefur misst og syrgir og þess fagfólks sem af veikum mætti reynir að styðja syrgjendur á sorgargöngunni. Og þó getum við sagt að jafnvel á þeim vettvangi þar sem syrgjendur og fagfólk sameinast um að styðja aðra í sorginni fylgi líka pólitík. Pólitík fjallar nefnilega um það hvers konar þjóðfélag við byggjum. Pólitík snýst m.a. um það hvort okkur beri sem samfélagi að styðja þau sem orðið hafa fyrir áföllum – eða hvort við skiljum fólk eftir í sárum sínum og göngum fram hjá. Hér má minna á að pólitíkin þessa daga er mjög upptekin af því að styðja við fólk sem hefur orðið illa úti í hruninu og er það vel. Missir þeirra sem hafa séð á eftir nánum ættingjum eða ástvinum í gröfina ótímabært, jafnvel á snöggu augabragði er langtum meiri en þeirra sem aðeins hafa misst fjármuni. Reynsla þeirra sem hafa misst hvoru tveggja kennir okkur það. Og sorgin bakar þeim sem eftir lifa oft heilsu- tjón, jafnvel örorku og atvinnumissi ofan í kaupið. Þar fyrir utan hafa syrgjendur sjaldnast mátt til að berjast fyrir málstað sínum um stuðning – um hjálp okkar hinna við að reisa líf sitt við á nýjan leik. Ég óska Dögun sem og hverju því stjórn- málaafli sem lætur sér annt um velferð náungans alls hins besta. Um leið minni ég þau sem helga krafta sína pólitíkinni á grunngildi náungakærleiks og umhyggju sem eru kannski mikilvægustu gildin í okkar samfélagi þegar dýpst er skoðað. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Þannig vill til að Ný dögun er ekki nýtt nafn heldur hefur loðað í aldar- fjórðung við samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Dögun – Ný dögun Samfélags- mál Halldór Reynisson prestur og for- maður Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð F réttablaðið greindi frá því í gær að höfuðstóll gengis- tryggðra lána væri um helmingur af höfuðstól jafnhárra verðtryggðra lána ef miðað er við að bæði lánin hafi verið jafnhá og tekin í júní 2002. Samkvæmt útreikningum sem KPMG vann fyrir Helga Hjörvar, formann efnahags- og viðskiptanefndar, stendur tíu milljóna króna verðtryggt lán sem tekið var fyrir tæpum tíu árum í 15,3 milljónum króna í dag. Sam- bærilegt gengistryggt lán stendur í tæpum átta milljónum króna. Frá því að krónan var sett á flot árið 2001 flökti hún eins og hjartalínurit. Þeir sem tóku gengis tryggð lán voru enda varaðir við því að þeir þyrftu að vera viðbúnir sveiflum. Í staðinn fengu þeir 2-5% óverð- tryggða vexti á lánum. Þessi hópur myndaði eign mun hraðar en allir aðrir og því var eftir miklu að slægjast ef veðmálið gengi upp. Sem það gerði á endanum. Ástæðuna er auðvitað að finna í gengislánadómum Hæstaréttar, sem hefur dæmt þau ólögleg. Vegna þeirra dóma höfðu erlend fast- eignalán verið færð niður um 108 milljarða króna um síðustu ára- mót. Erlend bílalán höfðu verið lækkuð um 38,5 milljarða króna. Til viðbótar reikna stóru bankarnir þrír með því að gengislána- dómur Hæstaréttar frá 15. febrúar síðastliðnum muni kosta þá 64 milljarða króna til viðbótar. Raunvextir gengislána urðu við þetta neikvæðir og staða gengislánataka hefur snúist frá því að vera ómöguleg í að veita þeim forskot á alla aðra í samfélaginu í eignamyndunarkapphlaupinu. Við vitnaleiðslur fyrir Landsdómi nýverið kom iðulega fram það mat embættismanna og eftirlitsaðila að hinn ofsafengni vöxtur íslenska fjármálakerfisins hefði fyrst og síðast verið tilkominn vegna fordæmalauss aðgengis að ódýru lánsfé. Það lánsfé var að töluverðu leyti lánað til íslenskra athafnamanna í landvinninga- hug. Þar var ítrekað fullyrt að erlendum aðilum hafi þótt íslensku útrásar mennirnir hafa keypt þau fyrirtæki sem þeir keyptu erlendis allt of dýru verði. Sama hafi átt við um þær innlendu eignir sem þeir fjárfestu í. Eftir hrun hefur enda þurft að afskrifa á bilinu 70-80% af skuldum fjárfestingar- og eignarhaldsfélaga. Niðurfærslan nemur samtals tæplega 390 milljörðum króna. Þessar afskriftir virðast ekki hafa haft mikil áhrif á persónulega hagi þeirra sem stóðu að baki þessum félögum. Þeir virðast hafa komið sér upp myndar- legum varasjóðum og eignum skráðum á aðrar kennitölur í gegnum arðgreiðslur, laun eða lántökur án ábyrgða sem þeir gengu frá á uppgangstímunum. Þeir sem fóru langverst út úr íslenska hruninu voru þeir sem skulduðu minnst eða ekkert og tóku litla áhættu. Þeir sem lögðu sparifé sitt í húsnæði eða bifreiðar í stað þess að skuldsetja sig upp í rjáfur. Það er hópurinn sem axlar afleiðingarnar í gegnum verðbólgu og hefur séð eignir sínar étast upp vegna hennar. Og hvaða lærdóm er þá hægt að draga af hruninu? Varla annan en þann að skynsamlegast sé að vera óskynsamur. Því meiri ráðdeild sem sýnd er í ákvarðanatökum því meiri líkur eru á því að þær setji viðkomandi í verri fjárhagslegri stöðu til framtíðar. Lærdómurinn er að það er alltaf best að fara allur inn, grípa hvert tækifæri til að skuldsetja sig og huga að afleiðingunum eftir á. Og hann er hræðilegt veganesti fyrir komandi kynslóðir. Það er skynsamlegt að vera óskynsamur: Verðlaunuð áhætta Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is SKOÐUN Vinsælda notið Mælt var fyrir frumvarpi um breytingar á stjórn fiskveiða á þingi í gær. Athygli vekur að ráðherra sjávarútvegsmála, Steingrímur J. Sigfússon, er staddur í Kanada og mælti hvorki fyrir frum- varpinu né tók þátt í umræðum um það. Katrín Jakobsdóttir, sitjandi sjávarútvegs- ráðherra, mælti fyrir frumvarpinu, en hún er vinsælasti ráðherrann samkvæmt könnunum. Kannski eitthvað af vinsældum Katrínar hafi átt að sytra yfir á hið umdeilda frumvarp. Talað til samflokksmanna Sjálfstæðismenn voru ósáttir og gáfu lítið fyrir það að Katrín hefði setið í ráðherranefnd um málið og væri starfandi sjávarútvegs- ráðherra. Þeir vildu fresta umræðunni þannig að Steingrímur gæti leitt hana. Ragnheiður Ríkharðsdóttir sat á stóli forseta Alþingis í gær. Henni virtist leiðast þófið og sagði skýrum rómi að það skipti engu máli hve margir þingmenn tjáðu sig; umræðan færi fram og Katrín mundi mæla fyrir málinu. Samflokksmenn hlusta ekki Samflokksmenn hennar hlustuðu þó lítið á ráðleggingar forseta Alþingis, þó samflokksmaður þeirra væri. Þeir komu hver á fætur öðrum í pontu og ræddu nauðsyn þess að gera öfugt við það sem Ragnheiður hafði tilkynnt að gert yrði. Einstaka stjórnarliði fann sig svo knúinn til að eyða tíma Alþingis í að benda á að með þessu væru Sjálfstæðis- menn að eyða tíma Alþingis. Á þessu stóð í um það bil hálf- tíma. Óljóst er hve mikið virðing þingsins jókst á meðan. kolbeinn@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.