Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 29. mars 2012 21 Ég er stoltur af því að vera Reykvíkingur. Íbúar höfuð- borgarinnar hafa sýnt það að þeir hafa margt til málanna að leggja varðandi borgina sína. Síðan samráðsvefurinn Betri Reykja- vík var tekinn í notkun í október sl. hafa mörg hundruð hugmyndir litið dagsins ljós á vefnum. Nú hafa nærri sex þúsund manns skráð sig á Betri Reykjavík og fylgjast þar með hugmyndum og ræða málin fyrir opnum tjöldum. Fjölmörg mál af Betri Reykjavík eru nú þegar í farvegi hjá stjórnsýslu borgar- innar. Að auki hefur vefurinn unnið til virtra verðlauna bæði hér heima og erlendis. Reykjavíkurborg tók frá 300 milljónir í svokallaða hverfa- potta á þessu ári. Þessir peningar standa straum af kostnaði við smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfum borgarinnar. Í byrjun árs óskuðu borgaryfir- völd eftir því að borgarbúar settu fram hugmyndir að slíkum verk- efnum á Betri Reykjavík. Það gekk frábærlega vel og yfir 350 hugmyndir bárust. Fagsvið Reykjavíkur borgar fóru svo yfir hugmyndirnar og kostnaðarmátu þær ásamt hverfa ráðum borgarinnar. Efstu hugmyndum sem íbúarnir styðja hefur nú verið stillt upp til rafrænna kosninga. Um er að ræða 180 hugmyndir í hverfum borgarinnar. Allir sem náð hafa 16 ára aldri og eiga lög- heimili í Reykjavík geta kosið um verkefnin. Úrslit kosninganna verða bindandi og verkefnin verða framkvæmd í sumar. Í þessu skyni hefur verið sett upp kosningakerfi í tengslum við Betri Reykjavík þar sem rafræn auðkenni verða notuð í kosningum í fyrsta sinn á Íslandi. Verkefnið er því mjög áhuga- verður áfangi í því skyni að efla íbúalýðræði hér á landi. Ég vil hvetja alla Reyk víkinga til að taka þátt í rafrænum kosningum um Betri hverfi á netinu dagana 29. mars-3. apríl. Kosninga kerfið er mjög einfalt í notkun. Rafrænt auðkenni er hið sama og fólk notar við að skila skattaframtalinu sínu og farið er í gegnum vefgáttina island.is. Einnig er hægt að nota rafræn skilríki. Ég vil leggja sérstaka áherslu á að fyllsta öryggis er gætt við kosninguna og hefur kerfið verið öryggisprófað af óháðum aðilum. Reykjavíkurborg getur á engan hátt nýtt sér hin rafrænu auð- kenni til að afla upplýsinga um einstaka kjósendur. Betri Reykjavík hefur þegar vakið athygli og unnið til lýð- ræðisverðlauna erlendis. Það sem hefur sérstaklega vakið áhuga útlendinga er fjöldinn sem tekur virkan þátt í samráðsvefnum. Ég er sannfærður um að ef Reyk- víkingar flykkjast á rafrænan kjörstað dagana 29. mars - 3. apríl og kjósa sér Betri hverfi mun það vekja heimsathygli. Ég hvet ykkur til að nýta lýðræðis- legan rétt ykkar til að kjósa Betri hverfi á kjosa.betrireykjavik.is, leiðin er greið. Kjósum Betri hverfi Íbúalýðræði Jón Gnarr borgarstjóri 38 Þrep 66°North (barna) 66°North (main) Aftur Birna Concept Shop Borð Fyrir Tvo Eggert Feldskeri ELLA EVA Gaga Different Clothing GK REYKJAVIK Gust Gyllti Kötturinn Hringa Hrím IQ Ísfold Jónsdóttir & co. Kiosk Kókó T Í S KUVAKA FASHION’S NIGHT OUT MIÐBORGINNI Í KVÖLD KL. 18:00 - 21:00 Eftirtaldar verslanir munu bjóða upp á tónlist, léttar veitingar, tísku, sérstök vildarkjör, lífstílssnertingu og tískuforsmekk í tilefni af REYKJAVIK FASHION FESTIVAL sem hefst á föstudag. Kron KronKron Listaselið Lítil í upphafi MOMO Móðir Kona Meyja Mundi Nikita Nostalgía Nostrum Ófeigur Gullsmiðja Rakel Hafberg Collection Reykjavík Crafts Rósa Icelandic Design Sigurboginn Skarta Skór Spaksmannsspjarir Spútnik Sævar Karl Tiia Vinnufatabúðin Volcano Design Zebra Cosmetique Þorsteinn Bergmann Icewear Orr Huld GÞ Skartgripir Verum, verslum og njótum þar sem hjartað slær. Gjafakortið fáanlegt í öllum bókaverslunum. Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um áhrif hugsanlegra virkjana í neðri hluta Þjórsár neðan Búrfells. Virkjana- kostirnir sem um ræðir eru þrír: Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Áhrif þessara virkjana á lífríkið eru með mis- munandi hætti og gefur það því ekki alls kostar rétta mynd að fjalla um þær þrjár í einu. Nátt- úruleg búsvæði laxa eru á áhrifa- svæði Urriðafoss virkjunar, en ekki ofan við fyrirhugaða Hvammsvirkjun og Holta virkjun, þótt þar hafi lax numið land í seinni tíð vegna tilkomu laxastiga. Áhrif fyrirhugaðra fram- kvæmda á lífríki eru ávallt háð nokkurri óvissu. Óvissan minnkar þó með auknum rannsóknum. Rannsóknir á lífríki Þjórsár, og einkum fiskistofna þar, hafa átt sér stað allt frá árinu 1973. Í upp- hafi stóð Veiðimálastofnun fyrir rannsóknunum en í seinni tíð hafa þær verið unnar að mestu af Veiði- málastofnun fyrir Landsvirkjun. Aðrir aðilar hafa ekki rann sakað fiskistofna Þjórsár með viðlíka hætti og hamlar það nokkuð fræði- legri og faglegri umræðu um þetta mál. Vissulega má draga lærdóm af rannsóknum, sem farið hafa fram annars staðar í heiminum, og við Íslendingar eigum að gera það að svo miklu leyti sem unnt er með tilliti til aðstæðna. Þegar Þjórsá er borin saman við ár á vesturströnd Norður-Ameríku þarf að hafa í huga að þar ytra er um að ræða Kyrrahafslaxa en ekki Atlantshafslax. Þá eru virkjanir í Columbia og Snake ánum margfalt fleiri en í Þjórsá og flestar voru þær byggðar á tímum þar sem þekking og áhersla á lífríki var minni en hún er í dag. Annað sem nefna má er að stjórnun rennslis í mörgum virkj- unum á vesturströnd Norður- Ameríku er töluvert frábrugðin því sem fyrirhugað er í Þjórsá. Í neðri hluta Þjórsár eru fyrir huguð lón, ekki miðlunarlón heldur lítil inntakslón með stöðugu vatns- borði og því verður ávallt tölu- verður straumur í gegnum lónin. Rennslissveiflur í ánni verða ekki frábrugðnar núverandi sveiflum, og búast má við hefðbundnum vor- flóðum líkt og í dag. Af þessum ástæðum er ástæðulaust að halda að lónin tefji eða hindri niður- göngu seiða umtalsvert enda er viðstöðutími vatns ekki nema 11 til 14 klst. í hverju lóni. Landsvirkjun mun standa fyrir mótvægisaðgerðum til þess að draga eins mikið og mögulegt er úr neikvæðum áhrifum virkjananna á laxastofninn, eins og áður hefur komið fram. Eru þær mótvægis- aðgerðir byggðar á fenginni reynslu og rannsóknum. Þegar hefur fengist afar jákvæð reynsla af fiskistiganum við fossinn Búða, sem hefur gert laxi kleift að nema land á stöðum ofar í ánni sem áður voru honum ekki aðgengi legir. Tvöfaldaðist stærð laxgengra svæða með fiski stiganum. Þessi nýju svæði sem laxinn hefur numið á undanförnum árum eru lýsandi dæmi þess að mótvægisaðgerðir geta heppnast vel. Fiskistiginn við Búða gerir laxi kleift að komast upp fyrir Holta- virkjun og einnig er fyrirhugað að gera fiskistiga framhjá Hvamms- virkjun og Urriðafossvirkjun. Þá verður ákveðin gerð fiskvænna hverfla sett í virkjanirnar. Seiða- fleyta verður við Urriðafoss, en vakin skal sérstök athygli á því að það er eina fyrirhugaða virkjunin á náttúrulegu búsvæði laxa í Þjórsá. Dregið verður úr netaveiði um 70 til 80% með samningum við landeigendur sem mun draga verulega úr veiðiálagi. Sú breyting hefur jákvæð áhrif á laxastofna og eykur möguleika til stangveiða. Mótvægisaðgerðir Lands- virkjunar miða að því að áhrif fyrirhugaðra virkjana á laxastofn Þjórsár verði óveruleg. Eru mót- vægisaðgerðirnar hannaðar út frá fenginni reynslu og niðurstöðum rannsókna. Á undanförnum árum hefur farið fram umfangsmikið og vand- að ferli innan ramma áætlunar þar sem virkjanakostir hafa verið metnir með tilliti til nýtingar og verndunarsjónarmiða. Eftir ára- langa vinnu stórs hóps vísinda- og fagaðila með ítrekuðum opnum umsagnarferlum skilaði verkefnis- stjórn skýrslu sinni á síðasta ári. Þar koma virkjanir í neðri hluta Þjórsár vel út og voru því haustið 2011 allar settar í nýtingarflokk í drögum að þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra og umhverfisráð- herra um flokkun virkjanakosta. Að mati Landsvirkjunar hafa ekki komið fram efnisleg rök til að breyta þeirri flokkun. Allri málefnalegri umræðu um þetta mál er fagnað og hvetjum við alla hagsmunaaðila og áhugasama einstaklinga til að kynna sér málið og mynda sér sjálfstæða skoðun út frá þeim tillögum, upplýsingum og rannsóknum sem liggja fyrir og eru birtar á vefsíðu Lands- virkjunar, landsvirkjun.is. Neðri Þjórsá - áhrif virkjana á fiskistofna Orkumál Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.