Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.03.2012, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 29.03.2012, Qupperneq 30
FÓLK|TÍSKA Riccardo Tisci, yfirhönnuður hjá Givenchy, er þekktur fyrir munúðarfull og rómantísk klæði. Honum bregst ekki bogalistin með vorlínu sem hefur vakið athygli fyrir óhefðbundin snið og val á efni sem á meðal annars rætur að rekja til sútunarverksmiðju á Íslandi. „Við eigum í viðskiptum við mörg af stærstu tískuhúsum heims og við- skiptavinir okkar njóta fulls trúnaðar. Hins vegar get ég ekki neitað því að roðið er frá okkur þar sem þetta er hlýraroð og við erum eina verk- smiðjan í heiminum sem sútar það,“ staðfestir Sara María Júlíudóttir, upp- lýsingafulltrúi Sjávarleðurs á Sauðár- króki, við blaðamann þegar hann slær á þráðinn norður. Myndir af vorlínu Givenchy hafa verið að birtast í helstu tískutíma- ritum og þar geta glöggir lesendur séð roðið frá Sjávarleðri í ýmsum útfærslum. Þar á meðal sem kjóla, ermar, belti og jakka en brasilíska ofursætan Gisele Bündchen sýndi einn slíkan fyrir Tisci. Víða er farið lofsamlegum orðum um fötin, þökk sé fallegum línum og skemmtilegu efnsvali, og notkun á roði hrósað. AUKIN EFTIRSPURN Sara María segist almennt finna fyrir aukinni eftirspurn eftir roði frá erlendum tískurisum á borð við Givenchy, Dior og Gucci. „Roð er fallegt og roð hlýrans er líka sterkt og hentar því vel til skinngerðar. Þar að auki er það hráefni sem fellur til í matvælaiðnaði áður en það er nýtt í tískuiðnaði og því eftirsótt af fata- hönnuðum sem eru að verða sífellt meðvitaðri um umhverfið.“ Til marks um það nefnir Sara María að Sjávarleðri hafi nýlega verið tekið fagnandi á umhverf- isvænni kaupráðstefnu í Berlín. „Útsendarar frá Green Peace voru meira að segja sáttir við okkar vinnsluferli,“ segir hún og hlær. Sömuleiðis hafi gengið vel á kaup- ráðstefnu í París fyrir skömmu sem starfsmenn stóru tískuhúsanna sóttu. „Þeir sýndu okkur mikinn áhuga. Þannig að ýmislegt er í píp- unum,“ segir hún leyndardómsfull. ■ rve GIVENCHY NOTAR ROÐ FRÁ ÍSLANDI Í TÍSKU Roð frá íslenska fyrirtækinu Sjávarleðri verður sífellt eftirsóttara meðal erlendra tískurisa. Riccardo Tisci þykir nota það á áhrifaríkan hátt í nýrri vorlínu Givenchy. DISCOVERY CHANNEL ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.