Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 31

Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 31
Kynningarblað Fasteignaumsjón, fyrirtækjaþrif, vorhreingerning, fróðleikur og góð ráð. RÆSTING FIMMTUDAGUR 29. MARS 2012 &ÞJÓNUSTA ISS Ísland er leiðandi fyrirtæki á svið fasteignaumsjónar. Fast-eignaumsjón ISS saman stendur af ræstingasviði, veitingasviði og eignaumsýslusviði. Stærsta svið fyrirtækisins er ræstingasviðið en þar vinna um 640 manns af um 850 starfsmönnum ISS Ísland. Hólm- fríður Einarsdóttir, sviðsstjóri ræstinga sviðs, segir ræstingasvið- ið vera stærsta rekstraraðilann í ræstingum hérlendis. „Ræstinga- svið okkar veitir fjölbreytta þjónustu til fyrirtækja, stofnana og sveitarfé- laga og eru viðskiptavinir okkar á sjötta hundrað talsins.“ Hólmfríður segir starfsmenn sviðsins vel í stakk búna til að takast á við ólík og fjölbreytt verk- efni á sviði ræstinga og hreingern- inga. Lausnir eru gjarnan lagaðar að þörfum viðskiptavinarins, sérstak- lega í stærri verkefnunum. „Hvort sem um er að ræða hefð bundnar og reglubundnar ræstingar eða óvænt stór og jafnvel sérhæfð verk- efni erum við í stakk búin til að veita skjóta og góða þjónustu.“ Hún nefnir sem dæmi þegar gosið varð í Eyjafjallajökli árið 2010. Þá hafi fyrirtækið sent hóp starfsmanna og stjórnenda á staðinn til að þrífa ösku á heimilum og vinnustöðum. Vegna stærðar fyrirtækisins sé ISS í stakk búið til að taka að sér stór verkefni og oft á tíðum komi þau með skömmum fyrirvara. Ræst- ingasviðið sé alvant að þurfa að ná saman stórum hópi til að þrífa fyrirtæki og stofnanir sem eru að hefja rekstur eða opna daginn eftir breytingar. Þá þurfi að vinna hratt og örugglega enda mikið í húfi fyrir viðskiptavini ISS Ísland. Sterk staða á markaði Ræst ingasv ið ISS er stærst i rekstrar aðilinn á sínu sviði hér- lendis eins og fyrr segir. Hún segir ISS Ísland þjóna flestum atvinnu- greinum hérlendis, t.d. stóriðju, framleiðslu fyrirtækjum, fjármála- starfsemi, virkjunum, skólum og heilbrigðisstofnunum svo eitthvað sé nefnt. Auk þess séu mörg sveitar- félög í viðskiptum hjá ISS. „Við höfum náð mjög góðum árangri hjá fyrirtækjum og stofnunum á heilbrigðis sviði og í matvælafram- leiðslu. Þetta eru svið sem krefjast mikillar sér hæfingar og eru miklar kröfur gerðar til árangurs, tækja og búnaðar og þjálfunar starfsfólks og þar hefur tengingin við alþjóðafyrir- tækið komið að góðum notum. Allar heilsugæslustöðvar á Stór-Reykja- víkursvæðinu eru t.d. í viðskiptum við okkur eftir útboð ásamt mörgum deildum Landspítalans auk margra læknastofa.“ Hún segir mikla sér- þekkingu þurfa til að þjónusta fyrir- tæki og stofnanir á heilbrigðissviði, þar sé alltaf smithætta til staðar og huga þurfi vel að sótthreinsun t.d. tækja og rýma. Að sögn Hólmfríðar hefur ISS Ís- land náð góðum árangri í þjónustu við matvælaiðnaðinn, það er kjöt- og fiskvinnslur hérlendis. Þar er um að ræða sértæk þrif á vinnuvélum og vinnuaðstöðu. Sú vinna tengist síðan aftur ýmsum vottunum sem fyrirtækin þurfa að vinna og stan- dast. Því sé mikilvægt að vandað sé til verka og að samstarf aðila sé gott. Þekking og reynsla sótt að utan Móðurfélag ISS Íslands er ISS A/S og hefur félagið höfuð stöðvar í Danmörku. Samsteypan hefur starfsstöðvar í 56 löndum og hjá henni vinna nú um 534.000 starfs- menn. ISS Ísland er í þeirri ein- stöku aðstöðu að geta sótt víðtæka þekkingu og reynslu til móður- félagsins sem hefur starfað á þessu sviði í rúmlega 100 ár. „Mikil gæða- vinna fer fram hjá ISS á alþjóða- vettvangi. Þar eru Norðurlöndin í forystu og er Ísland hluti af þeim hópi. Þar má helst nefna Cleaning Excellence sem er heildrænt kerfi sem snýr m.a. að ferlum, tækjum og búnaði, verklagi og starfsað- ferðum með gæði verks að leiðar- ljósi. Þar er rauði þráðurinn að lág- marka erfiðisvinnu fyrir starfs- menn okkar um leið og afköst eru skilgreind.“ Hólmfríður segir að tengingin við alþjóðaf yrirtæk- ið sé ISS Íslandi mikil áskorun því mikill agi sé á öllum vinnubrögð- um varðandi framkvæmd þjónustu og fjármál. Sá agi og aðgangur að mótuðum lausnum, þekkingu og reynslu nýtist á öllum sviðum fyrir- tækisins sem síðan skilar sér í enn betri þjónustu til viðskiptavina á Ís- landi. Heildarlausnir á sviði ræstinga fyrir atvinnulífið Ræstingasvið ISS Ísland er stærsti þjónustuaðilinn á sviði ræstinga hérlendis. Sviðið þjónustar flestar atvinnugreinar og býr við þá einstöku aðstöðu að geta sótt víðtæka reynslu og þekkingu til alþjóðlega móðurfélagsins ISS A/S sem hefur starfað í heila öld. Hólmfríður Einarsdóttir, sviðsstjóri ræstingasviðs, segir ISS Ísland þjóna flestum atvinnugreinum á Íslandi. RÆSTINGASVIÐ ISS MEÐ NORRÆNA UMHVERFIS VOTTUN Árið 2009 hlaut ræstingarsvið ISS norrænu umhverfis vottunina Svaninn, sem er opinbert um- hverfismerki Norðurlanda. Svanurinn hefur skapað sér sess sem mikilvægasta og áreiðan- legasta umhverfismerkið á Norðurlöndum með mikla útbreiðslu og traust meðal neytenda. Með vottuninni tryggir ISS Ísland fyrirtækjum og stofnunum gæðaþjónustu sem er vistvænni í framkvæmd. ISS ÍSLAND ER FRAMÚR SKARANDI FYRIRTÆKI ISS Ísland var eitt af 245 fyrir- tækjum sem stóðust styrk- og stöðugleikamat Creditinfo fyrir rekstrarárið 2011. Af rúmlega 32.000 fyrirtækjum sem skráð eru í hluthafaskrá uppfylltu einungis 245 fyrirtæki þau skilyrði. Meðal þátta sem horft var til var að viðkomandi fyrirtæki hafi sýnt jákvæðan rekstrarhagnað þrjú ár í röð og að eignir fyrirtækis séu yfir 80 milljónir árin 2008-2010. Sams konar vottanir þekkjast erlendis en skilyrðin hér voru strangari. Listinn undirstrikar því vel styrk- leika fyrirtækja sem á honum eru.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.