Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 32

Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 32
KYNNING − AUGLÝSINGRæsting & þjónusta FIMMTUDAGUR 29. MARS 20122 ■ Vinnið allar hreingerningar frá lofti ofan í gólf, og að innan og út, til að halda því hreinu sem þegar hefur verið þrifið. ■ Þrífið eitt herbergi í einu til að sporna við hálfkláruðu verki hér og þar. Það er líka staðreynd að ein tandurhrein vistarvera tryggir áframhaldandi tiltektar- stuð. ■ Hafið ruslapoka tiltækan við höndina svo ekki þurfi að fara margar smáferðir í ruslafötuna. ■ Lagið sitthvað smálegt sem setið hefur á hakanum eða fáið ein- hvern handlaginn til að aðstoða. ■ Notið rykbursta eða ryksugu til að fjarlægja ryk af veggjum, úr lofti og ljósakrónum. ■ Færið húsgögn inn í miðju her- bergis til að ryksuga og skúra gólfin undir þeim. ■ Takið lausa hluti af borðum, hillum og öðrum yfirborðs- flötum til að þurrka vel af. ■ Þvoið skrautmuni með mildu sápuvatni svo þeir verði skínandi hreinir og til meira skarts. ■ Takið bækur úr bókahillum og þurrkið ryk úr hillum með rökum klút. Viðrið bækurnar og strjúkið af þeim áður en þær eru aftur settar í hilluna. ■ Takið pullur, sessur og lausa púða úr sófum og stólum og sláið úr þeim ryk úti við. Hreinsið bletti ef einhverjir eru, en gæt ið að sápu- notkun gagnvart viðkvæmum efnum. Ryksugið húsgögn vel áður en sessur og púðar eru sett á sinn stað. ■ Þvoið púðaver til að losna við ólykt, ryk og bakteríur. ■ Strjúkið af römmum og gleri mynda og listaverka. ■ Notið húsgagnabón á við- arhúsgögn sem misst hafa gljáa. ■ Þvoið gluggatjöld eða setjið í hreinsun ef þau mega ekki fara í þvottavél. Strjúkið af rimla- gluggatjöldum úr stáli og vínyl með rökum klút og mildu sápu- vatni. ■ Bónið gólfin ef þau hafa glatað gljáa sínum. ■ Takið til í skápunum, hendið gömlum snyrtivörum og fötum sem enginn notar lengur í Sorpu. ■ Fegurð vors krefst tandur- hreinna glugga. Notið heitt sápu- vatn og svamp til að þvo þá að utan og innan, og þvöru til að taka af vatnið utanhúss. Til að fá fallegan gljáa á rúður er ráð að fullkomna þvottinn með glugga- spreyi. ■ Ryksugið dýnur og opnið vel út til að hreinsa loftið. Snúið við dýnum áður en búið er um á ný. ■ Dustið r yk af veggjum og lagið sprungur með sparsli og málningu ef skemmdir á veggjum koma í ljós. ■ Þvoið fitu og óhreinindi af slökkvurum, innstungum og hurðarhúnum með sápuvatni. ■ Setjið afskorin blóm í vasa og bjóðið sumar og sól velkomið á tandurhreint heimilið. Bjóðum geisla vorsólar velkomna Eftir langan vetur er vorið loks komið á ný. Vorinu fylgja bjartir og langir sólargeislar sem stirna vægðarlaust á kám, bletti og vetrarryk híbýlanna. Vorhreingerningin þarf ekki að taka allt vorið ef skipulagið er gott. Tökum því blítt á móti vorsólinni með ferskum andblæ á hreinu heimili. Vorhreingerning er skemmtileg því heimilið fær á sig nýjan og ferskan blæ., og um að gera að leyfa fegurðarskyninu að njóta sín í hreingerningaráhöldunum líka. LEIÐBEININGAR VIÐ ÞRIF Á GÓLFFLÍSUM 1. Renna skal yfir gólfið með ryk- sugu til að fjarlæga laus óhreinindi. 2. Fjárfesta þarf í moppu, helst með löngum þráðum svo vel náist ofan í fúgur milli flísa. Svampur gerir ekki sama gagn. 3. Takið til skúringafötu. Ef einungis á að renna létt yfir gólfið dugir að nota heitt vatn. Ef gólfið er mjög skítugt má bæta alkóhóli út í vatnið og sápulegi. 4. Fjarlægja þarf alla bletti með þar til gerðum hreinsiefnum, þó ekki klór. Erfiða bletti má nudda af með svampi eða gömlum tann- bursta. 5. Strjúkið yfir gólfið með mopp- unni, vindið moppuna á milli umferða. Síðasta umferðin skal farin með hreinu vatni til að ekki myndist blettir eftir hreinsiefnið. Látið þorna, til dæmis með því að opna glugga og láta gusta í gegn. 6. Ef fúgan milli flísa er dökk og flísarnar líta ekki út fyrir að vera hreinar eftir þessa meðferð gæti verið þörf á sérstöku fúgu- hreinsiefni. Þá er einnig mælt með að fá faglega hreinsun á gólfflísar sem þola mikla notkun á fimm ára fresti. www.ehow.com Lóan er einn fegursti vorboðinn hér á landi og indælt að njóta söngs hennar úti við með góðri samvisku eftir vorþrifin. Opið kl. 9 -18 • laugardaga út apríl kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Rodalon sótthreinsun • Gegn myglusveppi • Eyðir lykt úr fatnaði Mjög vönduð vinnubrögð hjá P.A. Hreinsun ehf Hjá okkur færðu alla almenna hreingerningaþjónustu. Við tökum að okkur hreingerningar á skrifstofuhúsnæði, iðnaðarhúsnæði, fluttningaþrif, gluggaþvottur, teppahreinsun, mottuhreinsun, húsgagnahreinsun, Skip, Bátar þrif og sótthreinsun. Bónleying og bónun

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.