Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGRæsting & þjónusta FIMMTUDAGUR 29. MARS 20122 ■ Vinnið allar hreingerningar frá lofti ofan í gólf, og að innan og út, til að halda því hreinu sem þegar hefur verið þrifið. ■ Þrífið eitt herbergi í einu til að sporna við hálfkláruðu verki hér og þar. Það er líka staðreynd að ein tandurhrein vistarvera tryggir áframhaldandi tiltektar- stuð. ■ Hafið ruslapoka tiltækan við höndina svo ekki þurfi að fara margar smáferðir í ruslafötuna. ■ Lagið sitthvað smálegt sem setið hefur á hakanum eða fáið ein- hvern handlaginn til að aðstoða. ■ Notið rykbursta eða ryksugu til að fjarlægja ryk af veggjum, úr lofti og ljósakrónum. ■ Færið húsgögn inn í miðju her- bergis til að ryksuga og skúra gólfin undir þeim. ■ Takið lausa hluti af borðum, hillum og öðrum yfirborðs- flötum til að þurrka vel af. ■ Þvoið skrautmuni með mildu sápuvatni svo þeir verði skínandi hreinir og til meira skarts. ■ Takið bækur úr bókahillum og þurrkið ryk úr hillum með rökum klút. Viðrið bækurnar og strjúkið af þeim áður en þær eru aftur settar í hilluna. ■ Takið pullur, sessur og lausa púða úr sófum og stólum og sláið úr þeim ryk úti við. Hreinsið bletti ef einhverjir eru, en gæt ið að sápu- notkun gagnvart viðkvæmum efnum. Ryksugið húsgögn vel áður en sessur og púðar eru sett á sinn stað. ■ Þvoið púðaver til að losna við ólykt, ryk og bakteríur. ■ Strjúkið af römmum og gleri mynda og listaverka. ■ Notið húsgagnabón á við- arhúsgögn sem misst hafa gljáa. ■ Þvoið gluggatjöld eða setjið í hreinsun ef þau mega ekki fara í þvottavél. Strjúkið af rimla- gluggatjöldum úr stáli og vínyl með rökum klút og mildu sápu- vatni. ■ Bónið gólfin ef þau hafa glatað gljáa sínum. ■ Takið til í skápunum, hendið gömlum snyrtivörum og fötum sem enginn notar lengur í Sorpu. ■ Fegurð vors krefst tandur- hreinna glugga. Notið heitt sápu- vatn og svamp til að þvo þá að utan og innan, og þvöru til að taka af vatnið utanhúss. Til að fá fallegan gljáa á rúður er ráð að fullkomna þvottinn með glugga- spreyi. ■ Ryksugið dýnur og opnið vel út til að hreinsa loftið. Snúið við dýnum áður en búið er um á ný. ■ Dustið r yk af veggjum og lagið sprungur með sparsli og málningu ef skemmdir á veggjum koma í ljós. ■ Þvoið fitu og óhreinindi af slökkvurum, innstungum og hurðarhúnum með sápuvatni. ■ Setjið afskorin blóm í vasa og bjóðið sumar og sól velkomið á tandurhreint heimilið. Bjóðum geisla vorsólar velkomna Eftir langan vetur er vorið loks komið á ný. Vorinu fylgja bjartir og langir sólargeislar sem stirna vægðarlaust á kám, bletti og vetrarryk híbýlanna. Vorhreingerningin þarf ekki að taka allt vorið ef skipulagið er gott. Tökum því blítt á móti vorsólinni með ferskum andblæ á hreinu heimili. Vorhreingerning er skemmtileg því heimilið fær á sig nýjan og ferskan blæ., og um að gera að leyfa fegurðarskyninu að njóta sín í hreingerningaráhöldunum líka. LEIÐBEININGAR VIÐ ÞRIF Á GÓLFFLÍSUM 1. Renna skal yfir gólfið með ryk- sugu til að fjarlæga laus óhreinindi. 2. Fjárfesta þarf í moppu, helst með löngum þráðum svo vel náist ofan í fúgur milli flísa. Svampur gerir ekki sama gagn. 3. Takið til skúringafötu. Ef einungis á að renna létt yfir gólfið dugir að nota heitt vatn. Ef gólfið er mjög skítugt má bæta alkóhóli út í vatnið og sápulegi. 4. Fjarlægja þarf alla bletti með þar til gerðum hreinsiefnum, þó ekki klór. Erfiða bletti má nudda af með svampi eða gömlum tann- bursta. 5. Strjúkið yfir gólfið með mopp- unni, vindið moppuna á milli umferða. Síðasta umferðin skal farin með hreinu vatni til að ekki myndist blettir eftir hreinsiefnið. Látið þorna, til dæmis með því að opna glugga og láta gusta í gegn. 6. Ef fúgan milli flísa er dökk og flísarnar líta ekki út fyrir að vera hreinar eftir þessa meðferð gæti verið þörf á sérstöku fúgu- hreinsiefni. Þá er einnig mælt með að fá faglega hreinsun á gólfflísar sem þola mikla notkun á fimm ára fresti. www.ehow.com Lóan er einn fegursti vorboðinn hér á landi og indælt að njóta söngs hennar úti við með góðri samvisku eftir vorþrifin. Opið kl. 9 -18 • laugardaga út apríl kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Rodalon sótthreinsun • Gegn myglusveppi • Eyðir lykt úr fatnaði Mjög vönduð vinnubrögð hjá P.A. Hreinsun ehf Hjá okkur færðu alla almenna hreingerningaþjónustu. Við tökum að okkur hreingerningar á skrifstofuhúsnæði, iðnaðarhúsnæði, fluttningaþrif, gluggaþvottur, teppahreinsun, mottuhreinsun, húsgagnahreinsun, Skip, Bátar þrif og sótthreinsun. Bónleying og bónun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.