Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 35
FIMMTUDAGUR 29. MARS 2012 3Geðhjálp ●
SÓLRÚN ÓSK LÁRUSDÓTTIR SKRIFAR:
Landssamtökin Geðhjálp voru
stofnuð af aðstandendum og stuðn-
ingur við þá er mikilvægur þáttur
í starfi félagsins. Um helmingur
þeirra sem leita til ráðgjafaþjón-
ustu Geðhjálpar er aðstandendur;
foreldrar, börn, makar, systkini,
vinir, frændfólk, afar og ömmur.
Talið er að á hverjum tíma séu
um 50.000 Íslendingar að glíma
við einhvers konar geðsjúkdóm
þannig að flest þekkjum við til
eða erum aðstandendur einhverra.
Stuðningur aðstandenda er afar
mikilvægur og getur tekið á sig
ýmsar myndir. Í sumum tilfellum
veita aðstandendur fjárhagslegan
stuðning, gerast málsvarar, veita
aðstoð við athafnir daglegs lífs og
útvega jafnvel húsaskjól.
Tilfinningalegur stuðningur er
nauðsynlegur en oft eiga aðstand-
endur erfitt með að vita hvernig
þeir eiga að veita hann. Sumir þola
illa afskiptasemi og ofverndun í
veikindum sínum og vilja jafnvel
enga hjálp þiggja. Það getur verið
flókið að læra hvar og hvenær á
að setja mörk og að hlusta og sýna
skilning án þess að vera meðvirkur.
Þeir sem glíma við geðsjúkdóma
sýna stundum hegðun sem nákomn-
ir eiga erfitt með að takast á við og
getur komið róti á tilfinninga lífið.
Aðstandendur geta fundið fyrir
ótta, reiði, sársauka, sorg og sekt-
arkennd svo eitthvað sé nefnt. Þótt
stuðningur geti verið gefandi og sé
veittur með glöðu geði getur hann
einnig valdið álagi og oft skortir að-
standendur aðgang að úrræðum og
upplýsingum. Rannsóknir hafa bent
til að það hafi jákvæð áhrif á bata
í geðrænum veikindum þegar þörf-
um aðstandenda fyrir upplýsingar,
ráðgjöf og stuðning er mætt.
Geðsjúkdómar geta hent okkur
öll. Ef þig grunar að einhver
þér nákominn glími við geðræn
veikindi gæti verið gott að byrja á
því að spyrja viðkomandi hvernig
honum líði og hvort og hvernig þú
getir stutt hann. Einnig er hægt að
hafa samband við ráðgjafa Geð-
hjálpar sem gæta fyllsta trúnaðar.
Við erum öll
aðstandendur
Ráðgjafinn Sólrún Ósk segir aðstand-
endum standa stuðningur til boða.
KRISTÍN TÓMASDÓTTIR SKRIFAR:
Geðhjálp hefur á undanförnum
tveimur árum lagt áherslu á að
efla þjónustu sem snýr að hags-
munagæslu fyrir hagsmunahóp
félagsins. Í hagsmunagæslu felst
að standa vörð um hag og réttindi
sjúklinga og aðstandenda, vera
hlustandi og óháður tals maður.
Gæta þarf að því að farið sé að
lögum og að mannréttindi séu ekki
brotin en einnig að meðferðar þegi
sé hafður með í ráðum varðandi
sína meðferð og að virðing sé borin
fyrir hans/hennar skoðunum. Þá
getur hagsmunagæslan einnig
snúið að réttindum aðstandenda
til þess að taka ákvarðanir eða fá
fyrir liggjandi gögn í hendurnar.
Geðhjálp eru óháð hagsmuna-
samtök sem hafa enga hagsmuni
af því að verja ákvarðanir spítal-
anna, Tryggingastofnunar, ráðu-
neyta eða annarra aðila sem gætu
tekið ákvarðanir um málefni hags-
munahópsins nema það sé hópnum
fyrir bestu. Í þessu felst að vera
óháður hagsmunaaðili.
Undanfarin tvö ár hafa komið
inn á borð ráðgjafa Geðhjálpar
að meðaltali sex hagsmunamál á
mánuði. Mörg þeirra eru leyst með
einföldum aðgerðum til dæmis að-
stoð við lestur á fyrirliggjandi
gögnum, aðstoð við bréfaskrif eða
stuðning á fundum um málefni
þess sem á í hlut. Stundum snúa
málin að einföldum misskilningi
og fellur það þá í hlut hagsmuna-
gæslunnar að reyna eftir bestu
getu að leiðrétta misskilninginn.
Sumir geðsjúkdómar eru þess eðlis
að fólk getur átt erfitt með að meta
aðstæður eða greina hver þeirra
réttindi eru og hvort þau séu í há-
vegum höfð. Í þeim tilfellum getur
óháður aðili safnað saman upplýs-
ingum og gögnum sem styðja að
svo sé, nú ef svo er ekki þá getur
hagsmunagæslan fylgt málunum
eftir og þrýst á að svo verði.
Sumir eiga aðstandendur sem
sinna þessu hlutverki en margir
þeirra leita til Geðhjálpar eftir
praktískum upplýsingum um
geðheilbrigðiskerfið og hvernig
best sé að snúa sér í ákveðnum
aðstæðum. Stundum getur verið
gott að fá utanaðkomandi aðila
til þess að sinna þessu hlutverki
til þess eins að koma í veg fyrir
trúnaðar bresti í traustum sam-
böndum við aðstandendur. Aðrir
eiga ekki aðstandendur sem geta
sinnt þessu hlutverki eða gera sér
ekki grein fyrir mikilvægi þess.
Þá er þjónusta Geðhjálpar oftar en
ekki vel þegin.
Til þess að hagsmunagæslan
skili góðum árangri er mikilvægt
að allir málsaðilar vinni vel saman
en þannig næst yfirleitt mikil sátt
og niðurstöður sem eru öllum fyrir
bestu.
Mikilvægi hagsmunagæslu
„ Í hagsmunagæslu felst að standa vörð um hag og réttindi sjúklinga og
aðstandenda, ” segir Kristín Tómasdóttir ráðgjafi hjá Geðhjálp.
STEINDÓR J. ERLINGSSON SKRIFAR:
Miklar deilur standa í dag vegna
fimmtu útgáfu flokkunar- og
greiningarkerfis bandarísku geð-
læknasamtakanna (DSM-5), sem
væntanleg er á næsta ári. Tillögur
DSM-5 vinnuhópanna eru sumar
þess eðlis að óbreyttar muni þær
leiða til þess að fjöldi þeirra sem
hægt er að greina með geðröskun
mun vaxa mikið. Í hugum sumra
fela tillögurnar í sér áframhald
þeirrar miklu sjúkdómsvæðingar
mannlegra tilfinninga sem fylgdi
DSM-III (1980) og IV (1994).
Það er því viss kaldhæðni
falin í því að harðasti gagn-
rýnandi DSM-5 er geðlæknir-
inn Allen Frances ( http://bit.ly/
c jKial), sem ritstýrði DSM-IV.
Frances hefur bent á að líkja megi
stöðu flokkunar kerfis geðlæknis-
fræðinnar við ástand líffræði-
legrar flokkunarfræði fyrir daga
þróunarkenningar Darwins. Þá
var hægt að flokka höfrunga með
fiskum og leðurblökur með fuglum
því að oftast var horft á yfirborðs-
einkenni, eins og geðlæknar gera í
greiningum sínum, en ekki undir-
liggjandi skyldleika.
Í þessu sambandi má spyrja
hvort sorgarviðbrögð við fráfall
maka eða náins ættingja séu í
raun þunglyndi . Samkvæmt DSM-
IV má ekki greina einstakling
sem upplifir slíka sorg með þung-
lyndi, þó hann uppfylli greiningar-
skilyrði, fyrr en eftir tvo mánuði.
Í DSM-III var tímabilið eitt ár.
Nú stendur hins vegar til að fella
sorgarundanþáguna út úr DSM-5
og því má greina einstakling með
þunglyndi tveimur vikum eftir t.d.
fráfall maka.
Bandaríska geðlækninum
Arthur Kleinman stendur ekki á
sama um þessa tillögu. Í grein sem
birtist um miðjan febrúar í lækna-
tímaritinu Lancet fjallar hann um
dauða eiginkonu sinnar, sorgina,
æsinginn, svefn-, einbeitingar- og
lystarleysið sem fylgdi í kjölfarið.
Kleinman segir að eftir því sem
mánuðirnir liðu hafi þessi erfiða
reynsla orðið léttbærari, en nú
þegar ár er nánast liðið frá and-
látinu „finn ég enn stundum fyrir
sorg og líður eins og hluti af mér
sé að eilífu horfinn“.
Vegna faglegra og persónulegra
ástæðna á Kleinman jafn erfitt
með að skilja núverandi tillögu um
að fella út sorgarundanþáguna og
tveggja mánaða undan þáguna sem
fyrir er í DSM-IV. Kleinman segir
að hér sé á ferð sjúkdóms væðing
eðlilegra tilfinninga. Leiðara-
höfundur Lancet tekur undir með
Kleinman: „Sorg er ekki sjúk-
dómur. Það er gagnlegra að hugsa
um hana sem fylgifisk þess að vera
manneskja og eðlilegt viðbragð
við fráfalli ástvinar. Það er óvið-
eigandi að setja tímamörk á sorg.“
Leiðarahöfundurinn leggur
áherslu á að þótt sorg geti stundum
leitt til alvarlegs þunglyndis komist
mikill meirihluti þeirra sem upp-
lifa hana í gegnum reynsluna án
aðstoðar læknis eða lyfja.
Enn fremur bendir hann á að
ekki liggi vísindalegar sannanir
fyrir því að þunglyndislyf gagnist
einstaklingum sem nýlega hafa
upplifað mikla sorg. Það virðist
því vel hægt að taka undir með
Frances að ef tillagan nær fram
að ganga muni einungis lyfjafyrir-
tækin græða á henni.
Er sorg þunglyndi?
Vísindasagnfræðingurinn Steindór J. Erlingsson segir miklar deilur standa um fimmtu útgáfu flokkunar- og greiningarkerfis
bandarísku geðlæknasamtakanna (DSM-5). En í hugum sumra fela þær í sér sjúkdómsvæðingu.