Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 43
| FÓLK| 5TÍSKA Tískuvaka/Fashion night out verður haldin víða í verslunum á Laugaveginum í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem blásið er til þessa viðburðar en hann er í beinum tengslum við Reykjavík Fashion Festival. Opið verður fram eftir í búðunum og ýmsar uppákomur tengd- ar tísku í boði. Þær verslanir sem taka þátt verða skreyttar rauðum blöðrum svo auðvelt verður að þræða uppákomurnar. Hin glænýja hönnunar búð Hrím á Laugavegi 25 galopnar dyrnar. „Við ætlum að hækka í tónlistinni, bjóða upp á drykki og hafa smá stuð hér í búðinni,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir eigandi Hríms. „Kannski bregðum við líka á leik með Loma ljósmyndavélarnar okkar og fáum fólk til að smella myndum hvert af öðru og fanga þannig tískuna á götunni,“ segir Tinna. Hún segir spennandi að sjá hvernig takast muni til og mikilvægt að verslanir taki þátt í upp ákomum sem þessum til að skapa hressandi stemmingu í bænum. Þétt er á milli verslana í kringum Hrím en verslunin Aftur er á annarri hæð í sama húsi og þar verður einnig eitthvað um að vera í kvöld. Þá er stutt í Nostalgíu og Spútnik og hvetur Tinna fólk til að kíkja í bæinn. Í Hrím er að finna hönnunarvöru, bæði ís- lenska hönnun og erlenda, heimilisvörur, skart og fylgihluti og var Tinna meðal annars að taka upp handgerðar leðurtöskur í allavega litum. Stutt er síðan Hrím var opnað á Lauga- veginum en verslunin er einnig staðsett í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Tinna er ánægð með viðtökurnar sem Hrím hefur fengið í höfuðborginni. „Við opnuðum 16. mars og móttökurnar hafa verið framar vonum. Ég trúi varla hvað þetta hefur gengið vel,“ segir Tinna. Tískuvakan hefst klukkan 18 og stendur til klukkan 21. TÍSKUVAKA Í HRÍM STUÐ Í BÚÐINNI Nokkrar verslanir á Laugaveginum opna dyrnar í kvöld á tískuvöku sem haldin er í tengslum við RFF. STEMMING Á LAUGAVEGI Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hríms á Laugavegi 25, ætlar að hækka í tónlistinni og bjóða upp á léttar veitingar í versluninni milli klukkan 18 og 21 í kvöld. MYND/ANTON ■ Söngkonan Lady Gaga er þekkt fyrir skrautlegan klæðaburð og framkomu sem hefur oftar en ekki valdið fjaðrafoki. Skemmst er að minnast þess þegar hún reitti dýraverndunarsamtökin Peta til reiði fyrir tveimur árum með því að mæta í kjötkjól á tónlistar- myndbandahátíð MTV. Í byrjun var Gaga gagnrýnd fyrir að stæla klæðaburð söngkonunnar Madonnu en flestum ber nú saman um að sérstæður fatastíll hennar eigi sér enga hliðstæðu. Enda kannski ekki margar poppdívur sem hafa látið sjá sig opinberlega í jakka gerðum úr mörgum eintökum af Kermit froski, kjól úr glærum kúlum eða brjóstahaldara með logandi stjörnuljósum. OUTLET-SKÓR | FISKISLÓÐ 75 | 101 REYKJAVÍK Opið: mán-fös 13-18 & lau 12-16 sími: 514 4407 SK ÓR SSK ÓRR 7.900 aðeins aðeins kr. kr. 11.900 aðeins kr.4.900 Herra skór St. 41–48 Stráka skór St. 27–35 aðeins 1.900 Hjólaskór barna St. 28–41 kr. Shape Ups dömu skór St. 36–40 aðeins 5.900 Stelpu skór St. 28–35 kr. FER ÓTROÐNAR SLÓÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.