Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 61

Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 61
FIMMTUDAGUR 29. mars 2012 41 Tónlist ★★★ ★ ★ Songs From the Top of the World Hot Eskimos Björk hittir Áhöfnina á Halastjörnunni Hot Eskimos er djasstríó skipað Karli Olgeirssyni píanóleikara, Jóni Rafns- syni kontrabassaleikara og Kristni Snæ Agnarssyni trommuleikara. Songs From The Top Of The World hefur að geyma þrettán íslensk dægurlög útsett fyrir píanótríó. Lögin koma úr ýmsum áttum. Þarna er bæði Ammæli Sykurmolanna, Rúdolf Þeysara, Can‘t walk away Herberts Guðmundssonar og Is it true? sem Jóhanna Guðrún söng í Eurovision. Það er ekkert nýtt að taka dægurlög og djassa þau upp. Annað píanótríó, The Bad Plus, kemur strax upp í hugann, en meðlimir þess hafa gert út á þetta með góðum árangri síðasta áratuginn; tekið allt frá Abba og David Bowie til Aphex Twin og Interpol. Songs From The Top Of The World er að mörgu leyti mjög vel heppnuð plata. Útsetningarnar eru ágætar, hvort sem við tölum um Army of me, Rúdolf, Þú komst við hjartað í mér, Fjöllin hafa vakað eða Stolt siglir fleyið mitt. Það hefði kannski mátt setja aðeins meiri trylling í þær sumar, en þetta er samt vel gert. Það besta við plötuna er lagavalið; Björk, Jóhanna Guðrún, Þeyr, Jónsi og Áhöfnin á Halastjörnunni eru allt í einu komin á alveg sama staðinn og manni finnst það ekkert skrítið! Eins og nafnið á hljómsveitinni og plötunni gefur til kynna er Songs From The Top Of The World svolítið stíluð inn á erlenda ferðamenn. Íslendingar ættu samt ekki að láta það styggja sig. Þessi plata er ekkert síður fyrir þá. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Karl Olgeirs, Jón Rafns og Kristinn Snær djassa upp íslensk popplög úr ólíkum áttum. Tékkneska tónlistarkonan Marketa Irglova er stödd hér á landi ásamt hljómsveit við upptökur. Hún heldur tónleika á Kexi 4. apríl. Margir kannast eflaust við Marketu úr dúettinum The Swell Season sem hún skipar ásamt Íran- um Glen Hansard. The Swell Season hélt einmitt eftirminnilega tónleika á Nasa í október 2010. Irglova, sem er 23 ára, hlaut Óskarsverðlaunin ásamt Hansard árið 2008 fyrir lagið Falling Slowly úr myndinni Once. Hún varð þar með fyrsta tékkneska konan til að vinna Óskarinn. Frjálst sætaval er á tónleikana á Kexi en setið verður á gólfinu. Fólk er því hvatt til að koma með púða með sér. Miðaverð er 1.900 krónur og hefst miðasala á Midi.is á fimmtudaginn. Irglova með tónleika Á ÍSLANDI Marketa Irglova stígur á svið ásamt hljómsveit sinni á Kexi 4. apríl. Leikkonan Michelle Williams er nú orðuð við gamanleikarann Jason Segel, en þau hafa þekkst í nokkur ár. Myndir náðust af parinu er það fékk sér göngutúr ásamt sex ára gamalli dóttur Williams, Matildu. Tímaritið US Weekly náði myndum af Williams og Segel er þau snæddu saman á veitinga- staðnum Frankie‘s Spuntino og er þau gengu hönd í hönd í átt að heimili hennar í Brooklyn. „Hann hélt utan um hana og þau hlógu mikið. Þau virtust mjög hrifin af hvort öðru og virtist líða vel í návist hvors annars,“ var haft eftir sjónarvotti. Næsta dag sást parið fá sér göngu- túr ásamt Matildu, sem Williams átti með leikaranum Heath Ledger. Að sögn sameigin- legra vina eru leikararnir mjög hamingju- samir og ætla að láta reyna á sambandið þrátt fyrir að Segel sé búsettur í Los Angeles og Williams í New York. Fann ástina að nýju FANN ÁSTINA Leikkonan Michelle Williams er sögð hamingjusöm með gamanleikar- anum Jason Segel. NORDICPHOTOS/GETTY Ashton Kutcher er sagður vera í samningaviðræðum um að leika í nýrri þáttaröð af Two and a Half Men. Leikarinn tók við aðalhlutverki gamanþáttanna af Charlie Sheen í fyrra og hefur leikið milljarða- mæringinn Walden Schmidt í fyrstu þáttaröðinni. Áhorfið á þættina hefur minnkað nokkuð eftir að Sheen hvarf á braut en það virðist ekki hafa áhrif á framleiðend- urna, sem vilja endilega halda í Kutcher. Talið er að Kutcher fái tæpar níutíu milljónir króna fyrir hvern þátt af Two and a Half men og er hann þar með hæst launaði sjónvarps- leikari Banda- ríkjanna. Vilja semja við Kutcher ASHTON KUTCHER Kutcher leikur milljarðamær- inginn Walden Schmidt. Kaupaukinn þinn* þegar þú kaupir Biothem vörur fyrir 6.900 krónur eða meira: ~ Skin Vivo næturkrem 15 ml ~ Skin Vivo dropar 7 ml ~ Skin vivo augnkrem 2 ml ~ Skin Vivo andlitsvatn 10 ml ~ Biocils augnfarðahreinsir 30 ml ~ Biosource hreinsir 50 ml ~ Eau de Paradis húðmjólk 75 ml Verðmæti kaupaukans 11.200 krónur *Gildir á kynningunni meðan birgðir endast. Einn kaupauki á viðskiptavin. BIOTHERM BOMBA Í DEBENHAMS 29. MARS – 4. APRÍL EYÐIR 5 MERKJUM ÓJAFNRAR HÚÐAR OG HÚÐIN VERÐUR SJÁANLEGA SLÉTTARI OG UNGLEGRI. DAGKREM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.