Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 64

Fréttablaðið - 29.03.2012, Síða 64
29. mars 2012 FIMMTUDAGUR44 sport@frettabladid.is ALFREÐ GÍSLASON og lærisveinar hans í Kiel eru komnir með tíu stiga forskot á toppnum og aðra hönd á þýska meistaratitilinn eftir átta marka sigur á Füchse Berlin, 36-28, í uppgjöri tveggja efstu liðanna í þýsku úrvalsdeildinni í hand- bolta í gærkvöldi. Þarna mættu íslensku þjálfararnir Alfreð og Dagur Sigurðsson. Alexander Petersson lék aðeins vörnina með Füchse Berlin og komst ekki á blað en Aron Pálmarsson spilaði síðustu fimmtán mínútur leiksins og skoraði 1 mark. HENSON LAGERSALA Aðeins í fjóra d aga. - föstudag 30. mars kl. 11-18 - laugardag 31 . mars kl. 11-1 6 - mánudag 2. a príl kl. 11-18 - þriðjudag 3. ap ríl kl. 11-18 Staðsetning: B rautarholti 24 KÖRFUBOLTI Úrslitakeppni Ice- land Express-deildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum þar sem tvö efstu lið deildarkeppn- innar, Grindavík og KR, fá Njarð- vík og Tindastól í heimsókn. Það búast allir við því að Grindavík og KR komist áfram án mikilla vand- ræða og fari langt í úrslitakeppn- inni í ár. Pressan er ekki auðveld viðureignar og undanfarin tvö ár hafa hvorki deildarmeistararnir né Íslandsmeistararnir komist alla leið í úrslitaeinvígið. Grindvíkingar hafa verið í nokkrum sérflokki í deildinni í vetur, tryggðu sér deildarmeist- aratitilinn þegar fjórir leikir voru eftir og enduðu með átta stigum meira en næsta lið. Grindavík mætir nágrönnum sínum í Njarð- vík í átta liða úrslitunum. Grindvíkingar unnu báða leik- ina við Njarðvík, þar af þann seinni með 22 stiga mun í Ljóna- gryfjunni fyrir aðeins tíu dögum. Sá sigur kom eftir smá hikst en liðið tapaði tveimur leikjum í röð eftir að deildarmeistaratitillinn var í höfn. Það hefur verið beðið lengi eftir Íslandsmeistaratitlinum í Grindavík en liðið hefur lent fjór- um sinnum í öðru sæti síðan félag vann sinn fyrsta og eina Íslands- meistaratitil árið 1996. Þetta er í fjórða sinn sem Grindvíkingar mæta í úrslita- keppnina sem deildarmeistarar og heimavallarrétt út alla keppn- ina. Það hefur ekki skilað Íslands- meistaratitli í hin þrjú skiptin og liðið féll meira segja út í átta liða úrslitum sem deildarmeistari árið 1998. Deildarmeistaratitillinn er líka langt frá því að vera ávísun á stóra titilinn því aðeins þrír af síðustu tíu deildarmeisturum hafa orðið Íslandsmeistarar. KR-ingar fá Tindastól í átta liða úrslitunum. KR-ingar eru núver- andi Íslandsmeistarar en þurfa að brjóta blað í sögu félagsins ætli þeir að verja titilinn. KR hefur aldrei unnið titilinn tvö ár í röð eftir að úrslitakeppnin var sett á laggirnar og vann síðast tvö ár í röð árið 1979. Reyndar hefur ekki bara KR-ingum gengið illa að verja Íslandsmeistaratitilinn í karla- körfunni því það hefur ekki gerst síðan Keflvíkingar unnu þrjú ár í röð frá 2003 til 2005. KR-ingar lentu í miklum vand- ræðum í átta liða úrslitunum á árunum 2006 til 2008 og féllu þeir óvænt úr leik á móti ÍR vorið 2008. Síðan þá hafa KR-ingar unnið alla sex leiki sína í átta liða úrslitunum. Það verður ekki auðvelt að sækja sigur á Króknum enda hafa Stólarnir unnið fimm síðustu heimaleiki sína í úrslitakeppni og töpuðu síðast í Síkinu í úrslita- keppni fyrir tíu árum. Eitt af sárustu töpum KR-liðs- ins í vetur kom einmitt á móti Tindastól á Króknum í undanúr- slitaleik bikarsins í febrúarbyrj- un. KR-ingar hafa þegar unnið Stólanna einu sinni örugglega eftir það en sá leikur fór fram í DHL-höllinni. Nú bíða margir spenntir eftir því hvernig titilpressan fer í Grindvíkinga og KR-inga að þessu sinni. Liðin hafa allt til alls til að komast langt í ár og sumir sjá í hillingum úrslitaeinvígi eins og það hjá liðunum fyrir þremur árum þegar KR-ingar unnu á síð- ustu sekúndu í oddaleik. Átta liða úrslitin reyna oft mikið á einbeitingu „betri“ lið- anna enda þarf bara að vinna tvo leiki og með því að stela sigri í fyrsta leiknum er pressan á hærra skrifaða liðið orðin gífur- leg. Hvort það verða óvænt úrslit í kvöld verður hins vegar að koma í ljós. ooj@frettabladid.is Pressa á Grindavík og KR Grindavík og KR hefja leik í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í kvöld. Bæði lið keppa við söguna, KR hefur ekki varið Íslandsmeistaratitil í 33 ár og Grindavík hefur aldrei orðið deildarmeistari og Íslandsmeistari á sama ári. ÍSLANDSMEISTARAR 2011 KR-ingar fagna hér titlinum sem þeir unnu síðast vor. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON N1 deild kvenna í handb. Valur - Fram 19-17 (8-8) Mörk Vals (Skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6/2 (8/2), Karólína Bærhenz Lárudóttir 3 (5), Kristín Guðmundsdóttir 3 (10/1), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (3), Dagný Skúladóttir 2 (3), Guðný Jenný Ásmundsdóttir 1 (1), Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 1 (1), Þorgerður Anna Atladóttir 1 (7), Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 16 (32/1, 50%), Sunneva Einarsdóttir (1/1, 0%), Mörk Fram (skot): Elísabet Gunnarsdóttir 5/2 (5/2), Stella Sigurðardóttir 5 (16), Sunna Jónsdóttir 3 (11), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (5), Anett Köbli (2), Varin: Guðrún Ósk Maríasdóttir 12 (31/2, 39%), Grótta - KA/Þór 23-23 (12-9) Markahæstar: Sunna María Einarsd. 9, Tinna Laxdal 4, Unnur Ómarsd.4, Elín Helga Jónsd. 4 - Katrín Vilhjálmsdóttir 7, Martha Hermannsd.6. ÍBV - Stjarnan 30-24 (14-9) Markahæstar: Ester Óskarsdóttir 12, Ivana Mladenovic 6 - Rut Steinsen 5, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 5. HK - Haukar 34-31 (18-17) Markahæstar: Elín Anna Baldursdóttir 11, Heiðrún Björk Helgadóttir 7, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5 - Marija Gedroit 12, Ásta Björk Agnarsdóttir 7, Karen Helga Sigurjónsdóttir 5. Stig og röð liða: Fram 28, Valur 28, ÍBV 20, Stjarnan 16, Hk 16, Grótta 10, KA/Þór 9, Haukar 6, FH 3. Iceland Exp. kvenna í körfu Keflavík-Haukar 52-75 (23-45) Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 8, Pálína Gunnlaugsdóttir 8, Helga Hallgrímsdóttir 7, Eboni Mangum 6, Jaleesa Butler 6 (15 frák.), Sara Rún Hinriksdóttir 4, Hrund Jóhannsdóttir 4, Sandra Þrastardóttir 3, Aníta Eva Viðarsdóttir 2, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 2. Stig Hauka: Jence Ann Rhoads 31 (11 frák./5 stoðs./5 stolnir), Tierny Jenkins 16 (15 frák.), Gunnhildur Gunnarsdóttir 12, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9, María Lind Sigurðardóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 2, Sara Pálmadóttir 1. Haukakonur unnu 3-0 og eru komnar í úrslit. 1.deild kvenna í körfu Grindavík-KFÍ 50-47 (28-25) Stigahæstar: Ingibjörg Sigurðardóttir 13 (12 frák.), Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 11, Berglind Anna Magnúsdóttir 10 (11 frák.) - Sólveig Gunnlaugsdóttir 17, Svandís Anna Sigurðardóttir 13 (16 frák.). Grindavík vann 2-1 og tekur sæti Hamars í Iceland Express dweild kvenna. Meistaradeildin í fótbolta 8 liða úrslit fyrri leikir AC Milan - Barcelona 0-0 Marseille - Bayern München 0-2 0-1 Mario Gomez (44.), 0-2 Arjen Robben (69.) ÚRSLIT Í GÆR HANDBOLTI Valur vann uppgjör toppliðanna í N1-deild kvenna í gær er liðið hafði betur gegn Fram, 19-17, á heimavelli. Fram var í góðri stöðu fyrir leikinn og hefði dugað jafntefli til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Fram vann fyrri leik liðanna á tímabilinu. Valur og Fram eru nú jöfn að stigum fyrir lokaumferðina á tímabilinu en Fram situr hjá í henni. Valskonum dugir því jafntefli gegn KA/Þór í lokaumferðinni til að tryggja sér titilinn. Leikurinn í gær var afar kaflaskiptur en Valur komst í 6-2 forystu eftir stundarfjórðung. Fram jafnaði metin áður en flautað var til hálfleiks og jafnt var á nánast öllum tölum fyrstu 20 mínútur seinni hálfleiksins. Þá steig Hrafnhildur Skúladóttir upp, skoraði fjögur af síðustu sex mörkum Vals og átti eina stoðsendingu þar að auki. „Við ætluðum okkur alltaf að taka þennan titil og það var afar ljúft að vinna þennan leik í kvöld,“ sagði Hrafnhildur eftir leikinn. „Við töpuðum bara einum leik í vetur og við erum ekki hættar nú.“ Valskonur héldu þar með sigurgöngu sinni áfram í Vodafonehöllinni en liðið hefur unnið 24 leiki í röð í húsinu í öllum keppnum þar af sjö þeirra á móti Fram. Valskonur töpuðu síðast á Hlíðarenda í apríl 2010. - esá Valur vann Fram 19-17 í toppslag N1-deildar kvenna: Níu fingur á bikarnum 24 HEIMASIGRAR Í RÖÐ Valskonur eru óstöðvandi í Vodafonehöllinni. Hér fer Þorgerður Anna Atladóttir framhjá Ástu Birnu Gunnarsdóttur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna og aðstoðarþjálfari Guðmundar Guðmundssonar hjá íslenska landsliðinu, verður næsti þjálfari danska liðsins Viborg. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í gær. Óskar Bjarni hefur mikla reynslu sem þjálfari í efstu deild bæði með Val á Íslandi og Haslum í Noregi og undir hans stjórn urðu Valsmenn tvisvar Íslandsmeistarar og þrisvar bikarmeistarar. „Það var mjög mikilvægt að finna þjálfara sem hefur rétta sýn á handboltann og hæfileika til að ná sem mestu út úr okkar leikmönnum. Við erum að ráða hann í langtímaverkefni,“ sagði Susanne Munk Wilbek, eiginkona danska landsliðsþjálfarans Ulrik Wilbek, sem er yfirmaður hjá Viborg. Hún lýsti einnig yfir ánægju sinni að fá Íslending til starfa. „Viborg HK er mjög spennandi klúbbur og ég reikna með að danska deildin sem ein af fjórum bestu deildunum í Evrópu. Þetta er stórt og mikilvægt skref á mínum þjálfaraferli,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í viðtali á heimasíðu Viborg. Viborg hafnaði í 7. sæt í dönsku deildarkeppninni og vann 25-24 sigur á Kif Kolding í gær í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni. Óskar Bjarni tókst ekki að koma Val í úrslitakeppnina í ár og liðið spilar því síðasta leikinn undir hans stjórn á morgun. -óój Óskar Bjarni Óskarsson: Tekur við liði Viborg í sumar ÓSKAR BJARNI Þjálfari í Danmörku næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.