Fréttablaðið - 29.03.2012, Side 66

Fréttablaðið - 29.03.2012, Side 66
29. mars 2012 FIMMTUDAGUR46 KRÓNUR er verðið á stönginni í þrjá daga á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal 18. til 20. júlí en þeir dagar eru nú lausir í vefsölu Stangveiðifélags Reykjavíkur. Einn dagur í ánni kostar 84.800 kr. 254.400 golfogveidi@frettabladid.is ZTE Blade Samsung Galaxy Y HTC Explorer 1.790 kr. 2.090 kr. 2.690 kr. Ódýr en flottur Android sími Nettur snjallsími á frábæru verði Flottur Android sími Inneignin gildir fyrir eitt símanúmer siminn.is E N N E M M / S ÍA / N M 5 1 2 8 5 500 kr. inneign á mánuði í 6 mánuði fylgir 500 kr. inneign á mánuði í 6 mánuði fylgir 500 kr. inneign á mánuði í 6 mánuði fylgir á mánuði í 12 mánuði* á mánuði í 12 mánuði* á mánuði í 12 mánuði* Staðgreitt: 19.990 kr. Staðgreitt: 22.990 kr. Staðgreitt: 29.900 kr. ... og auðvitað sími svo að fermingarbarnið geti hringt í þig til að segja „takk“! Fermingargjöfin er stereógræja, GPS-tæki, 4GB minniskort fylgir * Greiðslugjald 325 kr. bætist við mán. gjald Langri bið stangarveiði- manna eftir nýrri vertíð fer senn að ljúka því á sunnu- daginn hefst veiði í ám og vötnum víða um land. Á meðal þeirra vatna sem opna 1. apríl er Meðalfells- vatn í Kjós. Bubbi Morthens spjallar við Trausta Haf- liðason um veiðina í vatningu og ljóstrar upp nokkrum leyndarmálum. Bubbi Morthens þekkir Meðal- fellsvatn betur en flestir enda alinn upp á bökkum þess og sem drengur veiddi hann með föður sínum og bræðrum silung í matinn. Fyrir nokkrum árum flutti hann aftur upp í Kjós og veiðir hann nú reglulega í vatninu enda urriðinn svamlandi nokkrum metrum frá húsgarðinum. „Ég er búinn að veiða þarna frá því ég gat farið að ganga. Frá bát þekki ég vatnið eins og lófann á mér. Sem fluguveiði- maður þá þekki ég það líka vel en ég veiði nánast bara þarna á vorin, þegar fyrsta flugan er að koma. Það er fyrst og fremst urriði í vatninu, en það er líka sjóbirtingur þó það sé ekki mikið af honum. Þá er alltaf smá laxavon enda gengur hann í vatnið úr Bugðu. Algeng stærð er frá pundi og upp í tvö til þrjú, þó er auðvitað hægt að setja í stærri fiska þarna en það er ekki algengt.” Stóru fiskarnir “Stóru fiskarnir gefa færi á sér fram í lok apríl en eftir það fara þeir út í dýpið. Þá verða menn að fara út á bát ef þeir ætla að ná þeim, nota sökku og þekkja staðhætti sér- staklega vel. Ég vil samt benda mönnum á að fara varlega. Menn hafa drukknað í vatninu. Í fyrra urðu ítrekað slys við vatnið. Bátar sukku og menn stóðu á grynning- unum með kornabörn í fanginu. Fólk var þá að fara út í slæmu veðri og einhverjir voru með of stóran mótor. Það er því alveg nauðsynlegt að vera í björgunar- vesti ætli maður út á vatn. “ Þá ljóma allir í himnasælu Oft er einn mesti höfuðverkur veiðimanna að hitta á rétta flugu. „Svona almennt séð þá myndi ég hvetja menn til að nota litla kúlu- hausa og litlar púpur. Svo má ekki gleyma litlu straumflugunum. Fram í júní geta menn verið að veiða gríðarlega vel á flugur eins og Grey ghost, Rektorinn og Black ghost. Þá er ég að tala um flugur undir tommu að stærð – öngul- stærð tíu til fjórtán.“ Maðkurinn er öflugasta beitan, segir Bubbi. „Ég hvet fólk eindregið til að nota maðk. Ég hef stundum farið með krökkunum mínum út á bát í klukkutíma og tekið tuttugu fiska. Þá sé ég um að beita og róa og við trollum – drögum beituna á eftir Nú gefa stóru fiskarnir færi á sér VEITT VIÐ MEÐALFELLSVATN Bubbi veit fátt skemmtilegra en að fara með börnunum að veiða. Þá er maðkur dreginn á eftir bátn- um og fiskurinn er á í nánast hverju kasti. Mest hefur hann komið með 60 silunga á land eftir sjö tíma veiði. mynd/veiðikortið Sveitarstjórn Skaftárhrepps vill að ríkið veiti fjárstyrk svo að rannsóknir sem Veiðimála- stofnun stóð fyrir í fyrra á áhrifum öskufalls frá Gríms- vötnum á ferskvatnsfiska geti haldið áfram. „Öskufall frá Grímsvatna- gosi á síðasta ári hafði mikil áhrif á vatnsföll í Skaftárhreppi. Árnar lituðust, framburður óx og breytingar hafa orðið á far- vegum. Óttast er að þessar breytingar kunni að hafa nei- kvæð áhrif á nytjastofna í ánum, en tekjur af veiðileyfasölu skipta landeigendur í sveitarfélaginu miklu máli,“ segir í ályktun sveitarstjórnarinnar. - gar Öskurannsókn haldi áfram: Óttast áhrif á fiskstofnana TUNGUFLJÓT Veiði í Tungufljóti hefur dalað síðustu ár.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.