Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 67
FIMMTUDAGUR 29. mars 2012
Fyrir börnin er þetta
alveg geggjað. Það
fá allir fisk og þá ljóma allir í
himnasælu.
BUBBI MORTHENS
bátnum. Þá er hann á í nánast
hverju einasta kasti. Ég hef farið
út klukkan átta að morgni og
komið inn klukkan þrjú með sex-
tíu silunga. Þetta er rosalega
gaman. Fyrir börnin er þetta
alveg geggjað. Það fá allir fisk og
þá ljóma allir í himnasælu. Það er
svo mikil stemmning og fiskarnir
allir svo stórir í augum barnanna
að það er yndislegt. Ég veit fátt
skemmtilegra en að vera með
börnin úti á vatni.“
Að lesa vatnið og veðrið
Bubbi segir að allir góðir veiði-
menn taki mið af aðstæðum. Oft
er talað um að lesa vatnið, lífríkið
og veðrið.
„Ef það hefur til dæmis verið
heitt í marga daga þá fer flugan
að vakna og þá verður maður að
taka mið af því. Oft er það líka
þannig að þegar það fer að birta
til með deginum verður veiðin
strembnari. Í flennibirtu leitar
fiskurinn í skjól. Þá er hann var
um sig - það eru engin ný vísindi.
Mín reynsla er sú að besta takan
sé í stillunni snemma á morgnana.
En það er ekki alltaf logn og þá
verða menn að lesa í vindinn.
Í austanátt er gott að vera við
Flekkudalsána – úti á tanganum.
Í vestanáttinni er líklega best að
vera í víkinni við bátaskýlin og
undir hlíðinni þar sunnan megin.
Í norðanáttinni er best að veiða
undir Meðalfelli. Mestu máli
skiptir samt að veiðimenn séu
ekki að berja sama blettinn tím-
unum saman heldur séu duglegir
að færa sig á milli staða. Þetta er
í það minnsta mín reynsla.“
Línan dregin löturhægt
„Ég hef aldrei veitt á sökklínu í
þessu vatni og aldrei notað sökk-
enda. Ég nota flotlínu og yfirleitt
tvist, (stöng fyrir línu númer tvö)
ætli hann sé ekki svona sjö fet og
ég er með stangarlangan taum.
Fyrst á vorin myndi ég draga
línuna inn alveg löturhægt og það
er ágætt að hafa það á bak við
eyrað að óþarfi er að vaða mikið,
ætli ég vaði ekki í mesta lagi upp
að lærum.“
Sú saga gengur á meðal veiði-
manna að besti staðurinn til veiða
sé í vesturhluta vatnsins, við báta-
skýlin en er Bubbi sammála því?
„Nei, það er bara af því að menn
hafa séð mig mikið þar,“ segir
Bubbi og skellir upp úr. „Ég fer
oft við bátaskýlin í maí, það er
fínt, en það eru aðrir staðir betri
núna. Til dæmis undir hlíðinni
Grjóteyrarmegin. Þangað er hægt
að ganga frá bílastæðunum við
bátaskýlin. Annar góður staður er
undir Meðal fellinu. Það er kannski
ekki auðvelt að finna staðinn en ef
menn sjá tvo steina úti í vatni á
þessu slóðum þá eru þeir á réttum
stað en þarna er oft mjög góð veiði
og laxavon.“
Íslendingarnir rífa kjaft
Meðalfellsvatn rennur út í Bugðu
og þaðan í Laxá í Kjós, eina
rómuðustu laxveiðiá landsins. Við
ósinn er 50 metra helgunarsvæði
og mega menn ekki undir neinum
kringumstæðum veiða þar.
„Ég hef því miður oft séð veiði-
menn þarna í ósnum og jafn-
vel í Bugðu sjálfri. Þetta eru
bæði Íslendingar og útlending-
ar. Útlendingarnir bera fyrir sig
þekkingaskort en Íslendingarnir
rífa kjaft. Þetta er svolítið merki-
legt því þetta er alls ekki besti
staðurinn í vatninu. Ég myndi
miklu frekar veiða við Sandá.
Þar er dýpst og þar getur stóri
fiskurinn legið.“
Menn verða að trúa
Bubbi segir að veiðin snúist um að
hafa trú á því sem maður er að gera.
„Einu sinni bankaði maður upp
á hjá mér og spurði hvar hann ætti
að veiða. Hann hafði aldrei veitt í
vatninu. Ég sagði honum að það
væri laxavon við Sandá. Hann ætti
bara að drífa sig þangað. Tveimur
tímum seinna kom hann með tvo
laxa. Báðir fimm pund. Svona
getur þetta verið. Þessi maður hafði
greinilega mikla trú á því að hann
fengi lax í Meðalfellsvatni.“
trausti@frettabladid.is
Samsung Galaxy ACE Samsung Galaxy SII iPhone 4
3.590 kr. 5.990 kr. 5.990 kr.
Flottur sími úr Galaxy línunni Flaggskipið úr Galaxy línu Samsung Frábær sími frá Apple
500 kr. inneign á mánuði
í 6 mánuði fylgir
1000 kr. inneign á mánuði
í 6 mánuði fylgir
1000 kr. inneign á mánuði
í 6 mánuði fylgir
á mánuði í 12 mánuði* á mánuði í 18 mánuði* á mánuði í 18 mánuði*
Staðgreitt: 39.900 kr. Staðgreitt: 99.900 kr. Staðgreitt: 99.900 kr.
myndbands tökuvél og leikjatölva ...
BESTA VEIÐIN Oft er besta veiðin í þoku eða dumbungi, þegar ekki sést til sólar.