Fréttablaðið - 29.03.2012, Page 70

Fréttablaðið - 29.03.2012, Page 70
29. mars 2012 FIMMTUDAGUR50 LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég hef mikið hlustað á útvarpsþátt- inn Virka morgna á Rás 2 og svo X-ið 977. Andri Freyr er ótrúlega fyndinn útvarpsmaður og svo er tónlistin góð á báðum stöðvum.“ Kristín Ásta Matthíasdóttir, sem opnar verslunina Dótturfélagið ásamt vinkonu sinni innan skamms. „Við vorum einfaldlega orðin langþreytt á því að þurfa alltaf að setjast upp í bíl til ná í einn mjólkurpott eða nýtt brauð,“ segir Sigurður Jens Sæmundsson sem ásamt eiginkonu sinni, Hildi Örnu Hjartardóttur, hefur opnað verslunina Braggann í Skerjafirði. Verslunin er sérstök að því leytinu til að hún er gamall pylsuvagn sem hjónin keyptu á netinu. „Konan mín var andvaka á nýárs- nótt og sá þá þennan gamla pylsuvagn til sölu á netinu. Við ákváðum því að kýla á þetta og opna lítið kaupfélag í vagninum,“ segir Sigurður en verslunin er staðsett á lóð Reykjavíkurborgar á gatnamótum Bauganess og Einarsness. „Við fáum að vera hér í þrjá mánuði til að byrja með en okkur skilst að þetta sé eini matsöluvagninn sem er inni í íbúðahverfi en hingað til hafa þeir haldið sig í miðbænum.“ Sigurður og Hildur eru bæði í fullri vinnu en stefna á að ráða til sín starfsmann og halda búðinni opinni á hverjum degi frá 11-20. Íbúar hverfisins hafa tekið versluninni vel en Bragginn opnaði síðasta laugardag. Sker- firðingar hafa verið án matvöruverslunar síðan Skerjaver lokaði árið 2008 en næsta búð fyrir íbúa hverfisins er hjá Stúdentagörðunum. „Við dreifðum auglýsingu í hvert hús og höfum fengið 100% jákvæð viðbrögð. Það sakar ekki að láta reyna á þetta og ég vona að við séum komin til að vera,“ segir Sigurður en vöruúrval Braggans er mjög fjölbreytt. „Við erum með grill og djúpsteikingarpott og í vagninum eru fjórir kælar. Við erum því með allt frá ham- borgaratilboðum í smjör, ost og eyrnapinna.“ - áp Gamall pylsuvagn verður hverfasjoppa BRAGGABÚÐ Hjónin Hildur Arna Hjartardóttir og Sigurður Jens Sæmundsson breyttu pylsuvagni í kaupfélag í Skerjafirðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ „Þetta er búið að vera æðislegt. Það eru allir búnir að vera ofsalega yndislegir,“ segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Tveir og hálfur mánuður er liðinn síðan söngkonan flutti til Noregs með kærasta sínum, tón- listarmanninum Davíð Guðbrands- syni, og hundinum Bjarti. Fyrst um sinn bjuggu þau í höfuð borginni Ósló en ákváðu að flytja til Kongsv- inger eftir að bæjaryfirvöld höfðu samband við þau út af nýju hálfs árs verkefni sem þau voru að skipuleggja. Það snýst um að laða til bæjarins hæfileikafólk, fá það til að vekja á honum athygli og um leið bæta menningarlífið í bænum, gegn því að það fái ókeypis gist- ingu. Aðspurð segist Jóhanna Guð- rún vonast til að þau geti hjálpað til við að koma Kongsvinger á kortið. „Við ætlum að reyna það og líka að reyna að gera eitthvað skemmtilegt hérna varðandi tónlistarlífið.“ Hún segir að flutningur þeirra til bæjarins, þar sem innan við tutt- ugu þúsund manns búa, hafi komið óvænt upp, enda ætluðu þau alltaf að búa í Ósló. „Ég var ekki alveg að kveikja fyrst því ég vissi ekki hvaða bær þetta var en um leið og við komum hingað fannst mér ég vera komin heim,“ segir Jóhanna Guðrún en Kongsvinger er í um einnar og hálfrar klukkustundar akstursfjarlægð frá Ósló. Þau Jóhanna og Davíð búa í ein- býlishúsi rétt fyrir utan bæinn og líkar þeim lífið vel. Þau eru þau fyrstu sem taka þátt í þessu nýja verkefni en skipuleggjendurnir vonast til að þau og þeir sem taka þátt í því í framtíðinni muni búa þar áfram að hálfs árs reynslutím- anum loknum. Jóhanna segir mikl- ar líkur á því að þau geri það, enda henti staðsetningin vel og fólkið sé mjög vingjarnlegt. „Það eru allir voðalega opnir og vinalegir og við erum strax búin að eignast vini.“ Skötuhjúin eru þegar byrjuð að semja lög saman og stefna á tón- leikaferð um Noreg í haust sem myndi hefjast í Kongsvinger. Þau hafa þegar haldið vel heppnaða tónleika í bænum og komið fram í norskum sjónvarpsþætti. „Ég er hissa á því hvað allt er búið að ganga smurt síðan við komum hingað. Þetta er búið að vera rosa- lega skemmtilegt.“ freyr@frettabladid.is JÓHANNA GUÐRÚN: ÞETTA ER BÚIÐ AÐ VERA ÆÐISLEGT AÐSTOÐA VIÐ AÐ KOMA KONGSVINGER Á KORTIÐ GÓÐAR MÓTTÖKUR Jóhanna Guðrún, Davíð Guðbrandsson og hundurinn Bjartur þegar Dag Arnesen tók á móti þeim í Kongsvinger. MYND/HELENE NESS „Við erum á leiðinni í fimm vikna túr um Dan- mörku þar sem við spilum meðal annars á SPOT- tónleikahátíðinni í Árósum,“ segir Brynjar Bjarnfoss, einn meðlimur dönsk-íslensku hljóm- sveitarinnar Kúra. Kúra spilar raftónlist með rokkuðu ívafi í bland við döbb og gefur hljómsveitin út fyrstu plötu sína, Halfway to the moon, 30. apríl. Fanney Ósk Þórisdóttir og Daninn Rasmus Liebst eru hinir tveir meðlimir tríósins. „Ég er búinn að búa í Danmörku síðan ég var níu ára. Árið 2009 var ég í sumarfríi á Íslandi og fór þá í heimsókn til Fanneyjar, en hún er frænka mín. Hún byrjaði að syngja fyrir mig og ég skipaði henni að taka næsta flug til Danmerkur til að við gætum farið að búa til tónlist saman. Hún kom út stuttu seinna og við tókum þá upp lagið Gógó, sem er það fyrsta sem við gáfum út. Rasmus gekk svo til liðs við okkur í fyrra,“ segir Brynjar. Hljómsveitameðlimir halda nú allir til í Kaup- mannahöfn þar sem þeir einbeita sér alfarið að tónlistinni. Sveitin er á leiðinni til Póllands í næstu viku þar sem hún ætlar að spila í þremur bæjum og tónleikaferðin um Danmörku hefst svo 27. apríl. „Þetta verður rosalega skemmtilegt. Við erum þegar komin með einhver 17 eða 18 gigg,“ segir Brynjar. - trs Kúra túrar um Danmörku KÚRA Dansk-íslenska hljómsveitin Kúra er á leið í tónleika- ferð um Danmörku í lok apríl. Henni er spáð góðu gengi á komandi ári. GÓÐ BYRJUN AÐ FÁ JÓHÖNNU GUÐRÚNU Dag Arnesen, sem sannfærði þau um að flytja til Kongsvinger, er mjög ánægður með þátttöku Jóhönnu og Davíðs í verkefninu. „Við viljum laða fleira fólk að bænum. Hérna er falleg náttúra, gott loftslag og góð aðstaða fyrir íþróttamenn og ungt fólk. En við erum í samkeppni við marga aðra bæi og þurfum því að prófa nýja hluti til að koma Kongsvinger á kortið. Í þetta fyrsta sinn fengum við fræga manneskju, hana Jóhönnu, til að koma hingað og það er mjög góð byrjun fyrir okkur.“ Í þetta skipti ætlar hinn þjóðkunni og vinsæli söngvari Helgi Björns að leiða farþega um áður óþekktar slóðir hinnar frábæru Berlínar sem margir kalla „New York Evrópu“ – enda sefur hún aldrei. Helgi gjörþekkir Berlín og veit hvar áhugaverða klúbba, dansstaði, leikhús, óperur og fjöllistasýningar er að finna. Allar nánari upplýsingar á www.expressferdir.is Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í þrjár nætur með morgunverði á 4* hóteli og fararstjórn Helga Björnssonar. F í t o n / S Í A Borgarferðir Með Helga Björns í menningarborginni Berlín Verð á mann í tvíbýli með morgunverði 94.900 kr. expressferdir.is 5 900 100 27.–30. apríl

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.