Fréttablaðið - 04.04.2012, Síða 6
4. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR6
Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755
OPIÐ LAUGARDAGA 10-15.00
Glæný Bláskel
frá Stykkishólmi
Ferskur Túnfiskur
Alla föstudaga og laugardaga
Humar 2000 kr.kg
Óbrotinn fyrsta flokks humar
Fiskibollur
að dönskum hætti
(lax, þorskur, dill, rjómi, krydd)
Harðfiskurinn
frá Stykkishólmi
Þessi sjúklega góði
Humarsoð
frá
Hornarfirði
SAMFÉLAGSMÁL Því fer fjarri að
fólksflótti sé brostinn á frá Íslandi.
Brottflutningur er síst meiri en
hann hefur verið önnur samdrátt-
arskeið í Íslandssögunni. Þetta
kemur fram í skýrslu Ólafar Garð-
arsdóttur, prófessors við mennta-
vísindasvið Háskóla Íslands og
mannfjöldasérfræðings, sem hún
gerði fyrir velferðarráðuneytið.
„Frá því að samdráttarskeið-
ið hófst hér á landi í árslok 2008
hefur þeirri skoðun verið haldið
mjög á lofti að brostinn sé á fólks-
flótti frá landinu sem muni hafa
alvarlegar félagslegar og efna-
hagslegar afleiðingar. Í samheng-
inu hefur oft verið vísað til Vest-
urheimsferðanna á 19. öld og til
efnahagskreppunnar í Færeyjum
upp úr 1990 en þá fækkaði íbúum
í Færeyjum um rúm níu prósent á
sex ára tímabili. Ljóst er að slík-
ur samanburður er fjarri sanni,“
segir í skýrslunni.
Árið 2009 fækkaði landsmönnum
um hálft prósentustig eftir mikla
fólksfjölgun árin þar á undan. Árin
2010 og 2011 fjölgaði landsmönnum
hins vegar á nýjan leik þótt fjölg-
unin hefði verið mun minni en
flest ár síðustu áratugina, eða 0,3
og 0,4 prósent. Fólksfjölgun var
hröð fyrstu ár þessarar aldar og á
þensluskeiðinu um miðbik áratug-
arins varð fólksfjölgun hér meiri
en í nokkru öðru Evrópulandi.
Þannig fór fólksfjölgun yfir tvö og
hálft prósent árin 2007 og 2008.
„Í ljósi þess hve margir útlend-
ingar fluttu til landsins í aðdrag-
anda hruns verður að teljast
athyglisvert hversu lítill brott-
flutningurinn er í hópi erlendra
ríkisborgara. Þannig var fjöldi
aðfluttra umfram brottflutta
erlenda ríkisborgara rúmlega
16.000 árin 2005 til 2008. Þótt
flutningsjöfnuðurinn hafi vissu-
lega verið neikvæður í þessum
hópi nú á samdráttarskeiðinu er
fjöldi brottfluttra erlendra ríkis-
borgara innan við 3.000 fleiri en
aðfluttir öll árin 2009 til 2011.“
Áhrif samdráttarskeiðsins á sam-
setningu innflytjendahópsins hafa
einkum verið þau að karlmönnum
hefur fækkað.
Ekki þarf að koma á óvart að
brottflutningur íslenskra ríkis-
borgara sé ekki meiri nú en áður.
Það stafi af því að atvinnuleysi
sé mikið alls staðar á Evrópska
efnahagssvæðinu, að undanskild-
um Noregi, en þangað fara flest-
ir Íslendingar sem flytjast brott.
Atvinnuleysið í Evrópu hefur einn-
ig áhrif á brottflutning erlendra
ríkisborgara. thorunn@frettabladid.is
Ekki hægt að tala
um fólksflótta héðan
Brottflutningur frá Íslandi er síst meiri nú en á öðrum samdráttarskeiðum sam-
kvæmt nýrri skýrslu. Atvinnuleysi á Evrópska efnahagssvæðinu hefur áhrif á
að hvorki Íslendingar né útlendingar fari í meiri mæli til annarra landa.
NÁTTÚRA Mikilvægasta fæða
íslenska minksins eru ýmsar teg-
undir fiska og fugla. Fæða minks-
ins er þó mjög mismunandi eftir
búsvæðum dýrsins, eftir árstíð-
um og kyni. Fiskur er stærri hluti
fæðu minks hérlendis en í flest-
um sambærilegum rannsóknum
erlendis.
Þetta eru niðurstöður rann-
sóknar Rannveigar Magnúsdóttur
og félaga á Náttúrustofu Vestur-
lands, Háskóla Íslands og Oxford-
háskóla. Skoðað var innihald í
maga 851 minks, eins og Nátt-
úrustofa Vesturlands greinir frá á
heimasíðu sinni.
Fæðuval var mismunandi eftir
því hvort um var að ræða mink við
sjávarsíðuna eða við ferskvatn inn
til landsins. Við sjóinn voru helstu
fæðutegundir grunnsævis- og
fjörufiskar, ásamt öndum, vaðfugl-
um, fýl, svartfuglum, hagamúsum
og hryggleysingjum. Við ferskvatn
voru laxfiskar mjög mikilvægir
en hornsíli einnig étin, ásamt vað-
fuglum, öndum, fýl og hagamús-
um. Talsverður árstíðamunur var
í fæðuvalinu. Hann kom helst fram
í því að fiskur voru uppistaða fæð-
unnar yfir vetrartímann en fugl
mikilvægari að sumarlagi. - shá
Fæðuval minksins ólíkt eftir því hvort hann býr sér ból við sjó eða inni í landi:
Íslenskur minkur étur meiri fisk
ÓBOÐINN GESTUR Minkur var fyrst
fluttur til landsins 1931, en hann slapp
fljótlega út í villta náttúru. Landnámi
hans lauk árið 1975 þegar hann tók sér
bólfestu í Öræfasveitinni.
MYND/SIGRÚN BJARNADÓTTIR
MANNLÍF Brottflutningur af landinu er svipaður og á síðustu samdráttarskeiðum í
sögunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
EVRÓPUSAMBANDIÐ Atvinnuleysi
á evrusvæðinu hefur aldrei verið
meira en nú frá því að evran var
tekin upp 1999.
Atvinnuleysið er nú 10,8 pró-
sent sem þýðir að um 17 milljónir
manna eru án vinnu samkvæmt
nýjum gögnum frá Evrópusam-
bandinu um atvinnuleysi í febrúar
síðastliðnum. Búist er við að talan
fyrir marsmánuð verði enn hærri
en atvinnuleysið hefur aukist stöð-
ugt undanfarna tíu mánuði. Verst
er ástandið í skuldugustu löndun-
um. Atvinnuleysið er mest á Spáni
eða yfir 23 prósent. Í Portúgal er
atvinnuleysið yfir 15 prósent en 10
prósent á Ítalíu.
Best er ástandið nú í Austurríki
þar sem atvinnuleysið er 4,2 pró-
sent, í Hollandi er atvinnuleysið 4,9
prósent en 5,7 prósent í Þýskalandi.
Í Evrópusambandslöndunum 27
voru 24.550 milljónir án vinnu í
febrúar síðastliðnum.
Samkvæmt frétt á vef sænska
ríkisútvarpsins heldur stjórn Seðla-
banka Evrópu mánaðarlegan fund
sinn á miðvikudaginn en þrátt fyrir
þetta mikla atvinnuleysi er ekki
búist við að seðlabankinn lækki
mikilvægustu stýrivexti sína sem
eru 1 prósent vegna áhyggna af
hækkandi verðbólgu. - ibs
Atvinnuleysi á evrusvæðinu hefur ekki verið meira frá upptöku evrunnar:
17 milljónir manna án vinnu
ÁN VINNU Atvinnuleysi á Spáni er nú
um 23 prósent. NORDICPHOTOS/AFP
„Þeir útlendingar sem hingað hafa sótt á undanförnum tveimur áratugum
hafa breytt miklu um svipmót þjóðfélagsins. Fólki með erlendan bakgrunn
hefur fjölgað hvort sem litið er til innflytjenda, barna innflytjenda eða fólks
af blönduðum uppruna.“ Lengi vel voru flestir innflytjendur á vinnualdri og
fá börn af erlendum uppruna voru hér á landi. Þetta hefur breyst á allra
síðustu árum. Einstaklingar sem hér búa eru jafnframt af fleiri þjóðernum
en áður og aldurssamsetningin tekur örum breytingum. „Samsetning inn-
flytjendahópsins og afkomenda þeirra svipar þannig nú meira til innlenda
mannfjöldans en var á mesta þensluskeiðinu. Þetta bendir til þess að
íslenskt fjölmenningarlegt samfélag sé að þroskast og ná meira jafnvægi
eftir mikla þenslu áranna 2005 til 2007.“
Fjölmenningarsamfélagið að þroskast
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 9-17.
óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín
Heimir & Kolla
vakna með þér í bítið
Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist
alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00
FÓLK Landsmönnum fjölgaði um
1.123 einstaklinga á árinu 2011,
sem er um 0,4 prósenta fjölgun á
árinu. Íslendingar og aðrir íbúar
landsins voru orðnir 319.575
talsins þann 1. janúar síðastlið-
inn samkvæmt gögnum Hagstofu
Íslands.
Alls fæddust 4.496 börn á síð-
asta ári, 2.327 drengir og 2.169
stúlkur. Alls létust 1.958 á árinu.
Þá fluttu 6.982 frá landinu á síð-
asta ári, en 5.578 til landsins, og
brottfluttir því 1.404 fleiri en
aðfluttir. - bj
Íbúum fjölgar um 0,4 prósent:
Landsmenn nú
319.575 talsins
Væri rétt að svipta útgerðir
veiðiheimildum ef þær brjóta
lög?
Já 75%
Nei 25%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Teldir þú rétt að fækka ís-
lenskum háskólum í hagræð-
ingarskyni?
Segðu skoðun þína á Visir.is.
KJÖRKASSINN