Fréttablaðið - 04.04.2012, Side 10

Fréttablaðið - 04.04.2012, Side 10
4. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR10 Fimmta hvert skuldsett heimili var í greiðsluvanda í lok árs 2010 að teknu tilliti endurútreiknings gengislána, hækkunar launa og innleiðingar greiðslujöfnunar fast- eignalána. Fátt bendir til þess að þær aðgerðir sem komu til fram- kvæmda frá þeim tíma hafi dreg- ið verulega út umfangi greiðslu- vanda þar sem afrakstur þeirra skilaði sér að takmörkuðu leyti til þess hóps sem þurfti á þeim að halda. Skuldsetning vegna bílalána virðist eiga mikinn þátt í að koma heimilum í vanda og flest heim- ili í skuldavanda (með neikvæða eiginfjárstöðu) eru tekjuhá heim- ili en flest heimili í greiðsluvanda eru tekjulág. Einn af hverjum tíu skuldsettum húsnæðiseigendum er í bæði greiðslu- og skuldavanda. Flestir þeirra eru barnafjölskyldur með gengistryggð lán. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaniðurstöðu á greiningu á stöðu íslenskra heimila í aðdrag- anda og kjölfar hrunsins sem tveir hagfræðingar á hagfræði- og pen- ingastefnusviði Seðlabankans, Þau Þorvarður Tjörvi Ólafsson og Karen Á. Vignisdóttir, hafa unnið. Niðurstaðan var kynnt í gær. Greiningin byggir á gagna- grunni sem Seðlabankinn aflaði á árinu 2009 á grundvelli leyfis Persónuverndar. Hann saman- stendur af ítarlegum upplýsingum um hvert stakt lán, auk upplýsinga um tekjur, fjölskyldugerð, búsetu og aldur. Gagnagrunnurinn nær til nærri því hvers einasta skuld- setta heimilis í landinu. Lán hjá minni lífeyrissjóðum og námslán eru þó undanskilin. Alls eru 424 þúsund lán í gagnasafninu. Sam- kvæmt kynningu Seðlabankans er umræddur gagnagrunnur einstak- ur í heiminum. Í greiningunni er í fyrsta lagi fjallað um umfang greiðsluvanda hérlendis og hvernig hann þróaðist frá ársbyrjun 2007 til ársloka 2010. Í öðru lagi er fjallað um umfang skuldavanda, en þeir sem eru með neikvæða eiginfjárstöðu í hús- næði sínu eru skilgreindir í slík- um vanda. Í þriðja lagi er stærð þess hóps sem er í bæði greiðslu- og skuldavanda könnuð. Í fjórða lagi eru greind einkenni heimila sem eiga í vanda og í fimmta lagi eru áhrif þeirra aðgerða sem grip- ið hefur verið til handa heimilum og endurútreikningur ólöglegra lána metinn. Þær aðgerðir sem greiningin tekur til eru frysting á lánum, greiðslujöfnun fasteigna- lána, endurútreikningur ólöglegra lána (áhrif dóms Hæstaréttar frá 15. febrúar 2012 eru ekki tiltekin), sérstakar vaxtaniðurfærslur og útgreiðsla séreignarlífeyrissparn- aðar. Í greiningunni kemur fram að tækjuhæstu hópar landsins virð- ast hafa notið „verulega góðs af endurútreikningi ólöglegra geng- islána“. Miðað við ætluð áhrif dóms Hæstaréttar 15. febrúar síðastlið- inn, sem ekki er tekið tillit til í útreikningunum, má ætla að þess- ir tveir tekjuhópar muni njóta enn frekar góðs af frekari endurreikn- ingi. Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa þegar fært eignir sínar niður um 64 milljarða króna vegna þess dóms. Tveir af hverjum þremur hús- eigendum sem á bæði í greiðslu- og skuldavanda eru með gengistryggð lán. Fyrir endurútreikninga átti það við um þrjá af hverjum fjór- um sem voru í þessari stöðu. Ómarkvissar leiðréttingar Aðgerðir til hjálpar skuldsettum heimilum virðast ekki hafa skilað sér nema að takmörkuðu leyti til þeirra sem þurftu á þeim að halda. Þeir teljuhæstu nutu verulega góðs af endurútreikningi ólöglegra gengislána. SKÝRSLUHÖFUNDARNIR Karen Á. Vignisdóttir og Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hag- fræðingar hjá Seðlabankanum, kynntu niðurstöðurnar á fundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Höfundar greiningarinnar komast að þeirri niðurstöðu að áhrif þeirra aðgerða sem ráðist hefur verið í til að hjálpa heimilum í greiðslu- vanda eftir hrun hafi ekki nema að litlu leyti skilað sér til þeirra. Þeir telja ýmislegt benda til þess að almennar aðgerðir til breytinga á skatt- og tilfærslukerfinu hafi verið betur sniðnar til að hjálpa heimilum í greiðsluvanda en þær aðgerðir sem gripið hefur verið til. Í greiningunni er tekið tillit til allra þeirra aðgerða sem settar hafa verið fram til að létta greiðslubyrði skuldsettra heimila. Það eru til að mynda frysting lána, greiðslujöfnun húsnæðis- lána, endurútreikningur ólöglegra gengislána (nær þó ekki yfir nýjasta dóminn), 110% leiðina og sérstaka almenna vaxtaniðurgreiðslu. Ekki var unnt að meta áhrif aðgerða á borð við greiðslu- aðlögun og sértæka skuldaaðlögun. 110% leiðin Heildarafskriftir vegna 110% leiðarinnar voru 88,8 milljarðar króna og dreifðust á alls um 21.900 heimili. Þar af fengu húseigendur sem áttu í greiðsluvanda 23,6% afskriftarupp- hæðarinnar, um 21,6% fór til húseigenda sem eru með meira en 200 þúsund krónur afgangs á mánuði eftir greiðslur af lánum og lágmarks- framfærslu. Því er sáralítill munur á þeirri upp- hæð sem fór til þeirra sem voru í greiðsluvanda og þeirra sem voru með mikið fjárhagslegt svigrúm eftir greiðslu lána og lágmarksfram- færslu. Samkvæmt áætlun greiningarhöfunda komust einungis um 650 heimili úr greiðsluvanda vegna afskrifta húsnæðislána í tengslum við 110% leiðina. Það samsvarar lækkun á hlutfalli þeirra sem eru í greiðsluvanda um 0,6%. Stærstur hluti afskriftanna fellur því öðrum heimilum í skaut. Sérstök vaxtaniðurgreiðsla Til viðbótar við hefðbundnar vaxtabætur hefur verið ákveðið að greiða sérstaka niðurgreiðslu á vöxtum við álagningu opinberra gjalda árin 2011 og 2012. Umfang greiðslunnar á að vera um sex milljarðar króna. Í greiningunni kemur fram að rúmlega 60% þeirrar upphæðar muni „falla tekjuháum heim- ilum í skaut samanborið við tæplega fimmtug til handa tekjulágum. Einungis 27% upp- hæðarinnar fara til heimila í greiðsluvanda en meiri en þriðjungur fer til heimila með mikinn tekjuafgang“. Áætlað er að um 800 heimili hafi losnað úr greiðsluvanda vegna vaxtaniðurgreiðslunnar. Í greiningunni segir að það endurspegli að „ein- ungis lítill hluti hennar skilaði sér til þess hóps“. Það samsvarar lækkun á hlutfalli skuldsettra heimila í greiðsluvanda um 0,8%. Útgreiðsla séreignasparnaðar og greiðslu- jöfnun Í greiningunni segir að „líkur á að vera í greiðslu- vanda og líkur á að hafa fengið greiddan út sér- eignarsparnað eru ólíkar eftir tekjufimmtungum sem bendir til að meirihluti útgreiðslunnar hafi farið til heimila sem eru ekki í greiðsluvanda. Aðgerðin gegndi þó mikilvægu stuðningshlut- verki við efnahagsbatann“. Greiningarhöfundar segir að greiðslujöfnun hafi að ýmsu leyti verið skilvirk leið til að draga úr greiðsluvanda með litlum tilkostnaði á meðan að 110% leiðin og sérstaka vaxtaniður- greiðslan skiluðu „mjög takmörkuðum árangri í að minnka greiðsluvanda þrátt fyrir umtals- verðan kostnað“. Tekjuháir og fólk í greiðsluerfiðleikum fengu svipaða upphæð Fimmtungur barna átti foreldra í greiðsluvanda í árslok 2010 og helmingur heimila sem voru með gengistryggð lán er með háar tekjur. Samkvæmt greiningunni er heimili í greiðsluvanda ef ráðstöf- unartekjur þess duga ekki til að standa undir bæði greiðslubyrði lána og lágmarksframfærslu, sem er fundin með því að leggja 60% ofan á framfærslu- viðmið Umboðsmanns skuldara. Í greiningunni kemur fram að hlutfall skuld- settra heimila í greiðsluvanda hafi nær tvöfaldast frá byrjun árs 2007 og fram að hruni, úr 12,5% í 23,5%. Það náði hámarki haustið 2009 þegar fryst- ingum lána lauk og var þá 27,5%. Hlutfallið lækkaði síðan í kjölfar greiðslujöfnunar, hækkunar launa og endurútreiknings ólöglegra lána. Í lok árs 2010 voru um 20% skuldsettra heimila í greiðsluvanda. Þau hefðu verið um 25% ef ekki hefði verið gripið til aðgerða til að laga stöðu heimila í landinu. Það þýðir að um 21 þúsund heimili áttu í vandræðum með að standa undir greiðslubyrði sinni, eða um 15% allra landsmanna. Þau hefðu verið um 4.000 fleiri ef ekki hefði komið til aðgerða og endurút- reiknings. Eftir hrunið og fram til loka árs 2010 fjölgaði heimilum í greiðsluvanda um 8.800 alls. Þegar greiðsluvandi er skoðaður á milli tekju- hópa kemur í ljós að flest heimili í vanda eru tekjulág. Það vekur hins vegar athygli að rúmlega helmingur heimila sem voru með gengistryggð lán voru í tveimur tekjuhæstu hópunum af fimm. Þeir sem tilheyra þeim hópum eru með meðalráð- stöfunartekjur, eftir greiðslu skatta og annarra gjalda, yfir 375 þúsund á mánuði. Fjöldi heimila með gengistryggð lán í greiðsluvanda jókst um 11.650 heimili frá janúar 2007 og fram á mitt ár 2009. Á sama tíma fjölgaði heimilum með lán í krónum og í greiðsluvanda um 5.100. Þegar hópurinn er greindur niður á fjölskyldu- samsetningu kemur í ljós að 28% barnafjöl- skyldna voru líklegar til að vera í greiðsluvanda í lok árs 2010. Samsvarar það því að eitt af hverj- um fimm börnum hafi átt foreldra í greiðslu- vanda. Mest fjölgaði ungu fjölskyldufólki sem tók hús- næðislán seint í uppsveiflunni fyrir hrun og er í greiðsluvanda. Hlutfall þeirra í greiðsluvanda var 21,5% í byrjun árs 2007 en 47% haustið 2009. Það lækkaði þó töluvert á árinu 2010 og var um 35% í lok þess. Um helmingur heimila með gengistryggð lán með háar tekjur Lykiltölur Heimilum með neikvæða eiginfjárstöðu í húsnæði sínum fjölgaði verulega í aðdraganda og í kjölfar hrunsins. Ástæður þess er fyrst og fremst að finna í því að húsnæðisverð lækkaði og staða hús- næðislána hækkaði vegna verðbólgu og gengislækkunar krónunnar. Í greiningunni kemur fram að 37,5% skuldsettra hús- eigenda hafi verið með neikvætt eigið fé í húsnæði sínu í lok árs 2010, sem samsvarar um 27% allra húseigenda. Hlutfall skuldsettra heimila í slíkri stöðu var um 6% í byrjun árs 2007 og 10% í janúar 2008. Þegar hópnum er skipt eftir tekjum kom í ljós að flest heimili sem eru með neikvæða eiginfjárstöðu eru tekjuhá heimili. Hlutfall þeirra sem voru með lán í krónum, og voru með neikvætt eigið fé í húsnæði sínu, jókst úr 6,5% í byrjun árs 2007 í 37% í lok árs 2010. Hlutfall þeirra sem voru með gengistryggð húsnæðis- lán jókst mun hraðar og var um 43% í lok tímabilisins sem skoðað var. Í byrjun árs 2007 voru rúmlega 75% húseigenda með gengistryggð lán með meira en tíu milljóna króna jákvætt eigið fé í hús- næði sínu. Það hlutfall hafði lækkað niður í 32% í árslok 2010. Í greiningunni er þó sérstaklega tekið fram að „lang- stærsti hluti húseigenda í neikvæðri eiginfjárstöðu eru hins vegar með öll sín fasteignalán í krónum“. Einn af hverjum tíu skuldsettum hús- eigendum var líka í greiðsluerfiðleikum í lok árs 2010, eða um 7% allra húsnæðis- eigenda. Þau heimili sem voru með lágar tekjur eru hlutfallslega mun líklegri til að vera í slíkum tvíþættum vanda en aðrir. Á móti tilheyrði meirihluti þeirra sem voru í greiðslu- og skuldavanda í árslok 2010 mið- og næstlægsta tekjuhópnum. Mikill meirihluti þeirra sem voru bæði í greiðslu- og skuldavanda var með gengis- tryggð lán, en sjötti hver húsnæðiseigandi með slík lán var í tvíþættum vanda. Til samanburðar voru einungis 6% þeirra sem eru með öll lán í krónum bæði með neikvætt eigið fé og í greiðsluerfiðleikum. Barnafjölskyldur voru líklegri til að vera í slíkum tvíþættum vanda en aðrir, sem greiningarhöfundar segja ekki að þurfi að koma óvart þar sem þær eru „oft verulega skuldsettar vegna íbúða- og bílakaupa auk þess að vera með hlutfallslega háa framfærsluþörf“. Alls falla rúmlega fjögur þúsund fjölskyldur í þennan flokk. 27% allra með nei- kvæða eiginfjárstöðu Þórður Snær Júlíusson thordur@fréttabladid.is Greining Seðlabanka Íslands á skuldavanda heimilanna Um fjögur þúsund barnafjöl- skyldur voru í greiðslu- og skuldavanda. Tæpur helmingur þeirra sem eru með neikvæða eigin- fjárstöðu í húsnæði sínu eru tekjuháar kjarnafjölskyldur. skuldsettra heimila voru í greiðsluvanda í lok árs 2010. 20% þeirra sem voru með öll sín lán í krónum voru bæði í greiðslu- og skuldavanda. 6% milljarðar króna eru heildarafskriftir vegna 110% leiðarinnar. 88,8 er fjöldi þeirra heimila sem komst úr greiðsluvanda vegna 110% leiðarinnar. 650 er hlutfall hinnar sérstöku vaxtaniður- færslu sem skilar sér til heimila í greiðsluerfiðleikum. 27% er hlutfall heildar- upphæðar sem greidd verður vegna sérstakrar vaxtaniðurfærslu sem fellur tekjuháum heimilum í skaut. 60% milljarður króna er kostnaðurinn við 20% almenna niðurfellingu á verðtryggðum skuldum. 261 er hlutfall þeirrar upphæðar sem almennar niðurfell- ingar kosta og rennur til tekju- hárra hópa. 57% er hlutfall heildarupp- hæðar afskrifta vegna 110% leiðarinnar sem fellur heimilum í greiðsluvanda í skaut. 23,6% milljarðar króna er upphæðin sem húseigendur með mikinn tekjuafgang fengu vegna 110% leiðarinnar. 19,2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.