Fréttablaðið - 04.04.2012, Side 24
24 4. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR
Útflutningsaðilar lambakjöts hvetja nú bændur til að fjölga
fénu um allt að helming vegna þess
að síðan krónan féll þarf ekki að
borga tugi milljóna með útflutn-
ingnum, eins og gert var í áratugi.
Einhverjar gjaldeyristekjur skap-
ast, sem fara þó fljótt aftur úr landi,
því mikinn gjaldeyri þarf til fram-
leiðslu á þessum afurðum: áburð,
rúlluplast, vélar, eldsneyti, lyf
o.s.frv. Kostnaðurinn við að fram-
leiða þetta kjöt er miklu meiri en
það sem fæst fyrir afurðirnar.
Þó eru landskemmdirnar alvar-
legastar. Það er vegna aukinnar
beitar, á þegar ofbeittu landinu.
Að græða upp það land sem
skemmist til viðbótar er vonlaust.
Við höfum varla undan eins og er.
Það er algerlega siðlaust og
ótrúleg ósvífni að hvetja til þess
að restin af náttúrulegum gróðri
landsins fari í fóður fyrir sauðfé
handa útlendingum, vegna stund-
argróða lítils hagsmunahóps í
landbúnaðarstéttinni. Þeir hirða
ágóðann, við borgum bara fram-
leiðsluna. Þessir aðilar sem vinna
að því með öllum ráðum að fá
markaði fyrir kjötið í útlöndum
hljóta að vera gjörsamlega sam-
viskulausir gagnvart afleiðing-
unum og áhrifum gjörða sinna á
landið og okkur hin sem borgum
skaðann.
Ef þessar skepnur væru á ábyrgð
eigenda sinna, girtar af, á þeirra
eigin löndum, og án milljarða-
styrkja frá okkur skattborgur-
um, þá gætu þeir auðvitað haft
eins mikið fé og þeir gætu fóðr-
að, öllum öðrum að meinalausu.
Þessari ábyrgðarlausu rányrkju á
okkar kostnað og landsins verður
að linna.
Við erum endalaust að glíma við
afleiðingarnar í stað þess að koma
í veg fyrir orsakirnar. Við eyðum
milljörðum í að girða okkur og
gróðurreiti af, frá sauðkindinni,
í stað þess að girða hana af eins
og allar siðaðar þjóðir hafa fyrir
löngu gert. Þetta vesalings land,
þekkt fyrir að vera eitt það verst
farna sem þekkist, sökum búsetu,
með stærstu manngerðu eyðimerk-
urnar, getur þá farið að græða
sárin.
Vonandi vakna stjórnvöld af ald-
ardoðanum, stíga inn í nútímann,
og aflétta þessum álögum á land-
inu okkar. Þá getur það sjálft klætt
fjallkonuna aftur í skrúðann sinn,
áður en slitin nærklæðin ná ekki að
skýla nekt hennar lengur.
Metnaðarfulla stjórnmála-menn hefur alltaf dreymt um
að sagan sýni þá í sem bestu ljósi.
Aðeins tveimur leiðtogum í 500
ára sögu Rómarlýðveldisins var
veittur eftirsóttasti heiður ríkis-
ins fyrir að bjarga Róm frá glötun
og voru þeir þaðan í frá þekktir
sem stofnendur Rómar. Sá síð-
ari þeirra var popúlistinn Gaius
Maríus. Menn eins og hann sem
sækja stuðning sinn til „popúls-
ins“, sem er latína fyrir „lýður-
inn“, hafa alltaf verið
hataðir af valdaelít-
unni sem þeir snið-
ganga og Ólafur
Ragnar Grímsson er
engin undantekning.
Eitt er víst. Ólafur
Ragnar Grímsson er
kominn á lokasprett
langs ferils og vill
minningu sína sem
glæstasta. Undir það
síðasta hefur hann
reynt að endurskapa
sig sem faðir þjóðar-
innar, sverð hennar og
skjöldur, lýðræðisfor-
seti sem færir þjóð-
inni vald til að velja
sína framtíð sjálf.
Annað er víst. Ólafur
Ragnar vill ekki falla
í skuggann af framtíðarforsetum
landsins sem gætu notað málskots-
réttinn oftar og betur.
Með því að beita sér fyrir, og
skrifa svo undir, nýja stjórnar-
skrá Stjórnlagaráðs slær Ólafur
Ragnar tvær flugur í einu höggi.
Hann slær smiðshöggið á minn-
ingu sína sem helsta lýðræðisfor-
seta Íslands; fyrsta forseta nýju
stjórnskipunarinnar, Nýja Íslands
þar sem 10% kjósenda hafa mál-
skotsrétt. Í sama höggi slær hann
því málskotsskjöldinn að hluta
úr höndum eftirmanna sinna því
popúllinn, lýðurinn, getur varið
sig sjálfur fyrir löggjafanum að
miklu leyti með sínum eigin mál-
skotsskildi.
Forsetakosningarnar í sumar
snúast m.a. um málskotsréttinn
og nýju stjórnarskrána. Svona
orðar Ólafur það í framboðs-
yfirlýsingunni: „… vaxandi óvissu
varðandi stjórnskipan landsins
og stöðu forseta í stjórnarskrá.“
Við getum sem kjósendur annars
vegar tekið áhættu og valið nýjan
forseta sem notar svo hvorki mál-
skotsréttinn né annað neitunar-
vald sitt, ekki einu sinni þegar
þingið breytir stjórnarskránni til
að taka það endanlega af embætt-
inu. Gamla Ísland mun tefla fram
slíkum frambjóð-
enda. Við getum hins
vegar kosið sitjandi
forseta sem líkleg-
astur er til að sam-
þykkja nýju stjórn-
arskrána sem tryggir
að kjósendur sjálfir
fái málskotsrétt.
Það skiptir ekki
nokkru hvort lesend-
ur trúa á nývaknaða
lýðræðisást Ólafs
R a g n a r s . H a n n
hefur sveipað sig
skikkju lýðræðis til
að skarta í sögubók-
unum. Hann hefur
valið sér líkklæðin
vel og án þeirra er
hann „Útrásarfor-
setinn“ og „Hrun-
forsetinn“. Honum er því best
treystandi til að festa í sessi nýju
stjórnarskrána og án beinna lýð-
ræðis, persónukjörs og gegnsæ-
is sem hún tryggir verður gamla
Ísland endurreist. Sumir munu
eflaust kjósa að láta hatur á göll-
uðum manni halda sér föngnum á
gamla Íslandi. Aðrir munu kjósa
lýðræðispopúlistann Ólaf Ragnar
Grímsson, geyma hann í sögubók-
unum og ganga bjartsýnni inn í
lýðræðislegri framtíð.
Það skiptir ekki
nokkru hvort
lesendur trúa
á nývaknaða
lýðræðisást Ólafs
Ragnars. Hann
hefur sveipað sig
skikkju lýðræðis
til að skarta í
sögubókunum.
Kostnaðurinn
við að fram-
leiða þetta kjöt er miklu
meiri en það sem fæst
fyrir afurðirnar. Þó eru
landskemmdirnar alvar-
legastar.
Hefur þú, lesandi góður, ein-hvern tímann lagt á þig
kostnað og fyrirhöfn til að fá end-
urgreidda nokkra hundraðkalla
vegna fullyrðinga um „verð-
vernd“?
Ef svo ólíklega vill til, þá hef-
urðu væntanlega keypt vöru í
verslun sem auglýsti verðvernd
og séð hana svo auglýsta á lægra
verði annars staðar.
Til að fá mismuninn endur-
greiddan hefurðu þurft að taka
auglýsinguna með þér, tryggja
að verð og dagsetning komi þar
fram, ganga úr skugga um að við-
komandi vara sé til hjá seljandan-
um og gera þér ferð í verslunina
með verðverndinni til að fá mis-
muninn greiddan. Endurgreiðsl-
an hefur þó síður en svo verið
örugg, vegna þess að seljandinn
hefur sjálfdæmi um hvort hann
tekur samanburðarvöruna gilda.
Þegar tekið hefur verið tillit til
tíma og bensínkostnaðar, þá þarf
verðmismunurinn helst að nema
þúsundum króna til að fyrirhöfn-
in sé þess virði. Svo er í fæstum
tilfellum. Öllu frekar er verið að
tala um tíkalla og hundraðkalla.
Með öðrum orðum, ef þú hefur
margt betra að gera við tíma þinn
og peninga, þá er afskaplega ólík-
legt að þú hafir nokkru sinni látið
reyna á loforð um „verðvernd“.
„Verðvernd“ gerir lítið sem ekkert
fyrir neytandann
En hefurðu þá spáð í hvers vegna
ákveðnar verslunarkeðjur aug-
lýsa verðvernd eins og enginn
sé morgundagurinn? Stundum
lítur út eins og verðvernd sé
aðalsöluvara þeirra.
Úr því að verðvernd hefur nán-
ast ekkert að segja fyrir neyt-
andann, hvers vegna ætli þessar
verslanir leggi slíka ofuráherslu
á að auglýsa hana? Svarið liggur
í augum uppi. Verðvernd gefur í
skyn að viðkomandi verslun bjóði
hagstætt verð, jafnvel lægra verð
en allir aðrir. Enda auglýsir ein
verslunarkeðjan í sífellu „Verð-
vernd – lægsta verðið.“
Staðreyndin er þó auðvitað að
verðvernd gerir lítið sem ekkert
fyrir neytandann. Það liggur í
augum uppi að ef fjárhagslegur
ávinningur neytandans af að láta
reyna á verðverndina er minni en
enginn, vegna tíma, fyrirhafnar,
kostnaðar og óvissu, þá er hún
marklaus. Verðvernd er því lítið
annað en leiktjöld. Verðvernd
gefur eitthvað í skyn sem jafn-
vel engin innistæða er fyrir.
Verðvernd en samt hæsta verðið
Í raun getur verslun verið með
hæsta verðið, en samt auglýst
verðvernd í bak og fyrir. Í reglum
Neytendastofu nr. 366/2010 um
útsölur eða aðra sölu þar sem selt
er á lækkuðu verði segir meðal
annars: „Bjóði seljandi verðvernd
ber honum að kanna reglulega
verð á markaði og leiðrétta verð
sitt í samræmi við það.“ Ætla
mætti við lestur þessarar máls-
greinar að verðvernd þýði það
sama og lægsta verð, þ.e. að sá
sem auglýsir verðvernd sé sífellt
að bera sig saman við aðra til að
tryggja að vera alltaf að bjóða
lægsta verðið. Svo er auðvitað
ekki, enda segir í þessum reglum
að sá sem býður verðvernd skuli
einungis greiða mismuninn ef
sama vara fæst ódýrari annars
staðar. Reglurnar gera því engar
kröfur um að sá sem býður verð-
vernd sé með lægsta verðið. Hver
sem er getur auglýst verðvernd
og samt selt vöruna á hæsta verð-
inu. Aðeins í þeim tilfellum þar
sem neytandinn hefur fyrir því
að láta reyna á rétt sinn þarf
seljandinn að greiða mismuninn.
Skilmálar sem stríða gegn reglum
Þær verslanir sem mest spila á
verðverndina setja þar að auki
mun strangari skilmála fyrir
endurgreiðslu en segir í reglum
Neytendastofu nr. 366/2008, um
útsölur eða aðra sölu þar sem
selt er á lækkuðu verði. Þar segir
m.a.: „Í verðvernd felst skilyrt
loforð seljanda um að geti kaup-
andi sýnt fram á að sama vara sé
fáanleg á lægra verði hjá öðrum
seljanda, fái hann greiddan
verðmuninn.“
Verslunarkeðjurnar krefjast
þess að keppinautur hafi aug-
lýst vöruna á lægra verði. Þá má
varan ekki vera á útsölu, rýming-
arsölu, eða á tilboði (svo fárán-
legt sem það kann að virðast), né
í takmörkuðu magni eða til sölu
á netinu. Verslanirnar ákveða
sjálfar hvort ódýrari varan sé
sú sama og þær selja, sem á við
í fæstum tilfellum þar sem þær
selja mikið til vörur sem enginn
annar flytur inn.
Ekkert í reglum Neytenda-
stofu heimilar þessi skilyrði fyrir
verðvernd. Samt komast verslan-
irnar upp með þau. Tilgangurinn
er augljós. Ef svo ólíklega vildi
til að einhver neytandi kæmi með
sönnun um ódýrari vöru til að fá
mismuninn endurgreiddan, þá
eru skilyrðin sett til að tryggja
að ekki þurfi að standa við fögru
fyrirheitin nema í einstaka
tilvikum.
Hvers vegna skyldu engir aðrir
auglýsa verðvernd?
Verðvernd er ekkert annað en
aumt grín á kostnað neytenda.
Verðvernd er fyrst og fremst
notuð til að telja neytendum trú
um að sá sem býður verðvernd
bjóði alltaf lægsta verðið, þótt
svo sé yfirleitt ekki. Neytendur
hafa sjaldnast ávinning af því
að bera sig eftir smávægileg-
um mismun á verði með þeirri
fyrirhöfn sem skapast af skil-
yrðum verðverndar.
Neytendur mættu spyrja sig
hvers vegna þessar tvær „verð-
verndarverslanir“ leggja svona
mikið upp úr að auglýsa verð-
vernd fremur en að bjóða einfald-
lega lægsta verðið.
Og ef einhver heldur að verð-
vernd skipti einhverju máli fyrir
viðskiptavinina, þá ætti sá sami
að spá í hvers vegna engar aðrar
verslanir auglýsa verðvernd.
„Verðvernd“ er grín
á kostnað neytenda
Lýðræðispopúlistinn
Siðlaus rányrkja
vegna stundargróða
Neytendamál
Baldur
Björnsson
framkvæmdastjóri
Múrbúðarinnar
Forsetaembættið
Jón Þór
Ólafsson
lýðræðissinni
Landbúnaður
Herdís
Þorvaldsdóttir
leikkona og fv.
formaður Lífs og Lands
TVÆR SPENNANDI!
Veiðmennirnir
...vel samin, glæsilega stíluð
og áhrifamikil...
Konan sem hann elskaði áður
...skyldulesning sem grípur mann
heljartökum...
Gildir til 10. apríl á meðan birgðir endast.
2.199,-
TILBOÐ
2.699,-
2.199,-
TILBOÐ
2.699,-