Fréttablaðið - 04.04.2012, Side 28

Fréttablaðið - 04.04.2012, Side 28
28 4. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR Mörgum brá í brún þegar til stóð að byggja skyndibita- stað með lúgum auk bensín- stöðvar á syðsta hluta miðbæjar Akureyrar fyrir norðan og neðan gamla samkomuhúsið. Sem betur fór var fallið frá þeim skipu- lagslega bútasaum þar sem ekk- ert var skoðað í samhengi við nágrennið. Í fyrirliggjandi til- lögum um skipulag sama svæðis bregður nýrra við því horft er á það í heild norður að Kaupvangs- stræti. Gert er ráð fyrir að varð- veita byggingar sem fyrir eru, styrkja með því götumyndina og nýta syðsta hluta svæðisins fyrir hótel af hóflegri stærð. Þar fyrir norðan verði byggð tveggja hæða íbúðarhús með portbyggðu risi allt að Torfunesbryggju. Ef vel tekst til um hönnun hótels- ins og þessara húsa vinnst margt. Hafnarstrætið verður með sínar gömlu og virðulegu byggingar og gönguleiðin greið frá kaupfélags- horninu til Höfnerssvæðisins og þaðan suður í Fjöru þar sem elstu húsin standa innvirðulega í röðum. Með því að byggja þessi lágreistu hús vestan við Drottningarbraut (39 til 45 íbúðir) hefur verið mynd- uð hljóðvörn í Hafnarstrætinu og þar verður því gott að dvelja og spóka sig í þögn og virðulegu umhverfi. Þá fyrst er hægt að tala um kosti þess að varðveita gömlu húsin og njóta en bakhlið þeirra flestra er ekkert augnayndi enda sneru þau að Pollinum í upphafi og flestum hulin nema sæfarend- um. Þess vegna er hið nýja skipu- lag ekki ógnun við gömlu húsin í Hafnarstrætinu heldur forsenda þess að þau fái notið sín þegar búið verður að gera þeim til góða með lagfæringum færustu fagmanna. Bílar og bílastæði Eitt einkenna miðbæjar Akur- eyrar eru mikil bílastæðaflæmi. Víðast hvar eru slík stæði í mið- bæjum sett undir yfirborð jarðar eða í sérstök bílahús og því frekar sem nær dregur kjörnum þeirra. Þar eru bílar yfirleitt ekki á víða- vangi enda eru slíkar lóðir alltof verðmætar til þess eins að varð- veita bíla dægrin löng. Í þeirri skipulagstillögu sem hér er til umræðu er gert ráð fyrir að bíla- stæði hótelsins fari að hluta til í kjallara þess og einnig verði bíla- geymslur í íbúðarhúsunum norð- anvið. Auk þess verða þar bíla- stæði ofanjarðar og með því hefur þeim fjölgað talsvert frá því sem nú er á svæðinu enda þótt hús og híbýli með tvö til þrjú hundruð íbúa hafi einnig risið á sama stað. Þannig hefur verið haldið á þá braut í útjaðri miðbæjarins að koma bílum að hluta í geymslur og ætti það að vera til marks um að sú stefna verði framkvæmd að fullu þegar nær dregur kjarna hans; þar ættu bílar ekki að sjást nema í slíkum geymslum því umferð gangandi fólks á að hafa forgang. Það er einkenni vist- vænna miðbæja að nýjar bygging- ar taka mið af þeim sem fyrir eru en eru jafnframt viðbót í takt við nútímann og mynda umhverfi þar sem mannlíf, útivist og viðskipti blómstra í skjólsælu og björtu umhverfi. Áfram með smérið Með þeim tillögum um syðsta hluta miðbæjarins sem fyrir liggja – og bæjarstjórn afgreiðir vonandi fljótt og vel – er búið að varða veg- inn til framhaldsins fyrir þann hluta miðbæjarins sem eftir stend- ur og mikil nauðsyn er að ljúka við eins og fjölmennt íbúaþing lagði til árið 2004. Með þessari tillögu er uppfyllt sú ósk þingsins að í mið- bænum verði lágreistar byggingar í takt við eldri hús sem fyrir eru og myndað verði skjól og afslappað umhverfi þar sem bílar verði ekki áfram leiddir til öndvegis eins og nú er gert í öllu því flæmi bíla- stæða sem einkenna miðbæinn. Tillagan gæti því verið góður grunnur nýs deiliskipulags fyrir nyrðri hluta miðbæjarins þar sem bílar verða settir ofan í jörðina eða í bílahús, götur með lágreistum húsum verði beint í austur-vest- ur átt til að mynda skjól og birtu á svæðinu og hafnaraðstaða fyrir minni báta og skip verði gerð for- svaranleg. Hún er nú algjörlega óviðunandi eins og sást í haust þegar fjöldi manns var að bjarga skipum sem losnuðu upp í hvassri sunnan átt. Vonandi er það skipulag, sem nú er kynnt í syðsta hluta mið- bæjar Akureyrar til marks um að bæjaryfirvöld ætli að sinna skipulagsmálum hans af meiri krafti en hingað til. Í því sam- bandi má benda á þá miklu vinnu sem unnin var á þessu sviði í fram- haldi af áðurnefndu íbúaþingi. Öll þau gögn liggja nú í hillum bæjaryfirvalda eins og eitruð peð. Þar er margt nýtilegt og ráð að dusta af þeim rykið og bera saman við það skipulag sem hér er til umræðu. Menn sjá þá fljótt að þar fer margt ágætlega saman. Skref í rétta átt Skipulagsmál Ragnar Sverrisson kaupmaður Kynleg tölvu- og netnotkun eldri borgara Eitt af því sem Hagstofan skoðar reglulega er tölvu- og netnotkun einstaklinga og er könnun á þessu, sem gerð var 2011, á vef Hagstofunnar, hag- stofan.is. Tekið var handahófs- kennt úrtak 2.100 einstaklinga 16 til 74 ára úr Þjóðskrá og spurningalistar lagðir fyrir í gegnum síma. Áhugavert er að skoða þessa tölfræði út frá aldri og kyni svarenda enda kemur þar margt athyglisvert í ljós. Tölvur eru á 95% íslenskra heimila, nettenging er á 93% þeirra og 94% landsmanna eru reglulegir notendur netsins. Þessi rannsókn er gerð árlega í 29 öðrum Evrópuríkjum og því hægt að bera Ísland saman við þau. Þar eru 65% af heildar- mannfjölda reglulegir notend- ur en netnotendur eru flestir í Noregi, Hollandi Lúxemborg, Svíþjóð og Danmörku eða um 90%. Hvergi í Evrópuríkjunum er tölvu- og netnotkun meiri en á Íslandi. Reyndar er undarlegt að Hagstofan spyrji ekki fólk sem er 75 ára og eldra því mjög athyglisvert væri að sjá netnotkun þess hóps. Kynjamunur í tölvu- og netnotkun Tölvu- og netnotkun kvenna og karla sem eru tölvu- og net- notendur, þ.e. hafa notað tölvu eða net síðustu þrjá mánuði, er afar svipuð frá 16 til 54 ára aldurs en í hópnum 55 til 74 ára breytist það og er mikill munur á milli kynjanna í þeim aldurs- hópi. Rúmlega 77% kvenna nota tölvur daglega en rúmlega 91% karla. Munurinn milli kynja í notkun netsins er minni en rúmlega 76% kvenna nota það daglega í þessum aldurshópi en rúmlega 84% karla. Á síðustu þremur mánuðum áður en könnunin fór fram höfðu 14% kvenna í aldurshópn- um 55 til 74 ára verslað á netinu en hlutfall karla á sama aldri er helmingi hærra eða 28%. Um 33% tölvu- og netnotenda höfðu reynt að hafa áhrif á samfélagslega eða pólitíska umræðu t.d. með netkosningum eða undirskriftalistum. Þar er munurinn milli kynja í aldurs- hópnum 55 til 74 ára á þann veg að 24% kvenna segjast hafa gert það en 37% karla. Hlutfall kvenna er hins vegar hærra en karla í notkun á samskipta- síðum eins og Facebook og Twitter. Samskiptasíður nota 84,2% kvenna en 67,4% karla og í aldurshópnum 55 til 74 ára þá hafa 59% kvenna notað sam- skiptasíðurnar en aðeins rúm- lega 40% karla. Það er þekkt að konur beri í meira mæli en karlar ábyrgð á samskiptum við fjölskyldu og vini og birtist þessi munur einnig greinilega í samskiptum á netinu. Það er athyglisvert að sjá að 82,7% karla sem eru netnotendur í þessum aldurs- hópi hafa notað heimabanka en aðeins 68,2% kvenna í sama aldurshópi. Ýmis fyrir- tæki bjóða ódýrari þjónustu ef heimabanki er notaður enda sparar það t.d. útsendingakostn- að reikninga. Vörur eru einnig oft ódýrari ef keypt er á netinu. Það fylgir því þess vegna fjár- hagslegur ávinningur að geta notað netið. Þeim sem nýta netið til kaupa á þjónustu eftir 24 ára aldur fer fækkandi eftir því sem aldurinn færist yfir. Möguleikum til að hafa áhrif á samfélag sitt er að fjölga á netinu og má nefna Betri Reykjavík sem dæmi um það en það er vefur sem borgarbúar geta nýtt til að koma hugmynd- um um betri borg á framfæri. Það er hins vegar áhyggjuefni ef þeir sem eru í aldurshópnum 55 ára og eldri eru ekki með þekkingu til að nýta sér þessar leiðir og hafa þannig áhrif á sitt samfélag og á þetta sérstaklega við um konur í þessum aldurs- hópi. Það má einnig álykta sem svo að konur í þessum aldurs- hópi séu að greiða hærra verð fyrir vöru og þjónustu þar sem þær eru ekki að nýta ódýrari leiðir sem bjóðast á netinu. Námskeið í tölvu- og netnotkun Reykjavíkurborg er með tölv- unámskeið í félagsmiðstöðvum fyrir eldri borgara á öllum aldri. Námskeiðin eru sniðin að þörfum hvers og eins. Vilja sumir læra að nota samskipta- síður en aðrir leitarvélar eða versla svo eitthvað sé nefnt. Á námskeiðunum kenna ungir „tölvusérfræðingar“ úr grunn- skólum borgarinnar en þeim til halds og trausts eru sjálfboða- liðar sem sjá til þess að allt gangi smurt fyrir sig. Þessi námskeið eru haldin í félagsmiðstöðvum um alla borg með stuðningi Evrópu- sambandsins í gegnum verk- efnið Electronic government for you eða Rafrænar lausnir fyrir alla. Við viljum hvetja eldri borgara til að nýta sér þessi námskeið og koma með fartölvurnar sínar eða nota þær tölvur sem eru á staðnum og fá kennslu sem er algjör- lega sniðin að þeirra þörfum. Rétt er að geta þess að þeir sem hafa mætt eru mjög ánægðir og „kennararnir“ stoltir af sínum nemendum. Konur eru sérstaklega hvatt- ar til að mæta því það er ljóst af athugunum Hagstofunnar að þær eru ekki að nýta sér betri kjör sem bjóðast á netinu til jafns á við karla og eru ekki að hafa áhrif á samfélagið í gegn- um netið í jafn miklum mæli og þeir. Námskeiðin eru ókeypis og haldin á eftirtöldum stöðum: Hæðargarði, Vesturgötu, Hvassaleiti, Bólstaðarhlíð, Afla- granda, Vesturgötu og Árskóg- um. Námskeið í Gerðubergi og hjá Korpúlfunum í Grafarvogi verða auglýst síðar. Allar nán- ari upplýsingar um námskeið- in veitir Björn Guðmundsson í síma 411 4159, netfang: bjorn. gudmundsson@reykjavik.is og þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111. Netnotkun Halldóra Gunnarsdóttir sérfræðingur á mannréttinda- skrifstofu Reykjavíkurborgar Við viljum hvetja eldri borgara til að nýta sér þessi námskeið og koma með fartölvurnar sínar eða nota þær tölvur sem eru á staðnum og fá kennslu sem er algjörlega sniðin að þeirra þörfum. 60% AFSLÁTT UR 20-70%AFSLÁTTUR Nýjar vörur með 10% afslætti! Lagersala 30% AFSLÁTT UR 60% AFSLÁTT UR HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfða 20 Reykjavík sími 585 7200 OPIÐ Í DAG 10-18 - LOKAÐ UM PÁSKANA, FIMMTUDAG TIL MÁNUDAGS 209.986 FULLT VERÐ: 299.990 OREGON hornsófi 266 x 240 cm D:80 H:85 cm. Áklæði vienna svart. Tunga hægra eða vinstra megin. 40% AFSLÁTT UR 47.994 FULLT VERÐ: 79.980 JANE eldhúsborð 80x120/220 cm, hvítt. ANDREW borðstofustóll fæst brúnn eða svartur nú kr. 15.992 fullt verð kr. 19.990. 40% AFSLÁTT UR SKOVBY sjónvarpsskenkur, eik/sápa. B:162 D:47 H:52 cm. 107.994 FULLT VERÐ: 179.990 BE ON FIRE Öll Be On fire kerti með 60% afslætti. Verð frá kr. 56 fullt verð kr. 139. ZONE uppþvottabursti. Rauður, hvítur eða svartur Kr. 2.792 fullt verð kr. 6.980.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.