Fréttablaðið - 04.04.2012, Side 32

Fréttablaðið - 04.04.2012, Side 32
4. APRÍL 2012 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● mastersmótið 2012 © GRAPHIC NEWS Source: Augusta National Golf Club AUGUSTA NATIONAL GOLF CLUB Augusta, Georgia, April 5-8 Rae’s Creek Amen Corner Composed of second shot at hole 11, hole 12 and tee shot at hole 13 Tea Olive Pink Dogwood Flowering Peach Flowering Crab Apple Magnolia Pampas Juniper Yellow Jasmine Carolina Cherry Camellia Holly Azalea White Dogwood Golden Bell Chinese Fir Firethorn Redbud Nandina Hola 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Út 10 11 12 13 14 15 16 17 18 Inn Samtals Par 4 5 4 3 4 3 4 5 4 36 4 4 3 5 4 5 3 4 4 36 72 Metrar 407 525 320 220 416 164 412 521 420 3.400 453 462 142 466 402 485 155 402 425 3.392 6.792 Yardar 445 575 350 240 455 180 450 570 460 3.725 495 505 155 510 440 530 170 440 465 3.710 7.435 Rae lækurinn Annað högg- ið á 11. braut, 12. hola og upphafshögg- ið á 13. braut til- heyra „Amen Corner“. Brautir Augusta-vallarins eru allar nefndar eftir gróðri, trjám eða blómategundum sem einkenna hverja braut. Mastersmótið er fyrsta risamót ársins og því ríkir mikil eftirvænting bæði hjá leik- mönnum sem og áhorfendum um hvern- ig kylfingar koma inn í nýtt tímabil. Um- gjörðin hér í Augusta er þannig að allt snýst um mótið þessa viku og það er nánast hægt að skera andrúmsloftið því spennan er svo mikil hér í bænum. Hér tala margir um ein- vígi á milli Tigers Woods og Rory McIlroy þar sem þeir eru taldir heitustu kylfingarn- ir í dag. Ég persónulega tel að þeir sem eru á innan við 6 höggum frá efsta manni fyrir lokadag eigi góðan möguleika á sigri með flottum hring á lokadegi. Við megum ekki gleyma frábærum lokaholum hjá meistara síðasta árs, Charl Schwartzel, frá Suður-Afríku sem fékk fjóra fugla á fjórum síðustu brautum vallarins eftir að hafa verið höggi á eftir Jason Day og Adam Scott þegar hann stóð á 15. teig. Það er allavega alveg á hreinu að það eru mörg ár síðan það hefur verið svona mikil spenna fyrir þetta sögufræga mót sem fyrst var haldið árið 1934. Ég get fullyrt eftir að hafa gengið völlinn hér á æfingadögunum þá eru allar aðstæður frábærar fyrir leikmenn til þess að leika gott golf en ég segi ekki að þær séu auðveldar. Mesti munurinn við völlinn frá því að vera á staðnum eða horfa á í sjónvarpi er hve völlurinn er hæðóttur. Á mörgum braut- um er hæðarmismunur frá teig að flöt 10-30 metrar. Einnig er gaman að sjá hvað flatirn- ar eru litlar og hve mikið landslag er í þeim. Nú skilur maður mun betur þegar þessir frábæru kylfingar eru að þrípútta kannski 3 metra pútt. Það er engin kargi á vellinum og utan brautar er grasið slegið í um 15 mm. Umhirða og snyrtimennska á vellinum og öllu svæðinu er langt fram úr öllu sem ég hef séð. Það er alveg á hreinu að völlurinn skartar sínu fegursta þessa vikuna og hér talar fólk um að mest spennandi Masters- mótið í tugi ára hefjist á fimmtudag þar sem Tiger Woods, Phil Mickelson, Luke Donald og Rory McIlroy hafi allir unnið mót á síð- ustu vikum og eru í fantaformi. Eitt er víst að Mastersmótið árið 2012 hefur sjaldan boðið upp á meiri spennu. Til- hlökkunin er því mikil hjá golfunnendum og er ég á meðal þeirra. Góða skemmtun. Eftirvænting – og spenna ríkir fyrir Mastersmótið ● Þorsteinn Hallgrímsson skrifar frá Augusta-vellinum í Georgíu. Ungu kylfingarnir söfnuðu eiginhandaráritunum við æfingasvæðið á Augusta og voru þeir ánægðir. MYND/FRIÐIRK ÞÓR Friðrik Þór Halldórsson, myndatökumaður Stöðvar 2 sport, og Þorsteinn Hallgrímsson golfsérfræðingur eru á Augusta-vellinum í Georgíu. Afrakstur ferðarinnar verður sýndur á Stöð 2 sport. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmaður auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is | Textagerð: Birta Björnsdóttir birta@365.is, Sigurður Elvar Þórólfsson seth@365.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.