Fréttablaðið - 04.04.2012, Side 35

Fréttablaðið - 04.04.2012, Side 35
mastersmótið 2012 ● fréttablaðið ●MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 2012 5 Það eru ekki bara kylfingarn- ir sjálfir sem vekja eftirtekt heimspressunnar. Talsvert er skrifað og skrafað um eiginkon- ur kylfinganna. Skemmst er að minnast þess áhuga sem Elin Nordegren, fyrrverandi eigin- kona Tigers Woods, vakti á hlið- arlínunni þegar Woods var að keppa. Woods ku hafa verið lítið hrifinn af athyglinni sem eigin- konan fékk. Caroline Wozniacki er trú- lega þekktust þeirra eigin- kvenna sem mæta til leiks nú um helgina, en hún er einn fremsti tennisleikari heims um þessar mundir. Hún er kærasta kylfingsins knáa, Rory McIlroy, og verður því eflaust á hlið- arlínunni þegar hann freistar þess að næla sér í græna jakk- ann nú um helgina. Wozniacki er af pólsku bergi brotin en er fædd og uppalin í Danmörku. Hún sat í efsta sæti heimslist- ans í tennis í alls 67 vikur sam- fleytt, allt fram til janúar síð- astliðins. Þau Wozniacki og McIlroy eru því sannkallað ofurpar. Ofurparið Wozniacki og McIlroy Caroline Wozniacki frá Danmörku og Rory McIlroy vekja ávallt mikla athygli hvar sem þau koma. Það virðast afar fáir hafa trú á því að Luke Donald frá Eng- landi nái að landa sigri á Masters- mótinu – þrátt fyrir þá staðreynd að hann er í efsta sæti heimslist- ans. Donald hefur lítið verið í um- ræðunni og Tottenham-aðdáand- inn er örugglega hæstánægður með þá pressu sem sett er á Tiger Woods og Rory McIlroy fyrir þetta mót. Síðasta keppnistímabil var stór- kostlegt hjá Donald en hann sigr- aði á einu móti í PGA-mótaröð- inni og einu í Evrópumótaröðinni. Hann var efstur á peningalistan- um í PGA-mótaröðinni í Banda- ríkjunum og einnig í Evrópu- mótaröðinni. Hann tryggði sér efsta sætið á peningalistanum í Bandaríkjunum með sigri á síðasta móti ársins eftir harða baráttu við Webb Simpson. Donald hefur farið frekar rólega af stað á þessu tímabili. „Ég er ekkert að velta þessu fyrir mér en fjölmiðlar virðast ekki hafa mikla trú á mér. Golfíþróttin er á góðum stað. Það er mikil spenna í loftinu, bestu kylfingarnir eru að leika vel. Þetta lítur vel út,“ sagði Do- nald á Augusta í gær. Hann hefur enn ekki náð að sigra á stórmóti en hann hefur tvívegis verið á meðal 5 efstu á Augusta. Hann varð þriðji árið 2005 og í fjórða sæti í fyrra. Efsti kylfingur heims- listans er í skugganum Luke Donald er efstur á heimslistanum en fáir hafa trú á því að hann sigri á Masters- mótinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.