Fréttablaðið - 04.04.2012, Síða 36

Fréttablaðið - 04.04.2012, Síða 36
4. APRÍL 2012 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● mastersmótið 2012 Golfkennarar og þjálfarar sem starfa með atvinnukylfingum í PGA-mótaröðinni eru margir hverjir afar óánægðir með bók- ina hjá Haney. Þeir telja að hann hafi rofið trúnað við „skjólstæð- ing“ sinn og það sé ekki í verka- hring golfkennara að tjá sig eða skrifa um það sem gerist í einka- lífi kylfinga. Haney er á öðru máli og telur sig hafa rétt á því að greina frá minningum sem hann deilir með Tiger Woods. Og það þarf ekki að segja frá því að Tiger Woods er ekkert sérstaklega ánægður með útgáfu bókarinnar. Bókin kom út föstudaginn 23. mars, þegar Woods var að keppa á öðrum keppnisdegi Arnold Palmer-meist- aramótsins á Bay Hill. Það er ekki loku fyrir það skotið að Woods hafi notað útgáfu bókarinnar til þess að efla sig enn frekar fyrir mótið – því hann stóð uppi sem sigurveg- ari og landaði sínum fyrsta alvöru- titli eftir 30 mánaða bið. Í bókinni lýsir Haney m.a. því sem gerðist hjá þeim sem voru í innsta kjarna hjá Tiger Woods. Haney segir að það hafi oft verið erfitt að fara út að borða með Tiger. „Þegar hann var búinn að borða þá var máltíðinni lokið að hans mati. Tiger var fljótur að borða, það skipti engu þótt aðrir við borðið ættu eftir að klára sitt. Í hvert sinn sem við náðum í skyndi- bita fyrir utan golfvöllinn þá fór ég að ná í matinn og borgaði hann líka. Tiger tók aldrei þátt í því að borga,“ skrifar Haney m.a. í bók- inni. Englendingurinn Ian Poulter er ekki á vinalista Tigers Woods ef marka má sögu sem Haney segir frá í bókinni. Woods og Poulter voru staddir á Oakmont-vellin- um á æfingahring fyrir opna bandaríska meistaramótið 2007. Woods var með einkaflugvélina til reiðu sem beið eftir honum á meðan hann kláraði æfingahring- inn. Poulter vissi af þessu og gekk hann til Tigers og spurði. „Hvern- ig komumst við heim?“ og var að óska eftir því að Tiger myndi bjóða honum far en þeir voru ná- grannar í Orlando á þessum tíma. Tiger tók fálega í ósk Poulters sem gafst ekki upp og birtist á flugvellinum og beið eftir því að fá far með vélinni. Ætlunarverkið tókst og á meðan þeir voru í flug- inu sendi Tiger Woods sms-skila- boð á Haney. Þar stóð: „Ég trúi því varla að þessi h...viti hafi grenjað út far.“ SPILAR UPP Á ARMBEYGJUR Í STAÐ PENINGA Árstekjur Tigers Woods undan- farinn áratug eða svo hafa verið um 100 milljónir dollara eða sem nemur 12-13 milljörðum kr. Það er því ekki mikil hvatning fyrir Tiger Woods að spila upp á pen- inga á golfvellinum og samkvæmt bók Haney þá veðjaði hann um armbeygjur í stað peninga. Það var mjög algengt að Woods veðj- aði um 150 armbeygjur fyrir hvert högg sem munaði í keppninni. „Eitt sinn þurfti Woods að taka 600 arm- beygjur til þess að gera upp veð- mál á Isleworth-vellinum,“ segir í bók Haney. ENGIN FAGNAÐARLÆTI EÐA VEISLUR Elin Nordgren, fyrrverandi eigin- kona Tigers Woods, var „au pair“ hjá sænska kylfingnum Jesper Parnevik þegar þau kynntust. Elin var vön því að upplifa mikil veislu- höld á heimili Parneviks í þau skipti sem hann sigraði á PGA- golfmóti. Parnevik hefur fram til þessa sigrað á 5 PGA-mótum og er ekki líklegur til þess að bæta við fleiri slíkum titlum í safnið. Sam- kvæmt bók Haney vildi Elin halda upp á sigra Tigers Woods með svip- uðum hætti en það kom ekki til greina. Elin mátti ekki sýna nein viðbrögð úti á golfvellinum í þau skipti sem hún var viðstödd þegar Tiger Woods fagnaði sigri. Að hans mati átti það ekki að koma henni á óvart að hann myndi sigra – slíkt væri venja frekar en undantekning. Hank Haney, fyrrum þjálfari Tigers Woods, gaf út bók á dögunum þar sem hann fjallar um þann tíma sem hann var aðalþjálfari besta kylfings heims. Haney og Tiger Woods voru nánir samstarfsfélagar á árunum 2004-2010 en Haney sagði upp störfum skömmu eftir að upp komst um framhjáhald Tigers Woods í lok ársins 2009. Árangur þeirra var góður því Tiger Woods sigraði á alls sex stórmótum og 30 PGA-mótum á meðan hinn 57 ára gamli Haney var aðalþjálfari hans. Kveikir umdeild bók neistann hjá Tiger Woods? ● AÐEINS ÞRÍR KYLFINGAR HAFA VARIÐ TITILINN Aðeins 16 kylfingar hafa náð því að sigra oftar en einu sinni á Mastersmótinu. Jack Nicklaus á metið en hann á 6 græna jakka. Arnold Palmer og Tiger Woods koma þar næstir með alls 4. Aðeins þrír kylfingar hafa náð að verja titilinn á Masters. Bandaríkjamaðurinn Jack Nicklaus var sá fyrsti en hann sigraði árið 1965 og 1966. Englendingurinn Nick Faldo var annar í röðinni, 1989 og 1990. Og Tiger Woods er sá þriðji en hann varði titil- inn 2002. Tölfræðin er því ekki með Suður- Afríkumanninum Charls Schwartzel fyrir tit- ilvörnina. Schwartzel sýndi enga snilldar- takta um sl. helgi á Shell-meistaramótinu í PGA-mótaröðinni en þar komst Suður-Afr- íkumaðurinn ekki í gegnum niðurskurðinn þegar keppni var hálfnuð. MARGFALDIR SIGURVEGARAR Á MASTERSMÓTINU Jack Nicklaus 6 sinnum 1963, 1965, 1966, 1972, 1975, 1986 Arnold Palmer 4 sinnum 1958, 1960, 1962, 1964 Tiger Woods 4 sinnum 1997, 2001, 2002, 2005 Jimmy Demaret 3 sinnum 1940, 1947, 1950 Sam Snead 3 sinnum 1949, 1952, 1954 Gary Player 3 sinnum 1961, 1974, 1978 Nick Faldo 3 sinnum 1989, 1990, 1996 Phil Mickelson 3 sinnum 2004, 2006, 2010 Horton Smith 2 sinnum 1934, 1936 Byron Nelson 2 sinnum 1937, 1942 Ben Hogan 2 sinnum 1951, 1953 Tom Watson 2 sinnum 1977, 1981 Seve Ballesteros 2 sinnum 1980, 1983 Bernhard Langer 2 sinnum 1985, 1993 Ben Crenshaw 2 sinnum 1984, 1995 José María Olazábal 2 sinnum 1994, 1999 Hank Haney og Tiger Woods náðu góðum árangri á meðan þeir unnu saman. Woods sigraði á sex risamótum og yfir 30 PGA- mótum á árunum 2004-2010. Charl Schwartzel er ekki með tölfræð- ina með sér í titilvörninni á Augusta. 1. Luke Donald, England 9.70 stig 2. Rory McIlroy, Norður-Írland 9.59 stig 3. Lee Westwood,England 7.76 stig 4. Hunter Mahan, Bandaríkin 5.75 stig 5. Steve Stricker, Bandaríkin 5.67 stig 6. Martin Kaymer, Þýskaland 5.64 stig 7. Tiger Woods, Bandaríkin 5.53 stig 8. Charl Schwartzel, Suður-Afríka 5.09 stig 9. Justin Rose, England 5.06 stig 10. Webb Simpson, Bandaríkin 5.03 stig 11. Jason Day, Ástralía 4.97 stig 12. Dustin Johnson, Bandaríkin 4.92 stig 13. Adam Scott, Ástralía 4.87 stig 14. Phil Mickelson, Bandaríkin 4.82 stig 15. Graeme McDowell, Norður-Írland 4.80 stig 16. Bubba Watson, Bandaríkin 4.56 stig 17. Bill Haas, Bandaríkin 4.51 stig 18. Matt Kuchar, Bandaríkin 4.46 stig 19. Keegan Bradley, Bandaríkin 4.29 stig 20. Nick Watney, Bandaríkin 4.18 stig 20 EFSTU Á HEIMSLISTANUM Í kvöld hefst Mastersmótið með óformlegum hætti þegar keppt verður á par 3 holu velli sem stað- settur er á Augusta-vellinum. Keppnin fór fyrst fram árið 1960 á velli sem tekinn var í notkun árið 1958. Kepp- endur eru frek- ar afslappaðir yfir þessu móti og leyfa jafnvel börnum sínum að taka þátt með ýmsum hætti. George Cobb golfvalla- arkitekt og Clifford Roberts, fyrr- um formaður Augusta, sáu um að hanna völlinn. Þeir sem keppa á þessu móti eru keppendur Mast- ersmótsins í ár, fyrrum sigurveg- arar Mastersmótsins sem eru ekki keppendur í ár, auk heiðursgesta. Völlurinn er par 27 og er rétt um 1.000 metrar að lengd. Tvær tjarn- ir eru áberandi á þessum velli. Luke Donald frá Englandi sigr- aði á par 3 holu mótinu í fyrra – en það hefur aldrei gerst að sigurveg- ari á par 3 holu mótinu hafi fengið græna jakkann í kjölfarið. Það bíða flestir eftir því að þessari „bölv- un“ verði létt af par 3 holu mótinu. Keppendur hafa farið holu í höggi 73 sinnum á mótinu og met var sett árið 2002 þegar fimm kylfingar fóru holu í höggi. Vall- armetið er 20 högg eða -7, og því meti deila þeir Art Wall (1965) and Gay Brewer (1973). Sýnt verður frá par 3 holu mótinu í fyrsta sinn á Ís- landi í ár og hefst útsendingin kl. 19 á Stöð 2 sport í kvöld. Par 3 holu mótið – létt upphitun Luke Donald

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.