Fréttablaðið - 04.04.2012, Side 52

Fréttablaðið - 04.04.2012, Side 52
4. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR36 36 menning@frettabladid.is PISTLAR VALGARÐS EGILSSONAR Homo Sapiens verða fluttir á Rás eitt að kvöldi skírdags. Í pistlunum, sem birtust upphaflega í Fréttablaðinu, er atferli mannsins skoðað með gleraugum Darwins. Rithöfundurinn Kristín Marja Baldursdóttir gegnir stöðu leikskálds Leikritun- arsjóðs Leikfélags Reykja- víkur leikárið 2012 til 2013. Hún segist hlakka til að vinna með leikhúsfólki og tileinka sér nýja tækni. „Mig hefur lengi langað til að skrifa leikrit, nánast allt frá því ég var vön að skrifa leikrit fyrir bílskúrana í gamla daga,“ segir Kristín Marja Baldursdóttir, en í gær var kunngjört að hún myndi gegna stöðu leikskálds Leikritun- arsjóðs Leikfélags Reykjavíkur leikárið 2012 til 2013. Áður hafa tvö leikskáld starfað á vegum sjóðsins, Auður Jónsdóttir og Jón Gnarr, en útnefningunni fylgir að skáldið fær aðstöðu í leikhúsinu og er hluti af starfsliði Borgar- leikhússins. Alls sóttu 38 um starfið. Kristín Marja segist hlakka mjög til starfsins og sérstaklega þess að fá að vinna með leikhús- fólki, fylgjast með og tileinka sér nýja tækni. „Ég held að ég hafi að minnsta kosti í tvígang breytt leikriti í skáldsögu. Þegar ég byrjaði á þessum leikritum fannst mér eins og ég þyrfti að vera meira inni í leikhúsinu, enda eru leikskáld yfirleitt í einhverj- um tengslum við leikhúsið. Það hef ég ekki verið hér inni á gamla kontórnum mínum. Þegar þessi staða var auglýst ákvað ég að sækja um og hugsaði með mér að ef ég hreppti hnossið yrði engr- ar undankomu auðið. Þá yrði ég hreinlega að skrifa leikrit út frá þessum hugmyndum sem ég hef. Ég þurfti að fá smá spark,“ segir Kristín, en hún hefur alla tíð verið mikil áhugamanneskja um leikhús og fylgst vel með hrær- ingum í geiranum. „Mest hef ég fylgst með leikhúsi hér á Íslandi, í Berlín og Kaupmannahöfn, en ég hef líka látið mig hafa það að að sækja leikhús í Frakklandi, á Spáni og Ítalíu án þess að botna nokkuð í tungumálinu. Áhuginn er svo mikill á sjálfum uppsetn- ingunum.“ MIG VANTAÐI SMÁ SPARK BORGARLEIKHÚSSSKÁLD Frú Vigdís Finnbogadóttir, stjórnarformaður Leikritunar- sjóðs, tilkynnti um valið á Kristínu sem leikskáldi Leikritunarsjóðs við athöfn í Borgar- leikhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kristín segist sem minnst vilja tjá sig um hugsanlegan afrakst- ur starfsins í Borgarleikhúsinu næsta árið. „Það skyldi þó aldrei vera að ég færi að skrifa um konur,“ segir hún þó aðspurð og hlær, en kvenpersónur hafa verið einkar áberandi í skáldsögum hennar, meðal annarra Karítas frá árinu 2004, framhaldsbókinni Óreiðu á striga frá 2007 og Máva- hlátri frá 1995, en síðastnefnda skáldsagan var sviðsett í Borg- arleikhúsinu árið 1998. „Ætli það megi ekki búast við því að konur komi við sögu, en best er að hafa á bak við eyrað að konur geta ekki án karla verið og karl- ar ekki án kvenna,“ útskýrir hún. Spurð um önnur nánustu fram- tíðaráform segist rithöfundurinn nú vera á endasprettinum með nýja bók sem hún býst við að komi út fyrir jólin næstu. „Ég vil ekki segja of mikið, en bókin ger- ist í samtímanum og í henni hætti ég mér út á slóðir sem ég hef ekki verið á áður. Ég hef verið að velta fyrir mér Ilíonskviðu með kar- akter karlmanna í huga og bókin er afrakstur þess.“ kjartan@frettabladid.is FLEIRI RÁÐNINGAR HJÁ BORGARLEIKHÚSINU Fyrr í vetur voru sex leikskáld fengin til að útfæra hugmyndir sínar að leik- verkum úr sínu nánasta umhverfi, um íslenskt líf og íslenskan samtíma. Þau Kristín Eiríksdóttir, Salka Guðmundsdóttir og Tyrfingur Tyrfingsson voru valin úr hópi þessara sex leikskálda og er gert ráð fyrir að stutt leikverk þeirra verði leikin saman á einu kvöldi. Þá var Jón Atli Jónasson fyrir skömmu ráðinn til starfa við leikhúsið í eitt ár. Hann mun semja leikrit fyrir Borgarleikhúsið sem sviðsett verður á leikárinu 2013 til 2014, auk þess sem hann mun liðsinna yngri og óreyndari skáldum sem vinna fyrir leikhúsið. Í gegnum tíðina er frumsamið gamanleikrit með söngvum sem Leikdeild Eflingar hefur sýnt á Breiðumýri í Reykjadal kvöld eftir kvöld að undanförnu við afbragðs undirtektir. Þar er skyggnst inn í líf íslenskrar bændafjölskyldu á árunum 1950 til 1980. Meðlimir hennar fara á síld, lenda í Kananum, upplifa Bítlaæðið, bregða sér á bændahá- tíð og lenda í ýmsum skondnum aðstæðum. Inn í söguna eru flétt- uð fjölmörg lög frá þessu tíma- bili. Höfundur verksins er Hörður Benónýsson á Hömrum í Reykja- dal og hann er jafnframt leik- stjóri. Tónlistarstjóri er Pétur Ingólfsson og auk hans annast undirleik þeir Jaan Alavere og Þórgnýr Valþórsson. „Það hefur verið bullandi aðsókn,“ segir Hörður. „Þegar hafa tæplega 800 manns séð upp- færsluna sem er meiri fjöldi en býr í allri Þingeyjarsveit.“ Hann segir þrjátíu og tvo leikara taka þátt í sýningunni og kveðst hafa skrifað verkið með leikhópinn í huga. Næstu sýningar verða 13. 14. og 15. apríl sem helgast af því að meðal leikenda eru nemendur Framhaldsskólans á Laugum sem koma víða að af landinu og fara heim í páskafrí. - gun Bullandi aðsókn MEGINSTÓLPI EFLINGAR Allt frá því að Hörður Benónýsson steig á svið í Sveitasinfóníu eftir Ragnar Arnalds árið 1990 hefur hann verið einn af megin stólpum leikdeildar Eflingar. Fyrstu árin sem leikari, leikmyndasmiður og leik- nefndarmaður, en hin seinni ár einnig sem höfundur og leikstjóri. Gestir og gangandi eru velkomnir í galleríið L51 Art Center Laugavegi 51. Þar stendur nú yfir myndlistarsýning Rúnu K. Tetzchner, Loga- fjöll og ljósadans. Myndefnið eru eldfjöll og norðurljós en myndirnar eru unnar með sérstakri blandaðri tækni sem Rúna hefur þróað síðan 1999. Um er að ræða tússlita- og vatnslitamyndir unnar með pennum og penslum á pappír, auk þess sem tindrandi duftlitir eru bræddir á myndirnar. Myndir Rúnu hafa á sér ævintýra- og töfrablæ, og má kenna mynd- list hennar við töfraraunsæi eða andlega list. Risastórt skrautfiðrildi sveimar um yfir glóandi hrauninu og hugrökk eldkona laugar sig í vatninu við gosið. Ljósverur og verndarenglar skrýðast norðurljósum og töfrandi litlir bátar sigla yfir himininn. Á sýningunni má einnig sjá skrautskriftarverk þar sem ljóð eru skrautrituð inn í myndirnar og vinnur Rúna þar meðvitað undir áhrifum lýsinga og fornra handrita. Sýning Rúnu í L51 Art Center stendur út apríl. Í dag frá þrjú til sex og á laugardag frá eitt til þrjú situr Rúna í galleríinu og bræðir liti á pappír þannig að gestir og gangandi fá tækifæri til að sjá hvernig hún vinnur. Logafjöll og ljósadans Rúnu TÖFRARAUNSÆI Myndir Rúnu eru kenndar við töfraraunsæi eða andlega list. MaGNaðAR MYNDAVÉLAR • 12 milljón pixlar • WIDE 4 x aðráttarlinsa (27-108mm) • 2.7” LCD skjár • Ljósop 2.9 – 6.5 • Hristivörn • Vídeoupptaka með hljóði (30fps) • Verð: 14.900 kr Fínleg og einföld Gæðavél á fínu verði • 14 milljón pixlar • WIDE 5x aðráttarlinsa (26-130mm) • 3,0” LCD skjár • Sérstök vörn á skjá • Ljósop 2.8 – 6.5 • Hristivörn • Vídeoupptaka í HD 720p með hljóði • Verð: 16.900 kr OLYMPUS • VG-150 OLYMPUS • VG-160 • 14 milljón pixlar • WIDE 5x aðráttarlinsa (26-130mm) • 3,0” LCD skjár • Sérstök vörn á skjá • Ljósop 2.8 – 6.5 • Hristivörn • Vídeoupptaka í HD 720p með hljóði • Öflugt flass, dregur 15m • Verð: 21.900 kr OLYMPUS • VG-170 Glæsileg og öflug Vel búin og flott hönnun OLYMPUS • VH-210 • 14 milljón pixlar • WIDE 5x aðráttarlinsa (26-130mm) • 3,0” LCD skjár • Sérstök vörn á skjá • Ljósop 2.8 – 6.5 • Hristivörn • Verð: 19.900 kr Verslanir og umboðsmenn um land allt LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK SÍMI 530 2800 ORMSSON.IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.