Fréttablaðið - 04.04.2012, Síða 60

Fréttablaðið - 04.04.2012, Síða 60
4. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR44 44 popp@frettabladid.is LÍFIÐ ER FERÐALAG ÍS LE N SK A SI A .I S U TI 5 90 49 0 3/ 12 TILBOÐ 16.990 KR. HIGH PEAK NEVADA Þriggja manna tjald með fortjaldi. Vatnsheldni: 2.000 mm. Þyngd: 3.980 g. Verð áður: 19.990 kr. TILBOÐ 14.990 KR. TNF ALEUTIAN Hentugur til notkunar sumar, vor og haust. Þyngd 1.545 g. Þolmörk -5°C. Verð áður: 19.990 kr. ÚRVAL FERMINGARGJAFA Á FRÁBÆRU VERÐI TILBOÐ 18.990 KR. HIGH PEAK TRANGO 65 Vandaður og traustur bakpoki með góðu burðarkerfi. Þyngd: 1.850 g. Verð áður: 23.990 kr. TILBOÐ 29.990 KR. HIGH PEAK VIPER 1400 Vandaður léttur dúnsvefnpoki. Þolmörk: -6°C. Þyngd: 1.275 g. Þriggja árstíða. Verð áður: 39.990 kr. NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS Transkonunni Jennu Talackova hefur verið heimilað að taka þátt í úrslitakeppni Miss Universe í Kanada. Aðstandendur keppninn- ar höfðu vísað Talackova úr keppni fyrir viku, eftir að upp komst að hún fæddist strákur. Í yfirlýsingu frá keppninni segir að Talackova fái að taka þátt, fylgi hún reglum keppninnar. Talackova hefur upplifað sig sem stúlku síðan hún var fjögurra ára gömul og þegar hún var 14 ára byrjaði hún í hormónameðferð. Þegar hún var 19 ára gömul gekkst hún svo undir kynleiðréttingarað- gerð en Talackova er 23 ára í dag. Transkona má vera með í Miss Universe FÆR AÐ TAKA ÞÁTT Jenny Talackova gekkst undir kynskiptiaðgerð 19 ára gömul og tekur þátt í Miss Universe- keppninni í Kanada. Talackova er til hægri á myndinni. NORDICPHOTOS/AFP Katrín hertogaynja af Cambridge er mikil tísku- fyrirmynd og allt sem hún klæðist rýkur úr hillum búðanna. Tengdafaðir hennar, Karl Bretaprins, hefur tekið eftir þessari þróun og vill nú að hún klæðist fatnaði frá breska fatahönnuðinum Harry Tweed en merkið er í miklu uppáhaldi hjá prins- inum. Fyrirtækið þarf að bæta sölu á alþjóðlegum markaði og bíður nú í ofvæni eftir að hertogaynjan klæðist fatnaði frá þeim. „Með því að klæðast fötum frá Harry Tweed er hertogaynjan ekki bara að aðstoða breskan fatahönnuð, heldur að hjálpa heilli vinnustofu sem þarf á hjálp að halda. Ég hef heyrt að prinsinn ætli sér að tala við Katrínu og við megum því búast við að sjá hana klæðast Tweed á opinberum vettvangi með vorinu,“ segir ónefndur heimildarmaður við Daily Express. Fær tískuráð frá tengdó Söngvarinn Daníel Óliver vinnur nú að því að koma sér á framfæri í mekka popptónlistarinnar, Svíþjóð. „Þetta er fyrsta lagið sem ég tek upp síðan ég flutti hingað til Sví- þjóðar. Það er mikið í gangi og ég hef verið að fá jákvæð viðbrögð frá upptökustjórum hérna, svo ég er mjög spenntur fyrir næstu misser- um,“ segir söngvarinn Daníel Óli- ver sem lauk nýlega við upptökur á nýjasta lagi sínu, DJ Blow My Speaker. Lagið var tekið upp í Telegram- hljóðverinu þar sem stórstjörn- urnar Cher, Christina Aquilera og Robyn hafa meðal annars tekið upp plötur sínar. Það er samið af Daní- el sjálfum, í samvinnu við Örlyg Smára og Karl Batterbee, og er væntanlegt í spilun í byrjun sum- ars. „Svo er von á tveimur lögum í viðbót á næstunni en ég er að fara að taka upp með sænsku upp- tökustjórunum Rob Curti og Erik Gold,“ segir Daníel, en þeir kapp- ar hafa meðal annars unnið með stjörnum á borð við Rihönnu og Miley Cyrus. Daníel Óliver olli töluverðu fjaðrafoki á dögunum með viðtali sem birtist við hann í DV þar sem hann var sagður telja sig verða fyrir fordómum vegna fegurðar sinnar. Aðspurður um greinina getur Daníel ekki annað en hlegið. „Já, ég frétti að Auddi og Sveppi hefðu gert heilan þátt um þetta. Sem talsmaður fallega fólksins frá Íslandi hlæ ég bara að vitleysunni sem þessi grein olli,“ segir hann sposkur. Lífið leikur við Daníel í Svíþjóð. „Ég er búinn að koma mér vel fyrir hérna í Stokkhólmi. Ég er með lang- tíma leigusamning á íbúð í miðbæn- um og fasta vinnu svo ég stefni á að vera hér áfram, en svo er nú aldrei að vita hvað gerist næst,“ segir Daníel Óliver kátur í bragði. - trs Fetar í fótspor stórstjarna NÝTT LAG VÆNTANLEGT Daníel Ólíver bætir nýju lagi í safnið, en áður hefur hann meðal annars gefið út lögin Dr. Love, Superficial og Takin it back 8 MILLJARÐA ÍSLENSKRA KRÓNA er húsið, sem Katy Perry fær við skilnaðinn við Russell Brand metið á, en húsið er í Los Angeles.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.